Innlent

Rauðgrenitré út­nefnt tré ársins

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þetta er í fyrsta sinn sem rauðgrenitré er útnefnt tré ársins.
Þetta er í fyrsta sinn sem rauðgrenitré er útnefnt tré ársins. Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við Lambhaga, útnefndi rauðgreni (Picea abies), í Elliðaárhólma sem tré ársins 2019 en þetta er í fyrsta sinn sem rauðgrenitré er útnefnt tré ársins. Í fyrra var Vesturbæjarvíðir tré ársins.



Sérstök útnefningarathöfn var haldin við Rafveituheimilið þaðan sem gengið var að trénu.



Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands fluttu ávrarp og Lára Rúnarsdóttir flutti tónlist.



Viðurkenningarskjal var afhent og skjöldur afhjúpaður auk þess sem tréð var mælt hátt og lágt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×