Tiger Woods gefur út ævisögu sína 15. október 2019 23:30 Ævisaga Tiger Woods er væntanleg Vísir/Getty Það er ljóst að með heitinu „Back“ er Woods að vitna í endurkomu sína á golfvöllinn en hann hefur yfirstigið urmul hindrana á undanförnum árum. Bókin mun byrja á uppvaxtarárum Woods, hún færir sig svo yfir í það hvernig hann skaust upp á stjörnuhimininn og varð að frægasta kylfingi í heimi. Sem stendur hefur hinn 43 ára gamli Woods unnið 81 PGA mót, næst flest allra í sögunni. Þar af 15 risamót. Þá mun Woods einnig kafa ofan í meiðslasögu sína, sem er nær endalaus, ásamt því að fjalla um erfiðleika sína heima fyrir. Kylfingurinn viðurkenndi á sínum tíma að hann væri kynlífsfíkill og endaði sú fíkn hjónaband hans þar sem hann hélt ítrekað framhjá þáverandi eiginkonu sinni. Hefur hann sóst hjálpar til að vinna bug á fíkninni. Bókin mun svo enda á sigri Woods á Augusta National risamótinu sem fram fór síðasta apríl. Með þeim sigri fullkomnaði hann í raun endurkomu sína en nær allur golfheimurinn hafði afskrifað Woods vegna síendurtekna bakmeiðsla sem höfðu skilið hann eftir háðan verkjalyfjum og nær óþekkjanlegan, innan vallar sem utan. Var það fyrsti sigur Woods á PGA móti í áratug. Þá hefur kylfingurinn sagt sjálfur að mikið hafi verið rætt og ritað um hans mál. Þar á meðal hafa verið gefnar út bækur sem hafa átt að vera einhverskonar ævisögur en aldrei hefur Woods tjáð sig. „Back“ verður í eina skiptið sem fólk mun geta lesið hvað gerðist í hans eigin orðum. Golf Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er ljóst að með heitinu „Back“ er Woods að vitna í endurkomu sína á golfvöllinn en hann hefur yfirstigið urmul hindrana á undanförnum árum. Bókin mun byrja á uppvaxtarárum Woods, hún færir sig svo yfir í það hvernig hann skaust upp á stjörnuhimininn og varð að frægasta kylfingi í heimi. Sem stendur hefur hinn 43 ára gamli Woods unnið 81 PGA mót, næst flest allra í sögunni. Þar af 15 risamót. Þá mun Woods einnig kafa ofan í meiðslasögu sína, sem er nær endalaus, ásamt því að fjalla um erfiðleika sína heima fyrir. Kylfingurinn viðurkenndi á sínum tíma að hann væri kynlífsfíkill og endaði sú fíkn hjónaband hans þar sem hann hélt ítrekað framhjá þáverandi eiginkonu sinni. Hefur hann sóst hjálpar til að vinna bug á fíkninni. Bókin mun svo enda á sigri Woods á Augusta National risamótinu sem fram fór síðasta apríl. Með þeim sigri fullkomnaði hann í raun endurkomu sína en nær allur golfheimurinn hafði afskrifað Woods vegna síendurtekna bakmeiðsla sem höfðu skilið hann eftir háðan verkjalyfjum og nær óþekkjanlegan, innan vallar sem utan. Var það fyrsti sigur Woods á PGA móti í áratug. Þá hefur kylfingurinn sagt sjálfur að mikið hafi verið rætt og ritað um hans mál. Þar á meðal hafa verið gefnar út bækur sem hafa átt að vera einhverskonar ævisögur en aldrei hefur Woods tjáð sig. „Back“ verður í eina skiptið sem fólk mun geta lesið hvað gerðist í hans eigin orðum.
Golf Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti