Píratar skila sérbókun um samgöngusáttmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 18:08 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata. fréttablaðið/eyþór Borgarfulltrúar Pírata, sem eru í meirihluta í borgarstjórn, skiluðu sér bókun við samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var í borgarstjórn í dag. Í bókun Pírata segir meðal annars að mikilvægt sé „að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var.“ Gert sé ráð fyrir að þessi hluti fjármögnunarinnar geti verið með ýmsum hætti eftir því hver vilji Alþingis kunni að vera í því máli. Einnig segja Píratar að nauðsynlegt sé að við útfærslu veggjaldaverði ekki „vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífsins,“ eins og það er orðað í bókun Pírata sem þó fagna samkomulaginu.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Píratar mynda meirihluta í borgarstjórn með Samfylkingu, Viðreisn og Vinstri grænum en þeir þrír síðastnefndu skiluðu sameiginlegri bókun þar sem segir að samkomulagið marki þáttaskil í samstarfi ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og með tilliti til loftslagsmála. „Með samkomulaginu er verið að forgangsraða í þágu umhverfisins með því að breyta ferðavenjum, með því að hefja stórsókn í almenningssamgöngum með Borgarlínu, með því að stórefla hjólastíganet svæðisins og með því að tengja saman hverfi sem hraðbrautir hafa klofið um áratugaskeið,“ segir meðal annars í bókun flokkanna þriggja. Spyrja hver eigi að greiða fyrir framúrkeyrslu Borgarstjórnarflokkar minnihlutans bókuðu einnig um málið. Sjálfstæðisflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í minnihluta segir í bókun sinni að vegafé hafi í litlum mæli skilað sér til Reykjavíkur síðastliðinn áratug. „Það er skref í rétta átt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin séu sammála um að betur þurfi að gera í þessum efnum. Mikilvæg verkefni eins og bætt ljósastýring, vegaframkvæmdir, stígagerð og betri almenningssamgöngur eru verkefni sem almenn sátt er nú um að þurfi að bæta verulega á höfuðborgarsvæðinu. Það styðjum við. Sáttmáli þessi sem nú liggur fyrir borgarstjórn vekur engu að síður upp fleiri spurningar en hann svarar,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins. Þá liggi til að mynda ekki fyrir hvernig fara skuli með framúrkeyrslu eða hver greiði fyrir hana, að því er segir í bókun Sjálfstæðismanna. Í bókun Sósíalistaflokksins segir að ýmislegt jákvætt sé í samkomulaginu og fagnar Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins sérstaklega fyrirhugaðri uppbyggingu almenningssamgangna. Aftur á móti leggjast Sósíalistar gegn öllum áformum um veggjöld. „Þar að auki viljum við ekki opna á markaðsvæðingu samgöngukerfisins sem innheimta veggjalda er líkleg til að fela í sér,“ segir meðal annars í bókun Sósíalista. Flokkur fólksins segist í sinni bókun vilja setja grunnþarfir fólksins í forgang og að víða þurfi að bæta grunnþjónustu. „Rétt er að byrja á því áður en farið er í 120 ma.kr. fjárfestingu. Fólkið á auk þess að fá að kjósa um borgarlínu. Fámennur hópur keyrir nú málið í gegn og skuldsetur borgara enn frekar. Flokkur fólksins vill bæta almenningssamgöngur (Strætó bs) sem eru ekki alvöru valkostur sem stendur,“ segir meðal annars í bókun Flokks fólksins.Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarstjórn Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira
Borgarfulltrúar Pírata, sem eru í meirihluta í borgarstjórn, skiluðu sér bókun við samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var í borgarstjórn í dag. Í bókun Pírata segir meðal annars að mikilvægt sé „að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var.“ Gert sé ráð fyrir að þessi hluti fjármögnunarinnar geti verið með ýmsum hætti eftir því hver vilji Alþingis kunni að vera í því máli. Einnig segja Píratar að nauðsynlegt sé að við útfærslu veggjaldaverði ekki „vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífsins,“ eins og það er orðað í bókun Pírata sem þó fagna samkomulaginu.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Píratar mynda meirihluta í borgarstjórn með Samfylkingu, Viðreisn og Vinstri grænum en þeir þrír síðastnefndu skiluðu sameiginlegri bókun þar sem segir að samkomulagið marki þáttaskil í samstarfi ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og með tilliti til loftslagsmála. „Með samkomulaginu er verið að forgangsraða í þágu umhverfisins með því að breyta ferðavenjum, með því að hefja stórsókn í almenningssamgöngum með Borgarlínu, með því að stórefla hjólastíganet svæðisins og með því að tengja saman hverfi sem hraðbrautir hafa klofið um áratugaskeið,“ segir meðal annars í bókun flokkanna þriggja. Spyrja hver eigi að greiða fyrir framúrkeyrslu Borgarstjórnarflokkar minnihlutans bókuðu einnig um málið. Sjálfstæðisflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í minnihluta segir í bókun sinni að vegafé hafi í litlum mæli skilað sér til Reykjavíkur síðastliðinn áratug. „Það er skref í rétta átt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin séu sammála um að betur þurfi að gera í þessum efnum. Mikilvæg verkefni eins og bætt ljósastýring, vegaframkvæmdir, stígagerð og betri almenningssamgöngur eru verkefni sem almenn sátt er nú um að þurfi að bæta verulega á höfuðborgarsvæðinu. Það styðjum við. Sáttmáli þessi sem nú liggur fyrir borgarstjórn vekur engu að síður upp fleiri spurningar en hann svarar,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins. Þá liggi til að mynda ekki fyrir hvernig fara skuli með framúrkeyrslu eða hver greiði fyrir hana, að því er segir í bókun Sjálfstæðismanna. Í bókun Sósíalistaflokksins segir að ýmislegt jákvætt sé í samkomulaginu og fagnar Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins sérstaklega fyrirhugaðri uppbyggingu almenningssamgangna. Aftur á móti leggjast Sósíalistar gegn öllum áformum um veggjöld. „Þar að auki viljum við ekki opna á markaðsvæðingu samgöngukerfisins sem innheimta veggjalda er líkleg til að fela í sér,“ segir meðal annars í bókun Sósíalista. Flokkur fólksins segist í sinni bókun vilja setja grunnþarfir fólksins í forgang og að víða þurfi að bæta grunnþjónustu. „Rétt er að byrja á því áður en farið er í 120 ma.kr. fjárfestingu. Fólkið á auk þess að fá að kjósa um borgarlínu. Fámennur hópur keyrir nú málið í gegn og skuldsetur borgara enn frekar. Flokkur fólksins vill bæta almenningssamgöngur (Strætó bs) sem eru ekki alvöru valkostur sem stendur,“ segir meðal annars í bókun Flokks fólksins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarstjórn Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira