Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2019 18:26 Frá Reykhólum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Fundurinn, sem hófst klukkan 15, stóð enn yfir laust fyrir fréttir Stöðvar 2 en samkvæmt upplýsingum Karls Kristjánssonar, hreppsnefndarmanns á fundinum, féllu atkvæði á sama veg og í janúar.Sjá þessa frétt: Teigsskógur varð ofan á Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti þá að vinna að því að veglína um Teigsskóg færi inn á aðalskipulag. Þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir mynduðu meirihluta um Teigsskógarleið en þeir Ingimar Ingimarsson oddviti og Karl Kristjánsson vildu að svokölluð R-leið um Reykhólaþorp yrði valin. Á fundi skipulags-, hafnar- og húsnæðisnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku lögðu þeir Ingimar og Karl til við sveitarstjórn að fallið yrði frá því að setja Teigskógarleiðina á aðalskipulag. Jóhanna Ösp taldi hins vegar að brugðist hefði verið við öllum athugasemdum sem borist hefðu vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og lagði til að tillögunni yrði vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir hún að því að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar fyrir Teigsskógarleiðinni sem allra fyrst, eða um leið og skipulagið hefur hlotið formlega staðfestingu Skipulagsstofnunar. Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir markmiðið að bjóða verkið út fljótlega eftir áramót svo að framkvæmdir geti hafist í vor. Útgáfa framkvæmdaleyfis er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Fundurinn, sem hófst klukkan 15, stóð enn yfir laust fyrir fréttir Stöðvar 2 en samkvæmt upplýsingum Karls Kristjánssonar, hreppsnefndarmanns á fundinum, féllu atkvæði á sama veg og í janúar.Sjá þessa frétt: Teigsskógur varð ofan á Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti þá að vinna að því að veglína um Teigsskóg færi inn á aðalskipulag. Þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir mynduðu meirihluta um Teigsskógarleið en þeir Ingimar Ingimarsson oddviti og Karl Kristjánsson vildu að svokölluð R-leið um Reykhólaþorp yrði valin. Á fundi skipulags-, hafnar- og húsnæðisnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku lögðu þeir Ingimar og Karl til við sveitarstjórn að fallið yrði frá því að setja Teigskógarleiðina á aðalskipulag. Jóhanna Ösp taldi hins vegar að brugðist hefði verið við öllum athugasemdum sem borist hefðu vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og lagði til að tillögunni yrði vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir hún að því að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar fyrir Teigsskógarleiðinni sem allra fyrst, eða um leið og skipulagið hefur hlotið formlega staðfestingu Skipulagsstofnunar. Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir markmiðið að bjóða verkið út fljótlega eftir áramót svo að framkvæmdir geti hafist í vor. Útgáfa framkvæmdaleyfis er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04
Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15
Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35