Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2019 16:09 Harðir bardagar geisa nú í bænum Ras al-Ayn. AP/Lefteris Pitarakis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. Mazloum Abdi, yfirmaður Sýrlenska lýðræðishersins, sem er að mestu skipaður Kúrdum, sagði þetta í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Trump sjálfur hefur tekið því fagnandi að Rússar og sýrlenski herinn fylli það tómarúm sem bandarísku hermennirnir skildu eftir.Sjá einnig: Trump segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér meðSamkomulagið var tilkynnt á sunnudaginn og samkvæmt því má sýrlenski herinn fara á yfirráðasvæði Kúrda og grípa til varna gegn Tyrkjum, ef til þarf. Abdi sagði þó að SDF væri ekki að gefa yfirráð svæðisins frá sér. Samkomulagið opnaði hins vegar möguleika á pólitískri lausn sem tryggði réttindi Kúrda í Sýrlandi. Nákvæmir skilmálar samkomulagsins liggja ekki fyrir. Abdi sagðist hafa talað við Trump á mánudaginn og sagt honum að Rússar myndu tryggja að skilmálum samkomulagsins yrði fylgt eftir. Trump hafi sagt honum að ríkisstjórn hans væri ekki mótfallin samkomulaginu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastAP fréttaveitan segir umfangsmestu bardagana eiga sér stað nærri landamærabænum Ras al-Ayn. Sýrlenskir uppreisnarmenn, sem Tyrkir styðja, reyna nú að ná bænum af Kúrdum. Þrír dagar eru þó síðan Tyrkir lýstu því yfir að bærinn hefði verið hernuminn. Ras al-Ayn hefur verið umkringdur og hafa Tyrkir gert stórskotaliðs- og loftárásir á bæinn. Hjálparsamtök hafa kallað eftir því að leið verði opnuð fyrir almenna borgara að yfirgefa bæinn. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. Mazloum Abdi, yfirmaður Sýrlenska lýðræðishersins, sem er að mestu skipaður Kúrdum, sagði þetta í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Trump sjálfur hefur tekið því fagnandi að Rússar og sýrlenski herinn fylli það tómarúm sem bandarísku hermennirnir skildu eftir.Sjá einnig: Trump segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér meðSamkomulagið var tilkynnt á sunnudaginn og samkvæmt því má sýrlenski herinn fara á yfirráðasvæði Kúrda og grípa til varna gegn Tyrkjum, ef til þarf. Abdi sagði þó að SDF væri ekki að gefa yfirráð svæðisins frá sér. Samkomulagið opnaði hins vegar möguleika á pólitískri lausn sem tryggði réttindi Kúrda í Sýrlandi. Nákvæmir skilmálar samkomulagsins liggja ekki fyrir. Abdi sagðist hafa talað við Trump á mánudaginn og sagt honum að Rússar myndu tryggja að skilmálum samkomulagsins yrði fylgt eftir. Trump hafi sagt honum að ríkisstjórn hans væri ekki mótfallin samkomulaginu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastAP fréttaveitan segir umfangsmestu bardagana eiga sér stað nærri landamærabænum Ras al-Ayn. Sýrlenskir uppreisnarmenn, sem Tyrkir styðja, reyna nú að ná bænum af Kúrdum. Þrír dagar eru þó síðan Tyrkir lýstu því yfir að bærinn hefði verið hernuminn. Ras al-Ayn hefur verið umkringdur og hafa Tyrkir gert stórskotaliðs- og loftárásir á bæinn. Hjálparsamtök hafa kallað eftir því að leið verði opnuð fyrir almenna borgara að yfirgefa bæinn.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira