Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2019 16:04 Sondland mætir í þinghúsið í Washington-borg til að bera vitni í morgun. AP/Pablo Martinez Monsivais Donald Trump Bandaríkjaforseti fól persónulegum lögmanni sínum að miklu leyti að sjá um utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu, að sögn Gordons Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu og stuðningsmanns Trump. Í skriflegri yfirlýsingu Sondland til þingnefndar segist hann hafa verið ósammála þeim vinnubrögðum Trump og ekki gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni. Sondland ber vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka sameiginlega hvort Trump forseti hafi framið embættisbrot í samskiptum hans við úkraínsk stjórnvöld í dag. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu þar sem Bandaríkjaforseti þrýsti ítrekað á úkraínska starfsbróður sinn að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Vitnisburður Sondland fer fram fyrir luktum dyrum en í skriflegri yfirlýsingu sem hann lagði fyrir nefndina segir hann að Trump hafi í reynd lagt stefnu Bandaríkjastjórnar í garð Úkraínu í hendur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns síns. Sondland hafi sjálfur verið því ósammála en engu að síður fylgt skipunum Trump. Þá segja bandarískir fjölmiðlar að Sondland haldi því fram við nefndina að honum hafi ekki verið ljóst fyrr en síðar að markmið Giuliani gæti hafa verið að fá Úkraínumenn til að hjálpa framboði Trump fyrir forsetakosningar næsta árs, beint eða óbeint.Giuliani hefur undanfarin misseri reynt að afla skaðlegra upplýsinga um mögulegan mótframbjóðanda Trump í Úkraínu. Trump virðist hafa treyst honum fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu að miklu leyti á meðan.AP/Andrew HarnikMeð enga reynslu af utanríkisþjónustunni en gaf til framboðs Trump Sondland hefur verið í miðpunkti rannsóknarinnar á þrýstingsherferð Trump og Giuliani til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Biden og stoðlausa samsæriskenningu um að Úkraínumenn en ekki Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016, þvert á niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Þrátt fyrir að Sondland sé sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu sem Úkraína er ekki hluti af fól Trump honum að hafa milligöngu um samskipti við úkraínsk stjórnvöld í samstarfi við Giuliani, Rick Perry, orkumálaráðherra, og Kurt Volker sem síðan hefur sagt af sér sem sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna átakanna í Austur-Úkraínu. Sondland rekur hótelkeðju í Bandaríkjunum og lét háar fjárhæðir af hendi rakna til forsetaframboðs Trump árið 2016. Hann var gerður að sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af utanríkisþjónustu eða opinberum erindrekstri. Skilaboð sem Volker afhenti þingnefnd á dögunum sýndu hvernig hann og Sondland virðast hafa gert ráð fyrir að fundur sem Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, sóttist eftir með Trump hafi verið skilyrtur við að stjórnvöld í Kænugarði samþykktu að opna rannsókn á Biden og samsæriskenningu Giuliani og Trump.Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj, forseta Úkraínu, um að rannsaka Joe Biden í símtali í júlí. Uppljóstrari kvartaði síðar formlega undan samskiptunum.Vísir/GettyTöldu ráðuneytið eiga að annast utanríkisstefnuna, ekki lögmann TrumpNew York Times er á meðal þeirra fjölmiðla sem hafa skriflega yfirlýsingu Sondland til þingnefndanna undir höndum. Í henni segir Sondland að Trump hafi neitað að hlusta á ráð helstu erindreka sinna sem mæltu með því að hann fundaði með Zelenskíj án nokkurra skilyrða. Trump hafi sagt þeim að áður vildi hann fá greitt úr ágreiningsmálum sem hann og Giuliani höfðu gagnvart Úkraínu, það er að segja samsæriskenninguna um kosningarnar 2016 og meinta spillingu Biden og sonar hans Hunter sem engar sannanir hafa verið lagðar fram um. „Við urðum líka fyrir vonbrigðum með að forsetinn skipaði okkur að hafa Giuliani með í ráðum,“ er Sondland sagður segja. „Okkur skoðun var að karlar og konur utanríkisráðuneytisins, ekki persónulegur lögmaður forsetans, ættu að bera ábyrgð á öllum sviðum bandarískrar utanríkisstefnu gagnvart Úkráinu.“ New York Times segir að þessi vitnisburður sé í ósamræmi við framburð annarra embættismanna utanríkisþjónustunnar sem sögðu Sondland hafa verið viljugan þátttakanda í tilraunum Trump og Giuliani til að fá sínu fram við Úkraínu. Sondland ber vitni í dag þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi hafnað því að sýna rannsókn fulltrúadeildarinnar nokkra samvinnu og bannað starfsmönnum sínum að bera vitni eða leggja fram gögn.Trump fól Sondland (t.h.) að fara með mál sem tengjast Úkraínu þrátt fyrir að hann sé sendiherrann gagnvart Evrópusambandinu. Úkraína er ekki hluti af sambandinu.AP/Pablo Martinez MonsivaisSkýrði ekki hvers vegna Giuliani var með málið Sondland segir að þrátt fyrir að hann hafi verið mótfallinn því að Trump blandaði Giuliani í málin hafi hann og aðrir farið að skipunum forsetans, meðal annars vegna þess hversu mikilvægt þeir töldu að koma á fundi Trump og Zelenskíj. Þeir Volker og Perry hafi í kjölfarið hafið samvinnu við Giuliani sem krafðist þess að Úkraínustjórn sendi frá sér yfirlýsingu um rannsókn á því sem þeir Trump vildu. Sondland segist ekki hafa gert sér grein fyrir því Burisma, olíufyrirtæki sem Giuliani vildi rannsaka, tengist Hunter Biden, syni Joe Biden. Engu að síður höfðu fjölmiðlar fjallað um tengsl Biden við fyrirtækið frá því í vor. New York Times segir að í skriflegu yfirlýsingunni skýri Sondland hvorki hvers vegna Giuliani tók þátt í stefnunni gagnvart Úkraínu yfir höfuð né hvers vegna lögmaðurinn og Trump gengu ítrekað á eftir ákveðnum rannsóknum sem gætu komið forsetanum vel pólitískt. „Ég skildi ekki fyrr en mun síðar að markmið Giuliani gæti hafa einnig falið í sér tilraun til að fá Úkraínumennina til að rannsaka Biden varaforseta eða son hans eða að fá Úkraínumenn, beint eða óbeint, til að taka þátt í endurkjörsbaráttu Trump árið 2020,“ segir í yfirlýsingu Sondland. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18 Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. 16. október 2019 11:04 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fól persónulegum lögmanni sínum að miklu leyti að sjá um utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu, að sögn Gordons Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu og stuðningsmanns Trump. Í skriflegri yfirlýsingu Sondland til þingnefndar segist hann hafa verið ósammála þeim vinnubrögðum Trump og ekki gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni. Sondland ber vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka sameiginlega hvort Trump forseti hafi framið embættisbrot í samskiptum hans við úkraínsk stjórnvöld í dag. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu þar sem Bandaríkjaforseti þrýsti ítrekað á úkraínska starfsbróður sinn að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Vitnisburður Sondland fer fram fyrir luktum dyrum en í skriflegri yfirlýsingu sem hann lagði fyrir nefndina segir hann að Trump hafi í reynd lagt stefnu Bandaríkjastjórnar í garð Úkraínu í hendur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns síns. Sondland hafi sjálfur verið því ósammála en engu að síður fylgt skipunum Trump. Þá segja bandarískir fjölmiðlar að Sondland haldi því fram við nefndina að honum hafi ekki verið ljóst fyrr en síðar að markmið Giuliani gæti hafa verið að fá Úkraínumenn til að hjálpa framboði Trump fyrir forsetakosningar næsta árs, beint eða óbeint.Giuliani hefur undanfarin misseri reynt að afla skaðlegra upplýsinga um mögulegan mótframbjóðanda Trump í Úkraínu. Trump virðist hafa treyst honum fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu að miklu leyti á meðan.AP/Andrew HarnikMeð enga reynslu af utanríkisþjónustunni en gaf til framboðs Trump Sondland hefur verið í miðpunkti rannsóknarinnar á þrýstingsherferð Trump og Giuliani til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Biden og stoðlausa samsæriskenningu um að Úkraínumenn en ekki Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016, þvert á niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Þrátt fyrir að Sondland sé sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu sem Úkraína er ekki hluti af fól Trump honum að hafa milligöngu um samskipti við úkraínsk stjórnvöld í samstarfi við Giuliani, Rick Perry, orkumálaráðherra, og Kurt Volker sem síðan hefur sagt af sér sem sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna átakanna í Austur-Úkraínu. Sondland rekur hótelkeðju í Bandaríkjunum og lét háar fjárhæðir af hendi rakna til forsetaframboðs Trump árið 2016. Hann var gerður að sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af utanríkisþjónustu eða opinberum erindrekstri. Skilaboð sem Volker afhenti þingnefnd á dögunum sýndu hvernig hann og Sondland virðast hafa gert ráð fyrir að fundur sem Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, sóttist eftir með Trump hafi verið skilyrtur við að stjórnvöld í Kænugarði samþykktu að opna rannsókn á Biden og samsæriskenningu Giuliani og Trump.Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj, forseta Úkraínu, um að rannsaka Joe Biden í símtali í júlí. Uppljóstrari kvartaði síðar formlega undan samskiptunum.Vísir/GettyTöldu ráðuneytið eiga að annast utanríkisstefnuna, ekki lögmann TrumpNew York Times er á meðal þeirra fjölmiðla sem hafa skriflega yfirlýsingu Sondland til þingnefndanna undir höndum. Í henni segir Sondland að Trump hafi neitað að hlusta á ráð helstu erindreka sinna sem mæltu með því að hann fundaði með Zelenskíj án nokkurra skilyrða. Trump hafi sagt þeim að áður vildi hann fá greitt úr ágreiningsmálum sem hann og Giuliani höfðu gagnvart Úkraínu, það er að segja samsæriskenninguna um kosningarnar 2016 og meinta spillingu Biden og sonar hans Hunter sem engar sannanir hafa verið lagðar fram um. „Við urðum líka fyrir vonbrigðum með að forsetinn skipaði okkur að hafa Giuliani með í ráðum,“ er Sondland sagður segja. „Okkur skoðun var að karlar og konur utanríkisráðuneytisins, ekki persónulegur lögmaður forsetans, ættu að bera ábyrgð á öllum sviðum bandarískrar utanríkisstefnu gagnvart Úkráinu.“ New York Times segir að þessi vitnisburður sé í ósamræmi við framburð annarra embættismanna utanríkisþjónustunnar sem sögðu Sondland hafa verið viljugan þátttakanda í tilraunum Trump og Giuliani til að fá sínu fram við Úkraínu. Sondland ber vitni í dag þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi hafnað því að sýna rannsókn fulltrúadeildarinnar nokkra samvinnu og bannað starfsmönnum sínum að bera vitni eða leggja fram gögn.Trump fól Sondland (t.h.) að fara með mál sem tengjast Úkraínu þrátt fyrir að hann sé sendiherrann gagnvart Evrópusambandinu. Úkraína er ekki hluti af sambandinu.AP/Pablo Martinez MonsivaisSkýrði ekki hvers vegna Giuliani var með málið Sondland segir að þrátt fyrir að hann hafi verið mótfallinn því að Trump blandaði Giuliani í málin hafi hann og aðrir farið að skipunum forsetans, meðal annars vegna þess hversu mikilvægt þeir töldu að koma á fundi Trump og Zelenskíj. Þeir Volker og Perry hafi í kjölfarið hafið samvinnu við Giuliani sem krafðist þess að Úkraínustjórn sendi frá sér yfirlýsingu um rannsókn á því sem þeir Trump vildu. Sondland segist ekki hafa gert sér grein fyrir því Burisma, olíufyrirtæki sem Giuliani vildi rannsaka, tengist Hunter Biden, syni Joe Biden. Engu að síður höfðu fjölmiðlar fjallað um tengsl Biden við fyrirtækið frá því í vor. New York Times segir að í skriflegu yfirlýsingunni skýri Sondland hvorki hvers vegna Giuliani tók þátt í stefnunni gagnvart Úkraínu yfir höfuð né hvers vegna lögmaðurinn og Trump gengu ítrekað á eftir ákveðnum rannsóknum sem gætu komið forsetanum vel pólitískt. „Ég skildi ekki fyrr en mun síðar að markmið Giuliani gæti hafa einnig falið í sér tilraun til að fá Úkraínumennina til að rannsaka Biden varaforseta eða son hans eða að fá Úkraínumenn, beint eða óbeint, til að taka þátt í endurkjörsbaráttu Trump árið 2020,“ segir í yfirlýsingu Sondland.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18 Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. 16. október 2019 11:04 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30
Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18
Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. 16. október 2019 11:04
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01