Spyr hver hafi tíma til að fara í bankaútibú Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. október 2019 07:00 Aðeins 12 ára gamall keypti Ali Nikam sín fyrstu hlutabréf. Hann er nú forstjóri bankans Bunq. Ali Nikam er íranskur að uppruna en fæddur í Kanada. Ungur flutti hann til borgarinnar Gouda í Hollandi, sem er fræg fyrir osta. Aðeins 9 ára gamall lærði Ali að forrita, 12 ára keypti hann sín fyrstu hlutabréf og 16 ára stofnaði hann sitt fyrsta fyrirtæki. Þegar hann var 21 árs, árið 2003, stofnaði hann TransIP sem er í dag þriðja stærsta lénahýsingarfyrirtæki heims og fjórum árum síðan byggði hann eitt af stærstu gagnaverum Hollands. „28 ára ákvað ég að skrifa bók um nýsköpun og þegar ég sat við skriftir áttaði ég mig á því að ég hef bæði gaman af því að skapa hluti sem fólk notar og að hafa áhrif á samfélagið,“ segir Ali. „Ég tel að okkur sem manneskjum beri skylda til að skilja við heiminn betri á einhvern hátt.“ Ali íhugaði að stofna fyrirtæki til að vinna að umhverfismálum, matvælaframleiðslu eða berjast gegn fátækt. Bankahrunið olli því að hann ákvað að stofna banka. „Margir vinir mínir misstu húsnæði sitt og mörg nýsköpunarverkefni þeirra urðu að engu,“ segir hann. „Kerfið sjálft var vandamálið og enginn gerði neitt í því. Stjórnmálamennirnir voru fegnir að almenningur beindi reiði sinni að bankamönnum í stað þeirra sjálfra. Mér fannst að einhver þyrfti að stíga fram og reyna að breyta kerfinu, sýna fólki að ekki þurfa allir bankar að vera eins og sýna að neytendur hafi vald.“ Árið 2012 stofnaði Ali Bunq og þremur árum síðar fór hann með það á markað í átta löndum Evrópu. Nýlega ákvað Ali að opna fyrir starfsemi í 22 löndum til viðbótar, þar á meðal Íslandi, en einn af fyrstu starfsmönnum bankans er íslenskur. Höfuðstöðvarnar eru í Amsterdam og öll starfsemi fer í gegnum netið, annaðhvort á heimasíðu eða með smáforriti. Ali segir að Bunq sé allt öðruvísi uppbyggður en hefðbundnir bankar og snúist fyrst og fremst um gott aðgengi, gegnsæi og að gera notendum lífið auðveldara. „Hefðbundnir bankar hegða sér eins og sölumenn notaðra bíla, hugsa aðeins um eigin gróða í gegnum háa vexti, kaupa ódýrt og selja dýrt,“ segir hann. „Okkar viðskiptamódel gengur út á mánaðarlegt gjald.“ Bunq er ekki fyrsti netbankinn sem er opnaður á íslenskum markaði. Í desember síðastliðnum gátu Íslendingar opnað reikninga hjá þýska netbankanum N26. „Netbankar eru ekki aðeins framtíðin heldur raunveruleikinn í dag,“ segir Ali. „Hver vill og hefur tíma til að fara í útibú banka í dag? Okkar helsti markhópur er fólk sem verðleggur tíma sinn og vill auðvelda sér lífið.“ Í dag er ekki hægt að sækja um hefðbundin lán, eins og til dæmis húsnæðislán í Bunq. En Ali segir að það gæti breyst í framtíðinni. „Við erum í stöðugu samtali við notendur okkar og reynum að bregðast við þörfum þeirra,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. 2. október 2019 06:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Ali Nikam er íranskur að uppruna en fæddur í Kanada. Ungur flutti hann til borgarinnar Gouda í Hollandi, sem er fræg fyrir osta. Aðeins 9 ára gamall lærði Ali að forrita, 12 ára keypti hann sín fyrstu hlutabréf og 16 ára stofnaði hann sitt fyrsta fyrirtæki. Þegar hann var 21 árs, árið 2003, stofnaði hann TransIP sem er í dag þriðja stærsta lénahýsingarfyrirtæki heims og fjórum árum síðan byggði hann eitt af stærstu gagnaverum Hollands. „28 ára ákvað ég að skrifa bók um nýsköpun og þegar ég sat við skriftir áttaði ég mig á því að ég hef bæði gaman af því að skapa hluti sem fólk notar og að hafa áhrif á samfélagið,“ segir Ali. „Ég tel að okkur sem manneskjum beri skylda til að skilja við heiminn betri á einhvern hátt.“ Ali íhugaði að stofna fyrirtæki til að vinna að umhverfismálum, matvælaframleiðslu eða berjast gegn fátækt. Bankahrunið olli því að hann ákvað að stofna banka. „Margir vinir mínir misstu húsnæði sitt og mörg nýsköpunarverkefni þeirra urðu að engu,“ segir hann. „Kerfið sjálft var vandamálið og enginn gerði neitt í því. Stjórnmálamennirnir voru fegnir að almenningur beindi reiði sinni að bankamönnum í stað þeirra sjálfra. Mér fannst að einhver þyrfti að stíga fram og reyna að breyta kerfinu, sýna fólki að ekki þurfa allir bankar að vera eins og sýna að neytendur hafi vald.“ Árið 2012 stofnaði Ali Bunq og þremur árum síðar fór hann með það á markað í átta löndum Evrópu. Nýlega ákvað Ali að opna fyrir starfsemi í 22 löndum til viðbótar, þar á meðal Íslandi, en einn af fyrstu starfsmönnum bankans er íslenskur. Höfuðstöðvarnar eru í Amsterdam og öll starfsemi fer í gegnum netið, annaðhvort á heimasíðu eða með smáforriti. Ali segir að Bunq sé allt öðruvísi uppbyggður en hefðbundnir bankar og snúist fyrst og fremst um gott aðgengi, gegnsæi og að gera notendum lífið auðveldara. „Hefðbundnir bankar hegða sér eins og sölumenn notaðra bíla, hugsa aðeins um eigin gróða í gegnum háa vexti, kaupa ódýrt og selja dýrt,“ segir hann. „Okkar viðskiptamódel gengur út á mánaðarlegt gjald.“ Bunq er ekki fyrsti netbankinn sem er opnaður á íslenskum markaði. Í desember síðastliðnum gátu Íslendingar opnað reikninga hjá þýska netbankanum N26. „Netbankar eru ekki aðeins framtíðin heldur raunveruleikinn í dag,“ segir Ali. „Hver vill og hefur tíma til að fara í útibú banka í dag? Okkar helsti markhópur er fólk sem verðleggur tíma sinn og vill auðvelda sér lífið.“ Í dag er ekki hægt að sækja um hefðbundin lán, eins og til dæmis húsnæðislán í Bunq. En Ali segir að það gæti breyst í framtíðinni. „Við erum í stöðugu samtali við notendur okkar og reynum að bregðast við þörfum þeirra,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. 2. október 2019 06:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. 2. október 2019 06:00