Líklegt að Bandaríkin komi upp flotastöð á Suður-Grænlandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. október 2019 07:00 Rasmus segir að samskipti við íslenska viðbragðsaðila og Landhelgisgæsluna séu nauðsynleg. Fréttablaðið/Anton Rasmus Dahlberg, doktor og sérfræðingur við Háskóla danska hersins, telur líklegt að Bandaríkjamenn og Danir muni ná saman um nýja flotastöð fyrir Bandaríkjaher á Grænlandi. Líklegast er að Kangilinnguit, áður Grönnedal, í suðurhluta landsins verði fyrir valinu. Þar var byggð höfn árið 1951 og staðurinn var aðalbækistöð danska hersins á Grænlandi allt til ársins 2012. „Í dag er Kangilinnguit kallaður einmanalegasti staður danska hersins, þar eru aðeins nokkrir menn sem viðhalda innviðunum,“ segir Rasmus. Bandaríkjamenn hafa sýnt Grænlandi og norðurslóðum mikinn áhuga undanfarið, einkum í tengslum við aukinn hita í samskiptum landsins við bæði Kína og Rússland sem einnig hafa sýnt norðurslóðunum áhuga. Heimsathygli vakti þegar Trump forseti bauðst til að kaupa Grænland, en það boð var ekki út í loftið og Bandaríkjamenn vilja auka herafla sinn á eyjunni. Nú þegar hafa þeir herstöð í Thule í norðvesturhlutanum en í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir flotastöð á Grænlandi. „Það eru mjög fáar hafnir á Grænlandi sem geta tekið við stórum herskipum. Í Kangilinnguit er allt til staðar og vel viðhaldið, ekki aðeins höfnin heldur innviðir á landi til að sinna skipunum,“ segir Rasmus. „Staðsetningin er líka mjög góð, bæði upp á vegalengdir til austurs og vesturs, og Kangilinnguit er ekki það norðarlega að hafís valdi miklum vandræðum.“ Rasmus flutti fyrirlestur í gær í Þjóðminjasafninu á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og ræddi almennt um stöðuna á norðurheimskautinu, varnarmál og fleira. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að erlend ríki, sérstaklega Kínverjar, beittu áhrifum sínum á sjálfstæðishreyfingu Grænlands til að komast yfir auðlindir. Vel þekkt væri að Kínverjar byggðu upp innviði í Afríkuríkjum til þess að gera ríkin þar háð sér. „Grænlendingar hafa engan sérstakan áhuga á Kínverjum, en þeir nota Kínverja til að ögra bæði Dönum og Bandaríkjamönnum,“ segir Rasmus. „Ég get ekki séð að Grænland hafi burði til að geta orðið sjálfstætt á komandi öldum.“ Í því samhengi nefnir hann fámennið í landinu, efnahagsmálin og félagslega stöðu margra íbúa. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að Danir haldi fast í Grænland segir Rasmus hana tvíþætta. Annars vegar er það „Grænlandsspilið“, það er að stærð og staðsetning eyjunnar sé mikilvæg í alþjóðamálum og meðal annars hafi Danir getað komist auðveldlega og án mikils kostnaðar inn í Atlantshafsbandalagið. Hins vegar eru þar mannúðarsjónarmið. „Við Danir berum ábyrgð á Grænlendingum, sérstaklega eftir þær hörmungar sem við færðum yfir þjóðina með félagslegum tilraunum á sjötta áratugnum.“ Var það þegar reynt var að gera Grænlendinga að vestrænni þjóð, fólk var flutt í þéttbýli í Nuuk og börn flutt til Danmerkur. Það sem sneri helst að Íslandi voru mál tengd björgun. Stórum skemmtiferðaskipum fjölgar á norðurheimskautssvæðinu og ferðamenn koma við á ýmsum stöðum á Grænlandi. Rasmus tók þátt í LiveX björgunaræfingunni við Nuuk árið 2016 og var mjög hugsi eftir hana. „Við æfðum slys á 200 manna skemmtiferðaskipi, og aðeins 16 „dóu“,“ segir hann. Raunveruleikinn er hins vegar að þúsundir eru um borð í mörgum skipanna. Rasmus segir að góð samskipti við Landhelgisgæslu Íslands og viðbragðsaðila séu nauðsynleg, því að Grænland hafi ekki getu til að taka við fólki í risaslysi. „Við erum engu betur sett ef fólk deyr á ströndinni en í sjónum,“ segir hann. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Grænland Utanríkismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Rasmus Dahlberg, doktor og sérfræðingur við Háskóla danska hersins, telur líklegt að Bandaríkjamenn og Danir muni ná saman um nýja flotastöð fyrir Bandaríkjaher á Grænlandi. Líklegast er að Kangilinnguit, áður Grönnedal, í suðurhluta landsins verði fyrir valinu. Þar var byggð höfn árið 1951 og staðurinn var aðalbækistöð danska hersins á Grænlandi allt til ársins 2012. „Í dag er Kangilinnguit kallaður einmanalegasti staður danska hersins, þar eru aðeins nokkrir menn sem viðhalda innviðunum,“ segir Rasmus. Bandaríkjamenn hafa sýnt Grænlandi og norðurslóðum mikinn áhuga undanfarið, einkum í tengslum við aukinn hita í samskiptum landsins við bæði Kína og Rússland sem einnig hafa sýnt norðurslóðunum áhuga. Heimsathygli vakti þegar Trump forseti bauðst til að kaupa Grænland, en það boð var ekki út í loftið og Bandaríkjamenn vilja auka herafla sinn á eyjunni. Nú þegar hafa þeir herstöð í Thule í norðvesturhlutanum en í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir flotastöð á Grænlandi. „Það eru mjög fáar hafnir á Grænlandi sem geta tekið við stórum herskipum. Í Kangilinnguit er allt til staðar og vel viðhaldið, ekki aðeins höfnin heldur innviðir á landi til að sinna skipunum,“ segir Rasmus. „Staðsetningin er líka mjög góð, bæði upp á vegalengdir til austurs og vesturs, og Kangilinnguit er ekki það norðarlega að hafís valdi miklum vandræðum.“ Rasmus flutti fyrirlestur í gær í Þjóðminjasafninu á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og ræddi almennt um stöðuna á norðurheimskautinu, varnarmál og fleira. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að erlend ríki, sérstaklega Kínverjar, beittu áhrifum sínum á sjálfstæðishreyfingu Grænlands til að komast yfir auðlindir. Vel þekkt væri að Kínverjar byggðu upp innviði í Afríkuríkjum til þess að gera ríkin þar háð sér. „Grænlendingar hafa engan sérstakan áhuga á Kínverjum, en þeir nota Kínverja til að ögra bæði Dönum og Bandaríkjamönnum,“ segir Rasmus. „Ég get ekki séð að Grænland hafi burði til að geta orðið sjálfstætt á komandi öldum.“ Í því samhengi nefnir hann fámennið í landinu, efnahagsmálin og félagslega stöðu margra íbúa. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að Danir haldi fast í Grænland segir Rasmus hana tvíþætta. Annars vegar er það „Grænlandsspilið“, það er að stærð og staðsetning eyjunnar sé mikilvæg í alþjóðamálum og meðal annars hafi Danir getað komist auðveldlega og án mikils kostnaðar inn í Atlantshafsbandalagið. Hins vegar eru þar mannúðarsjónarmið. „Við Danir berum ábyrgð á Grænlendingum, sérstaklega eftir þær hörmungar sem við færðum yfir þjóðina með félagslegum tilraunum á sjötta áratugnum.“ Var það þegar reynt var að gera Grænlendinga að vestrænni þjóð, fólk var flutt í þéttbýli í Nuuk og börn flutt til Danmerkur. Það sem sneri helst að Íslandi voru mál tengd björgun. Stórum skemmtiferðaskipum fjölgar á norðurheimskautssvæðinu og ferðamenn koma við á ýmsum stöðum á Grænlandi. Rasmus tók þátt í LiveX björgunaræfingunni við Nuuk árið 2016 og var mjög hugsi eftir hana. „Við æfðum slys á 200 manna skemmtiferðaskipi, og aðeins 16 „dóu“,“ segir hann. Raunveruleikinn er hins vegar að þúsundir eru um borð í mörgum skipanna. Rasmus segir að góð samskipti við Landhelgisgæslu Íslands og viðbragðsaðila séu nauðsynleg, því að Grænland hafi ekki getu til að taka við fólki í risaslysi. „Við erum engu betur sett ef fólk deyr á ströndinni en í sjónum,“ segir hann.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Grænland Utanríkismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira