Fótbolti

Hörður Björgvin í úrvalsliði mánaðarins í Rússlandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin í leik CSKA Moskvu og Espanyol í Evrópudeildinni í gær.
Hörður Björgvin í leik CSKA Moskvu og Espanyol í Evrópudeildinni í gær. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon er í úrvalsliði september-mánaðar í rússnesku úrvalsdeildinni hjá vefsíðunni WhoScored.com.

Hörður hefur leikið vel með CSKA Moskvu það sem af er tímabili. Liðið er á toppi deildarinnar og hefur aðeins fengið á sig átta mörk. Aðeins meistarar Zenit hafa fengið á sig færri mörk (5).

Hörður fékk 7,9 í meðaleinkunn hjá WhoScored.com fyrir frammistöðu sína í september. Hann er eini leikmaður CSKA Moskvu í úrvalsliðinu.



Hörður hefur leikið tíu af ellefu deildarleikjum CSKA Moskvu á tímabilinu og skorað tvö mörk.

Hann meiddist í leik CSKA Moskvu og Espanyol í Evrópudeildinni í gær. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðslin eru en Hörður var hann valinn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×