Erlent

Sendiherra Íran kallaður á teppið vegna handtöku rússneskrar konu

Samúel Karl Ólason skrifar
Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands.
Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands. ERPA/MAXIM SHIPENKOV
Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur kallað sendiherra Íran á teppið eftir að rússneskur blaðamaður var handtekinn í Tehran, höfuðborg Íran. Samkvæmt rússneskum fjölmiðlum var blaðamaðurinn, Yulia Yuzik, handtekin í gær og er sökuð um að njósna um Íran fyrir Ísrael. Yfirvöld Rússlands vissu ekki að hún hefði verið handtekin fyrr en í morgun.

Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, segir sendiherra Íran hafa verið kallaðan til ráðuneytisins svo hann gæti útskýr aðstæður Yuzik og svo yfirvöld Rússlands gætu ítrekað réttindi hennar sem rússneskur borgari.



Samkvæmt TASS, fréttaveitu í eigu rússneska ríkisins, flaug Yuzik til Íran á þriðjudaginn og eins og áður hefur komið fram var hún handtekin í gær. Það voru meðlimir uppreisnarvarðar Íran sem handtóku hana.



Til stendur að færa Yuzik fyrir dómara á morgun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×