Erlent

Bandaríkin og Norður-Kórea hefja viðræður að nýju

Andri Eysteinsson skrifar
Frá fundi Trump og Kim á landamærum Kóreuríkjanna í júní.
Frá fundi Trump og Kim á landamærum Kóreuríkjanna í júní. Getty
Bandarískir og norður-kóreskir ráðamenn hafa lagt leið sína til Svíþjóðar þar sem fundað verður um samband ríkjanna. Leiðtogar ríkjanna, Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu, hafa fundað í nokkur skipti á síðustu árum án þess að ná samkomulagi. BBC-greinir frá.

Norður Kórea hefur á síðustu mánuðum hafið eldflaugatilraunir að nýju. Hefur eldflaugum verið skotið út á haf, þar á meðal úr kafbáti og á miðvikudaginn síðasta var langdrægri eldflaug skotið af skotpalli á hafi úti undan ströndum Wonsan-flóa. Skotið mun hafa heppnast vel.

Fundur ríkjanna tveggja fer fram á Lidingö nærri Stokkhólmi, þar mun fulltrúi Bandaríkjastjórnar, Stephen Biegun hitta fyrir fulltrúa Norður-Kóreu Kim Myong Gil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×