Guðmundur Ingi sækist eftir varaformannssæti VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 18:17 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/Anton Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hyggst sækjast eftir varaformannssæti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi flokksins sem mun fara fram í október. Guðmundur hefur setið sem umhverfis- og auðlindaráðherra frá árinu 2017. Í framboðstilkynningu sinni sem hann birti á Facebook síðu sinni leggur hann mikla áherslu á að umhverfismál verði áfram í brennipunkti. „Ég vil að árið 2030 getum við litið til baka og sagt að okkur hafi tekist að takast á við loftslagsvána og það með félagslegt réttlæti og náttúruvernd að leiðarljósi. Loftslagsváin snertir okkur öll sem búum í þessum heimi. Það er stórt réttlætismál að aðgerðir í loftslagsmálum geti nýst umhverfi og náttúru og á sama tíma tekist á við efnahagslegt misrétti, “ skrifar Guðmundur. Hann segir nauðsynlegt að grænu málin verði meginstefnumál og fái meira vægi hjá stjórnmálaflokkum. Umhverfisfræði séu þverfagleg og þurfi að tengja þau öðrum málaflokkum, þar á meðal samgöngumálum, skipulagsmálum, heilbrigðismálum og svo framvegis. „Kæru vinir, mig langar að vinna áfram að baráttumálum mínum og annarra umhverfis- og náttúruverndarsinna á vettvangi stjórnmálanna, eins og ég hef gert undanfarin tæp tvö ár og stuðla að því að grænu málin fái sem mestan sess í Íslenskum stjórnmálum,“ skrifar Guðmundur. „[Ég] hef því ákveðið að bjóða mig fram til varaformanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins nú í október.“ Vinstri græn Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hyggst sækjast eftir varaformannssæti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi flokksins sem mun fara fram í október. Guðmundur hefur setið sem umhverfis- og auðlindaráðherra frá árinu 2017. Í framboðstilkynningu sinni sem hann birti á Facebook síðu sinni leggur hann mikla áherslu á að umhverfismál verði áfram í brennipunkti. „Ég vil að árið 2030 getum við litið til baka og sagt að okkur hafi tekist að takast á við loftslagsvána og það með félagslegt réttlæti og náttúruvernd að leiðarljósi. Loftslagsváin snertir okkur öll sem búum í þessum heimi. Það er stórt réttlætismál að aðgerðir í loftslagsmálum geti nýst umhverfi og náttúru og á sama tíma tekist á við efnahagslegt misrétti, “ skrifar Guðmundur. Hann segir nauðsynlegt að grænu málin verði meginstefnumál og fái meira vægi hjá stjórnmálaflokkum. Umhverfisfræði séu þverfagleg og þurfi að tengja þau öðrum málaflokkum, þar á meðal samgöngumálum, skipulagsmálum, heilbrigðismálum og svo framvegis. „Kæru vinir, mig langar að vinna áfram að baráttumálum mínum og annarra umhverfis- og náttúruverndarsinna á vettvangi stjórnmálanna, eins og ég hef gert undanfarin tæp tvö ár og stuðla að því að grænu málin fái sem mestan sess í Íslenskum stjórnmálum,“ skrifar Guðmundur. „[Ég] hef því ákveðið að bjóða mig fram til varaformanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins nú í október.“
Vinstri græn Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira