FBI segir Samuel Little skæðasta raðmorðingja í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2019 22:30 Samuel Little hefur margsinnis verið handtekinn en var ekki dæmdur fyrir morð fyrr en seint og um síðir. Vísir/FBI Raðmorðinginn Samuel Little er nú opinberlega skæðasti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Hann afplánar lífstíðardóm í Texas fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Að undanförnu hefur hann reynst samstarfsfús og hefur það verið rakið til slæmrar heilsu hans. Little heldur því fram að hann hafi kyrkt 93 aðila víðsvegar um Bandaríkin á milli 1970 og 2005. Hann hefur setið inni frá 2012. Fórnarlömb Little voru að mestu konur og þá konur sem voru á jöðrum samfélagsins, ef svo má að orði komast. Vændiskonur, fíklar og flökkufólk. Hans helsta aðferð var að slá konurnar niður og kyrkja þær. Á sínum tíma voru mörg af fórnarlömbum Little talin hafa dáið vegna ofneyslu fíkniefna. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem fram kemur að sérfræðingar stofnunarinnar telja játningar Little trúverðugar og að búið sé að staðfesta 50 þeirra. Með yfirlýsingunni fylgja umfangsmiklar upplýsingar um fimm morð sem Little hefur játað og leitar FBI aðstoðar almennings varðandi þau mál.Stofnunin hefur einnig birt myndbönd þar sem Little ræðir hvert morðanna fimm fyrir sig. Einnig fylgja teikningar af mörgum fórnarlamba hans, sem ekki er búið að bera kennsl á en Little teiknaði þær sjálfur eftir minni.Hér má sjá tímalínu af handtökumyndum Samuel Little.Vísir/FBISamkvæmt AP fréttaveitunni vinna starfsmenn fjölda löggæslustofnanna í Bandaríkjunum að því að sannreyna játningar Little. Í ágúst játaði hann fyrir dómi að hafa myrt fjórar konur í Ohio og í fyrra játaði hann eitt morð í Texas. Knoxville News Sentinel sagði frá því í desember að morð frá 1975 hafi verið tengt Little. Little sjálfur segir konuna sem hann myrti hafa heitið Martha og að honum hafi líkað vel við hana. Starfsmenn fógetans í Knox-sýslu telja að þar sé um að ræða konu sem bar nafnið Martha Cunningham. Tveir veiðimenn fundu lík hennar í skógi þann 18. janúar 1975 eftir að hún hvarf á gamlárskvöld. Hún var marin og höfðu nærföt hennar verið dregin niður að hnjám. Þar að auki fundust veski hennar og skartgripir ekki. Þrátt fyrir þær aðstæður komust lögregluþjónar að þeirri niðurstöðu, innan við degi eftir að hún fannst, að Martha hefði dáið af „náttúrulegum ástæðum“ og í réttarmeinafræðings stóð að ástæða dauða hennar væri óþekkt.Hér að neðan má sjá Little ræða við starfsmann FBI um þau fimm morð sem FBI leitar aðstoðar við að leysa. Bandaríkin Tengdar fréttir Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08 Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Raðmorðinginn Samuel Little er nú opinberlega skæðasti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Hann afplánar lífstíðardóm í Texas fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Að undanförnu hefur hann reynst samstarfsfús og hefur það verið rakið til slæmrar heilsu hans. Little heldur því fram að hann hafi kyrkt 93 aðila víðsvegar um Bandaríkin á milli 1970 og 2005. Hann hefur setið inni frá 2012. Fórnarlömb Little voru að mestu konur og þá konur sem voru á jöðrum samfélagsins, ef svo má að orði komast. Vændiskonur, fíklar og flökkufólk. Hans helsta aðferð var að slá konurnar niður og kyrkja þær. Á sínum tíma voru mörg af fórnarlömbum Little talin hafa dáið vegna ofneyslu fíkniefna. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem fram kemur að sérfræðingar stofnunarinnar telja játningar Little trúverðugar og að búið sé að staðfesta 50 þeirra. Með yfirlýsingunni fylgja umfangsmiklar upplýsingar um fimm morð sem Little hefur játað og leitar FBI aðstoðar almennings varðandi þau mál.Stofnunin hefur einnig birt myndbönd þar sem Little ræðir hvert morðanna fimm fyrir sig. Einnig fylgja teikningar af mörgum fórnarlamba hans, sem ekki er búið að bera kennsl á en Little teiknaði þær sjálfur eftir minni.Hér má sjá tímalínu af handtökumyndum Samuel Little.Vísir/FBISamkvæmt AP fréttaveitunni vinna starfsmenn fjölda löggæslustofnanna í Bandaríkjunum að því að sannreyna játningar Little. Í ágúst játaði hann fyrir dómi að hafa myrt fjórar konur í Ohio og í fyrra játaði hann eitt morð í Texas. Knoxville News Sentinel sagði frá því í desember að morð frá 1975 hafi verið tengt Little. Little sjálfur segir konuna sem hann myrti hafa heitið Martha og að honum hafi líkað vel við hana. Starfsmenn fógetans í Knox-sýslu telja að þar sé um að ræða konu sem bar nafnið Martha Cunningham. Tveir veiðimenn fundu lík hennar í skógi þann 18. janúar 1975 eftir að hún hvarf á gamlárskvöld. Hún var marin og höfðu nærföt hennar verið dregin niður að hnjám. Þar að auki fundust veski hennar og skartgripir ekki. Þrátt fyrir þær aðstæður komust lögregluþjónar að þeirri niðurstöðu, innan við degi eftir að hún fannst, að Martha hefði dáið af „náttúrulegum ástæðum“ og í réttarmeinafræðings stóð að ástæða dauða hennar væri óþekkt.Hér að neðan má sjá Little ræða við starfsmann FBI um þau fimm morð sem FBI leitar aðstoðar við að leysa.
Bandaríkin Tengdar fréttir Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08 Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08
Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49