Innlent

Sakaður um að hafa útvegað stúlku lyf á Vogi gegn munnmökum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brotin áttu sér stað í febrúar 2018 að því er segir í ákæru.
Brotin áttu sér stað í febrúar 2018 að því er segir í ákæru. Vísir/Vilhelm
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í tvígang tælt sextán ára stúlku sem var sjúklingur á sjúkrahúsinu Vogi að Stórhöfða. Brotin sem maðurinn er ákærður fyrir áttu sér stað föstudag og laugardag í febrúar 2018.

Er manninum gefið að sök að hafa tælt stúlkuna til að hafa við hann munnmök á salerni á Vogi gegn því að gefa henni lyfin Stesolid og Ritalin Uno.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Krafist er tveggja milljóna króna í skaðabætur fyrir hönd stúlkunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×