Hver saga býr yfir sínum eigin heimi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. október 2019 07:30 Eins og margir sem skrifa hef ég áhuga á fólki, segir Ragna Sigurðardóttir sem hefur sent frá sér smásagnasafn. Fréttablaðið/Valli Vetrargulrætur er smásagnasafn eftir Rögnu Sigurðardóttur, en hún hefur áður sent frá sér sex skáldsögur, smásögur og ljóð. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Borg. „Í garðyrkju eru vetrargulrætur látnar ósnertar fram á vetur. Þær vaxa áfram og halda gæðum sínum. Þetta er ekki gert hérlendis enda líklega of mikið frost í jörð. Í samnefndri sögu í bókinni eru vetrargulrætur tákn fyrir eitthvað gott sem leynist, vetrarforða eða framtíð sem mikilvægt er að trúa á þótt hún sé ekki sýnileg berum augum.“Hið sammannlega „Þarna eru fimm langar smásögur sem hafa orðið til á síðustu þremur árum,“ segir Ragna. „Sögurnar gerast á ólíkum tíma og ólíkum stöðum, sú síðasta á 18. öld. Hið sammannnlega breytist ekki þótt tæknin breytist, grundvallaratriði lífsins eru eins, sama hvar við erum. Ég vildi leggja áherslu á þetta en um leið fannst mér spennandi að skoða þann tíðaranda sem er ríkjandi hverju sinni. Mig langaði líka að skrifa um persónur í ákveðnum aðstæðum, stundum mjög dramatískum, og hvernig þær bregðast við þeim. Með því að finna sögu stað í ákveðnum tíma er hægt að skoða ólíka hluti. Eins og margir sem skrifa hef ég áhuga á fólki og hvernig það tekst á við lífið. Í þremur sögum hefur stríð bein eða óbein áhrif á sögupersónur og líf þeirra. Þar er ég að skoða hvernig við manneskjurnar tengjumst hinu stærra samhengi. Fólk hugsar ekki um það alla daga að það er hluti af stærra samhengi, sérstaklega ekki á okkar litlu eyju.“Sami sagnaheimur Söguefnið er margs konar. Ungur málari grípur til örþrifaráða þegar kærasta hans sekkur í þunglyndi; myndlistarkona finnur sér leið þrátt fyrir þöggun; flóttakona frá Þýskalandi tekst á við sköpunarkraftinn í nýju umhverfi: unglingur á sér einn draum heitastan. Fyrsta sagan, ansi áhrifamikil, nefnist Ég skal bjarga þér og gerist í Reykjavík árið 2019 en þar týnir kona barni. „Það er venjulega komið fram við börn eins og börn, en börn eru bara litlar manneskjur. Mig langaði til að skrifa um konu sem lítur barn sömu augum og fullorðna manneskju. Aðstæður verða til þess að hana langar ákaft til að kynnast þessu barni,“ segir Ragna. „Persónurnar eiga það sameiginlegt að finna sig knúnar til þess að takast á við umhverfi sitt – bjarga öðrum eða bjarga sjálfum sér. Og í gegnum þær ólíku björgunaraðgerðir komast þær að einhverju nýju um sjálfar sig. Konan sem týnir barninu vill ákaft bjarga því, en á endanum er það kannski alls ekki barnið sem þarfnast björgunar. Það sama má segja um kærastann sem á erfitt með að takast á við þunglyndi kærustu sinnar, hann þarf að horfast í augu við hvaða tilfinningar búa í raun að baki. Eiginkonan sem upplifir óvænt þöggun á eigin heimili þarf að taka ákvörðun um það hvernig hún ætlar að taka þann slag, en þar fannst mér áhugavert að skoða hvernig straumar og stefnur í listum um miðja síðustu öld höfðu áhrif á persónulegt líf. Ein af sögunum gerist í Reykjavík á fjórða áratug og hefur brottsendingu flóttamanna og hjálpsemi í brennidepli. Hversu langt erum við tilbúin að ganga til þess að bjarga öðrum? Síðasta sagan víkur síðan frá þeim sjónræna heimi listamanna á 20. og 21. öld sem hefur ríkt í bókinni og hverfur aftur í myrkur blinds unglings á 18. öld. Hún er eins og dökkur bakgrunnur, lím fyrir hinar sögurnar fjórar og í henni býr kjarni bókarinnar, sköpunarkrafturinn.“ „Eins og sjá má af þessu býr hver saga yfir sínum eigin heimi, en þær tilheyra engu að síður einum og sama sagnaheiminum. Í þeim má sjá snertifleti á milli persóna, hversdagslífs þeirra og þess sem þær takast á við. Tímaflakkið felur líka í sér möguleika á vangaveltum um til dæmis þróun stöðu konunnar og valdabaráttu kynjanna.“Vinnur að skáldsögu Spurð um smásagnaformið segir Ragna: „Smásagnaformið hentaði þessum sögum. Tvær sögur hugsaði ég upphaflega sem skáldsögur en sá svo að efnið hentaði ekki í það og ég stytti þær. Þetta langa smásöguform finnst mér mjög skemmtilegt vegna þess að innan þess er hægt að gera svo mikið, ekki síst byggja upp persónur. Ég er sjálf heilluð af þessum stóru höfundum sem hafa skrifað langar sögur, eins og Alice Munro, Doris Lessing og Joyce Carol Oates.“ Ragna er nú að vinna að skáldsögu sem gerist í París og Reykjavík um miðja 20. öld og þar er á ferð ástarsaga listamanna. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Vetrargulrætur er smásagnasafn eftir Rögnu Sigurðardóttur, en hún hefur áður sent frá sér sex skáldsögur, smásögur og ljóð. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Borg. „Í garðyrkju eru vetrargulrætur látnar ósnertar fram á vetur. Þær vaxa áfram og halda gæðum sínum. Þetta er ekki gert hérlendis enda líklega of mikið frost í jörð. Í samnefndri sögu í bókinni eru vetrargulrætur tákn fyrir eitthvað gott sem leynist, vetrarforða eða framtíð sem mikilvægt er að trúa á þótt hún sé ekki sýnileg berum augum.“Hið sammannlega „Þarna eru fimm langar smásögur sem hafa orðið til á síðustu þremur árum,“ segir Ragna. „Sögurnar gerast á ólíkum tíma og ólíkum stöðum, sú síðasta á 18. öld. Hið sammannnlega breytist ekki þótt tæknin breytist, grundvallaratriði lífsins eru eins, sama hvar við erum. Ég vildi leggja áherslu á þetta en um leið fannst mér spennandi að skoða þann tíðaranda sem er ríkjandi hverju sinni. Mig langaði líka að skrifa um persónur í ákveðnum aðstæðum, stundum mjög dramatískum, og hvernig þær bregðast við þeim. Með því að finna sögu stað í ákveðnum tíma er hægt að skoða ólíka hluti. Eins og margir sem skrifa hef ég áhuga á fólki og hvernig það tekst á við lífið. Í þremur sögum hefur stríð bein eða óbein áhrif á sögupersónur og líf þeirra. Þar er ég að skoða hvernig við manneskjurnar tengjumst hinu stærra samhengi. Fólk hugsar ekki um það alla daga að það er hluti af stærra samhengi, sérstaklega ekki á okkar litlu eyju.“Sami sagnaheimur Söguefnið er margs konar. Ungur málari grípur til örþrifaráða þegar kærasta hans sekkur í þunglyndi; myndlistarkona finnur sér leið þrátt fyrir þöggun; flóttakona frá Þýskalandi tekst á við sköpunarkraftinn í nýju umhverfi: unglingur á sér einn draum heitastan. Fyrsta sagan, ansi áhrifamikil, nefnist Ég skal bjarga þér og gerist í Reykjavík árið 2019 en þar týnir kona barni. „Það er venjulega komið fram við börn eins og börn, en börn eru bara litlar manneskjur. Mig langaði til að skrifa um konu sem lítur barn sömu augum og fullorðna manneskju. Aðstæður verða til þess að hana langar ákaft til að kynnast þessu barni,“ segir Ragna. „Persónurnar eiga það sameiginlegt að finna sig knúnar til þess að takast á við umhverfi sitt – bjarga öðrum eða bjarga sjálfum sér. Og í gegnum þær ólíku björgunaraðgerðir komast þær að einhverju nýju um sjálfar sig. Konan sem týnir barninu vill ákaft bjarga því, en á endanum er það kannski alls ekki barnið sem þarfnast björgunar. Það sama má segja um kærastann sem á erfitt með að takast á við þunglyndi kærustu sinnar, hann þarf að horfast í augu við hvaða tilfinningar búa í raun að baki. Eiginkonan sem upplifir óvænt þöggun á eigin heimili þarf að taka ákvörðun um það hvernig hún ætlar að taka þann slag, en þar fannst mér áhugavert að skoða hvernig straumar og stefnur í listum um miðja síðustu öld höfðu áhrif á persónulegt líf. Ein af sögunum gerist í Reykjavík á fjórða áratug og hefur brottsendingu flóttamanna og hjálpsemi í brennidepli. Hversu langt erum við tilbúin að ganga til þess að bjarga öðrum? Síðasta sagan víkur síðan frá þeim sjónræna heimi listamanna á 20. og 21. öld sem hefur ríkt í bókinni og hverfur aftur í myrkur blinds unglings á 18. öld. Hún er eins og dökkur bakgrunnur, lím fyrir hinar sögurnar fjórar og í henni býr kjarni bókarinnar, sköpunarkrafturinn.“ „Eins og sjá má af þessu býr hver saga yfir sínum eigin heimi, en þær tilheyra engu að síður einum og sama sagnaheiminum. Í þeim má sjá snertifleti á milli persóna, hversdagslífs þeirra og þess sem þær takast á við. Tímaflakkið felur líka í sér möguleika á vangaveltum um til dæmis þróun stöðu konunnar og valdabaráttu kynjanna.“Vinnur að skáldsögu Spurð um smásagnaformið segir Ragna: „Smásagnaformið hentaði þessum sögum. Tvær sögur hugsaði ég upphaflega sem skáldsögur en sá svo að efnið hentaði ekki í það og ég stytti þær. Þetta langa smásöguform finnst mér mjög skemmtilegt vegna þess að innan þess er hægt að gera svo mikið, ekki síst byggja upp persónur. Ég er sjálf heilluð af þessum stóru höfundum sem hafa skrifað langar sögur, eins og Alice Munro, Doris Lessing og Joyce Carol Oates.“ Ragna er nú að vinna að skáldsögu sem gerist í París og Reykjavík um miðja 20. öld og þar er á ferð ástarsaga listamanna.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira