Landsliðsþjálfarinn fékk rautt í stórsigri Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 9. október 2019 10:00 Jón Þór Hauksson. vísir/vilhelm Leikur Íslands og Lettlands á Liepaja-vellinum í gær fer seint í sögubækurnar fyrir stórkostlegan fótbolta enda voru aðstæður eins og þær verða verstar. Völlurinn var þungur eftir miklar rigningar undanfarið og lúmskur vindur. Þó fylgdi íslenska liðið leikplani landsliðsþjálfarans og hélt breiddinni vel. Þrumaði boltanum fyrir í gríð og erg sem skapaði hættu nánast við hverja fyrirgjöf. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta markið á 17. mínútu eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu. Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forustuna á 29. mínútu þar sem hún var alein og yfirgefin á fjærsvæðinu. Síðasta mark fyrri hálfleiksins var sprellimark Mariju Ibragimovu markvarðar eftir hornspyrnu Fanndísar. Til marks um yfirburði Íslands í fyrri hálfleik kom Sandra Sigurðardóttir markvörður varla við boltann og ekkert fyrstu 20 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn var varla farinn af stað þegar Elín Metta skoraði sitt 14. landsliðsmark eftir klaufagang í vörn heimakvenna. Elín Metta var að jafna Olgu Færseth yfir flest mörk fyrir Ísland og eru þær í 10. sæti. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fimmta markið en þetta var fyrsta mark hennar fyrir Íslands hönd. Markadrottningin Margrét Lára setti svo punktinn yfir i-ið með marki á 94. mínútu. Getu- og gæðamunurinn á þessum tveimur liðum var afskaplega mikill og trúlega hefði sigurinn getað orðið stærri. Færin sem fóru forgörðum voru þannig að eitt til tvö, jafnvel þrjú mörk til viðbótar hefði ekkert endilega verið neitt óeðlilegt. Eina sem varpaði smá skugga á annars flotta frammistöðu var framganga landsliðsþjálfarans, Jóns Þórs, í stöðunni 0-5. Þá æsti hann sig einum um of þegar dómarinn, Vivian Peeters frá Hollandi, dæmdi glórulausa aukaspyrnu á Gunnhildi Yrsu og uppskar Jón Þór rauða spjaldið og var rekinn upp í stúku. „Ég held að dómararnir hafi hreinlega ekki skilið það sem ég var að segja. En auðvitað er óafsakanlegt að láta reka sig út af í stöðunni 5-0 og svona lítið eftir. Mér fannst dómgæslan afar skrýtin í þessum leik en það þýðir lítið að ræða það. Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að láta koma fyrir í þessari stöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við RÚV eftir leik. Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Leikur Íslands og Lettlands á Liepaja-vellinum í gær fer seint í sögubækurnar fyrir stórkostlegan fótbolta enda voru aðstæður eins og þær verða verstar. Völlurinn var þungur eftir miklar rigningar undanfarið og lúmskur vindur. Þó fylgdi íslenska liðið leikplani landsliðsþjálfarans og hélt breiddinni vel. Þrumaði boltanum fyrir í gríð og erg sem skapaði hættu nánast við hverja fyrirgjöf. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta markið á 17. mínútu eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu. Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forustuna á 29. mínútu þar sem hún var alein og yfirgefin á fjærsvæðinu. Síðasta mark fyrri hálfleiksins var sprellimark Mariju Ibragimovu markvarðar eftir hornspyrnu Fanndísar. Til marks um yfirburði Íslands í fyrri hálfleik kom Sandra Sigurðardóttir markvörður varla við boltann og ekkert fyrstu 20 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn var varla farinn af stað þegar Elín Metta skoraði sitt 14. landsliðsmark eftir klaufagang í vörn heimakvenna. Elín Metta var að jafna Olgu Færseth yfir flest mörk fyrir Ísland og eru þær í 10. sæti. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fimmta markið en þetta var fyrsta mark hennar fyrir Íslands hönd. Markadrottningin Margrét Lára setti svo punktinn yfir i-ið með marki á 94. mínútu. Getu- og gæðamunurinn á þessum tveimur liðum var afskaplega mikill og trúlega hefði sigurinn getað orðið stærri. Færin sem fóru forgörðum voru þannig að eitt til tvö, jafnvel þrjú mörk til viðbótar hefði ekkert endilega verið neitt óeðlilegt. Eina sem varpaði smá skugga á annars flotta frammistöðu var framganga landsliðsþjálfarans, Jóns Þórs, í stöðunni 0-5. Þá æsti hann sig einum um of þegar dómarinn, Vivian Peeters frá Hollandi, dæmdi glórulausa aukaspyrnu á Gunnhildi Yrsu og uppskar Jón Þór rauða spjaldið og var rekinn upp í stúku. „Ég held að dómararnir hafi hreinlega ekki skilið það sem ég var að segja. En auðvitað er óafsakanlegt að láta reka sig út af í stöðunni 5-0 og svona lítið eftir. Mér fannst dómgæslan afar skrýtin í þessum leik en það þýðir lítið að ræða það. Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að láta koma fyrir í þessari stöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við RÚV eftir leik.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira