Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland "innan skamms“ Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2019 11:03 Svæðið sem Tyrkir hyggjast ráðast inn í er að finna austur af Efrat-fljóti. AP Talsmenn tyrkneskra stjórnvalda segja að her landsins sé reiðubúinn að halda inn í Sýrland „innan skamms“. Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað „allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. Tyrkneski herinn hefur síðustu sólarhringa verið að safna liði á landamærunum en um helgina boðaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands hernaðaraðgerðir sunnan landamæranna. Sagði Erdogan að bæði land- og flugher landsins muni taka þátt í aðgerðunum. Tyrkir segjast vilja skapa „öryggt svæði“ við landamærin, laust við uppreisnarmenn Kúrda, sem mun þá hýsa á fjórða milljón sýrlenskra flóttamanna sem hafast nú við í Tyrklandi.Hefur vakið hörð viðbrögð Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að afturkalla hersveitir landsins í norðurhluta Sýrlands hefur vakið hörð viðbrögð, bæði í Bandaríkjunum og á alþjóðlegum vettvangi. Eftir að greint var frá fyrirætlunum Tyrklandshers hvöttu leiðtogar í Rojava, sjálfstjórnarhéraði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, að íbúar undirbúi aðgerðir meðfram landamærunum. Segja þeir að íbúar standi frammi fyrir mannúðarslysi.Trump hefur í hótunum Svæðið sem Tyrkir hyggjast ráðast inn í er að finna austur af Efrat-fljóti. SDF-sveitir Kúrda hafa ráðið þar ríkjum að undanförnu, með stuðningi Bandaríkjahers. SDF tók virkan þátt í baráttunni gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS, en Tyrkir líta hins vegar þannig á að SDF-sveitirnar tengist samtökum sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Trump hefur varið ákvörðun sína að afturkalla hersveitir og segir að aðrir aðilar verði einnig að bera ábyrgð í heimshlutanum. Þó hefur hann hótað því að eyðileggja og tortíma tyrkneskum efnahag, geri tyrknesk stjórnvöld eitthvað sem hann telji vera yfir strikið. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Talsmenn tyrkneskra stjórnvalda segja að her landsins sé reiðubúinn að halda inn í Sýrland „innan skamms“. Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað „allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. Tyrkneski herinn hefur síðustu sólarhringa verið að safna liði á landamærunum en um helgina boðaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands hernaðaraðgerðir sunnan landamæranna. Sagði Erdogan að bæði land- og flugher landsins muni taka þátt í aðgerðunum. Tyrkir segjast vilja skapa „öryggt svæði“ við landamærin, laust við uppreisnarmenn Kúrda, sem mun þá hýsa á fjórða milljón sýrlenskra flóttamanna sem hafast nú við í Tyrklandi.Hefur vakið hörð viðbrögð Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að afturkalla hersveitir landsins í norðurhluta Sýrlands hefur vakið hörð viðbrögð, bæði í Bandaríkjunum og á alþjóðlegum vettvangi. Eftir að greint var frá fyrirætlunum Tyrklandshers hvöttu leiðtogar í Rojava, sjálfstjórnarhéraði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, að íbúar undirbúi aðgerðir meðfram landamærunum. Segja þeir að íbúar standi frammi fyrir mannúðarslysi.Trump hefur í hótunum Svæðið sem Tyrkir hyggjast ráðast inn í er að finna austur af Efrat-fljóti. SDF-sveitir Kúrda hafa ráðið þar ríkjum að undanförnu, með stuðningi Bandaríkjahers. SDF tók virkan þátt í baráttunni gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS, en Tyrkir líta hins vegar þannig á að SDF-sveitirnar tengist samtökum sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Trump hefur varið ákvörðun sína að afturkalla hersveitir og segir að aðrir aðilar verði einnig að bera ábyrgð í heimshlutanum. Þó hefur hann hótað því að eyðileggja og tortíma tyrkneskum efnahag, geri tyrknesk stjórnvöld eitthvað sem hann telji vera yfir strikið.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira