Þingmaður segir af sér vegna innherjaviðskipta Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2019 19:03 Chris Collins, þingmaður Repúblikanaflokksins. AP/Seth Wenig Chris Collins, þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur sagt af sér þingmennsku fyrir New York-ríki. Búist er við því að hann játi innherjaviðskipti fyrir dómi á morgun en hann er sakaður um að hafa lekið viðkvæmum upplýsingum um lyfjafyrirtæki til sonar síns. Afsögn hans mun taka gildi á morgun.Samkvæmt AP fréttaveitunni stendur til að Collins játi sekt á morgun og á sonur hans að játa sekt á fimmtudaginn. Réttarhöldin yfir honum áttu ekki að hefjast fyrr en á næsta ári.Þingmaðurinn var staðsettur í lautarferð Hvíta hússins í júní í fyrra þegar hann fékk tölvupóst frá forstjóra Innate Immunotherapeutics Ltd, um að nýtt lyf fyrirtækisins hefði ekki staðist tilraunir. Collins var þá stærsti hluthafi fyrirtækisins og sat í stjórn þess. Hann á að hafa hringt í son sinn hið snarasta og sagt honum hvað væri í vændum. Sonurinn, hringdi í tengdaföður sinni, sem átti einnig hlut í fyrirtækinu, og þeir byrjuðu að selja hlutabréf sín næsta dag. Þannig komust þeir undan um 800 þúsund dala tapi, samkvæmt ákærunni. Collins sjálfur seldi ekki hlutabréf sín. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, mun væntanlega boða til kosninga á næstunni en samkvæmt Politico eru litlar líkur á því að Repúblikanar missi sætið til Demókrata, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Collins tókst til dæmis að ná endurkjöri í fyrra, þrátt fyrir að hann hefði verið ákærður á þeim tímapunkti. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Chris Collins, þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur sagt af sér þingmennsku fyrir New York-ríki. Búist er við því að hann játi innherjaviðskipti fyrir dómi á morgun en hann er sakaður um að hafa lekið viðkvæmum upplýsingum um lyfjafyrirtæki til sonar síns. Afsögn hans mun taka gildi á morgun.Samkvæmt AP fréttaveitunni stendur til að Collins játi sekt á morgun og á sonur hans að játa sekt á fimmtudaginn. Réttarhöldin yfir honum áttu ekki að hefjast fyrr en á næsta ári.Þingmaðurinn var staðsettur í lautarferð Hvíta hússins í júní í fyrra þegar hann fékk tölvupóst frá forstjóra Innate Immunotherapeutics Ltd, um að nýtt lyf fyrirtækisins hefði ekki staðist tilraunir. Collins var þá stærsti hluthafi fyrirtækisins og sat í stjórn þess. Hann á að hafa hringt í son sinn hið snarasta og sagt honum hvað væri í vændum. Sonurinn, hringdi í tengdaföður sinni, sem átti einnig hlut í fyrirtækinu, og þeir byrjuðu að selja hlutabréf sín næsta dag. Þannig komust þeir undan um 800 þúsund dala tapi, samkvæmt ákærunni. Collins sjálfur seldi ekki hlutabréf sín. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, mun væntanlega boða til kosninga á næstunni en samkvæmt Politico eru litlar líkur á því að Repúblikanar missi sætið til Demókrata, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Collins tókst til dæmis að ná endurkjöri í fyrra, þrátt fyrir að hann hefði verið ákærður á þeim tímapunkti.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira