Átta ára stúlka féll fyrir hendi lögreglu í Brasilíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 16:52 Ágatha var aðeins átta ára gömul þegar hún lést. AP/Leo Correa Mótmæli brutust út í Rio de Janeiro í Brasilíu eftir að átta ára gömul stúlka lést þegar hún varð fyrir byssukúlu lögreglumanna. Rúmlega tólf hundruð almennir borgarar hafa látið lífið í aðgerðum lögreglu í Rio de Janero það sem af er ári. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ágatha Vitória Sales Félix, átta ára gömul, var með ömmu sinni í sendiferðabíl þegar hún var skotin í bakið í fátækrahverfi á föstudag. Íbúar á svæðinu segja lögreglu hafa verið að eltast við mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu. Lögregla segir hins vegar að hún hafi verið að bregðast við árás 1.249 manns hafa látið lífið í álíka aðgerðum í Ríó frá því í Janúar fram í Ágúst. Ágatha er fimmta barnið til að deyja vegna ofbeldis sem lögreglunni hefur verið kennt um. Gagnrýnendur segja að harðlínu stefnan sem er framfylgt af Wilson Witzel, íhaldssams ríkisstjóra Ríó, sem tók við embætti í janúar, sé ástæða fjölda dauðsfalla í fátækrahverfum borgarinnar.Moradores do Complexo do Alemão estão neste momento realizando uma manifestação na entrada da Grota pela violência na favela e pela morte da Ágatha Félix, de 8 anos. pic.twitter.com/tCzzDNoLxb — Voz das Comunidades (@vozdacomunidade) September 21, 2019 Á laugardag söfnuðust saman tugir einstaklinga í Alemao, einu stærsta fátækrahverfi Ríó, þar sem Ágatha varð fyrir skoti á föstudagskvöld. Hún var færð á sjúkrahús en dó þar. Einhverjir mótmælendur héldu á spjöldum sem á stóð „Líf í fátækrahverfum skipta máli“ og „Hættið að drepa okkur.“ Búið er að skipuleggja mótmæli sem haldin verða á sunnudag. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að lögreglumennirnir hafi svarað tilkynningu um árásir, sem leiddi til þess að til átaka kom á milli lögreglu og glæpamanna. Málið er nú í rannsókn. Fjölskylda Ágöthu mótmælti þessu og sögðu að lögregla hafi verið að miða á mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu og að enginn skotbardagi hafi átt sér stað. „Maður kom á mótorhjóli og lögreglan bað hann um að stoppa. Hann stoppaði ekki og fór, hann bar ekki vopn og lögreglan skaut. Það voru engin átök, bara lögreglan skaut,“ sagði Elías, frændi stúlkunnar.Uppfært 23.9.2019 Orðalagi fréttarinnar um dauða stúlkunnar var breytt. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að stúlkan hefði verið myrt. Brasilía Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Mótmæli brutust út í Rio de Janeiro í Brasilíu eftir að átta ára gömul stúlka lést þegar hún varð fyrir byssukúlu lögreglumanna. Rúmlega tólf hundruð almennir borgarar hafa látið lífið í aðgerðum lögreglu í Rio de Janero það sem af er ári. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ágatha Vitória Sales Félix, átta ára gömul, var með ömmu sinni í sendiferðabíl þegar hún var skotin í bakið í fátækrahverfi á föstudag. Íbúar á svæðinu segja lögreglu hafa verið að eltast við mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu. Lögregla segir hins vegar að hún hafi verið að bregðast við árás 1.249 manns hafa látið lífið í álíka aðgerðum í Ríó frá því í Janúar fram í Ágúst. Ágatha er fimmta barnið til að deyja vegna ofbeldis sem lögreglunni hefur verið kennt um. Gagnrýnendur segja að harðlínu stefnan sem er framfylgt af Wilson Witzel, íhaldssams ríkisstjóra Ríó, sem tók við embætti í janúar, sé ástæða fjölda dauðsfalla í fátækrahverfum borgarinnar.Moradores do Complexo do Alemão estão neste momento realizando uma manifestação na entrada da Grota pela violência na favela e pela morte da Ágatha Félix, de 8 anos. pic.twitter.com/tCzzDNoLxb — Voz das Comunidades (@vozdacomunidade) September 21, 2019 Á laugardag söfnuðust saman tugir einstaklinga í Alemao, einu stærsta fátækrahverfi Ríó, þar sem Ágatha varð fyrir skoti á föstudagskvöld. Hún var færð á sjúkrahús en dó þar. Einhverjir mótmælendur héldu á spjöldum sem á stóð „Líf í fátækrahverfum skipta máli“ og „Hættið að drepa okkur.“ Búið er að skipuleggja mótmæli sem haldin verða á sunnudag. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að lögreglumennirnir hafi svarað tilkynningu um árásir, sem leiddi til þess að til átaka kom á milli lögreglu og glæpamanna. Málið er nú í rannsókn. Fjölskylda Ágöthu mótmælti þessu og sögðu að lögregla hafi verið að miða á mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu og að enginn skotbardagi hafi átt sér stað. „Maður kom á mótorhjóli og lögreglan bað hann um að stoppa. Hann stoppaði ekki og fór, hann bar ekki vopn og lögreglan skaut. Það voru engin átök, bara lögreglan skaut,“ sagði Elías, frændi stúlkunnar.Uppfært 23.9.2019 Orðalagi fréttarinnar um dauða stúlkunnar var breytt. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að stúlkan hefði verið myrt.
Brasilía Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira