Erlent

Trump segist eiga Nóbels­verð­laun skilið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Donald Trump (t.v.) og Imran Kahn (t.h.) ræddu málefni Kasmír á blaðamannafundi í New York í dag.
Donald Trump (t.v.) og Imran Kahn (t.h.) ræddu málefni Kasmír á blaðamannafundi í New York í dag. AP/Evan Vucci
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar.

„[Fyrri stjórnir) hafa komið mjög illa fram við Pakistan. Fólkið sem hefur verið í mínum sporum hefur komið mjög illa fram við Pakistan. Ég myndi heldur ekki segja að Pakistan hafi komið vel fram við okkur heldur en kannski var ástæða fyrir því. Ég held satt best að segja að það hafi verið ástæða fyrir því.“

Þegar hann var spurður hvernig leysa ætti deilurnar sem standa nú yfir í Kasmír ríki sagði hann: „Ég held að ég gæti verið mjög góður gerðardómari. Ég hef gert það áður, hvort sem þú trúir því eða ekki, og mér hefur aldrei mistekist sem gerðardómari. Ég hef verið beðinn um að útkljá deilumál – stór deilumál- af vinum. Ég hef gert það vel, það hefur gengið vel.“



Þá lofsöng hann Pakistan og lýsti því hve góðir samningamenn Pakistanar væru: „Ég treysti Pakistan. En fólkið á undan mér gerði það ekki en þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera. Svo þetta er bara eitt af litlu vandamálunum í lífinu.“

„Ég á fullt af pakistönskum vinum sem búa í New York. Þeir eru klárir. Frábærir samningamenn ef þú varst að velta því fyrir þér. Þeir eru með bestu samningamönnum í heiminum.“



Þegar hann var spurður út í mannréttindamál í Kasmír var hann ekki alveg viss um hvað væri átt við: „Áhyggjur af hverju?“ spurði forsetinn.

Þegar spurningin var svo endurtekin svaraði hann: „Já já. Ég vil að þetta leysist. Ég vil að það sé mannúðlegt. Ég vil að komið sé vel fram við alla. Þetta eru tvö stór lönd og þau eru ófriðsamleg og hafa átt í deilum.“



Hann var alveg handviss um að hann ætti Nóbelsverðlaun skilið fyrir komandi sættir en sagði þó að úthlutun þeirra væri ekki sanngjörn.

„Ég held ég muni fá Nóbelsverðlaun fyrir ýmsa hluti. Ég held ég muni fá Nóbelsverðlaun fyrir marga hluti, ef þeir myndu úthluta þeim af sanngirni, sem þeir gera ekki. Þeir gáfu Obama Nóbelsverðlaun um leið og hann varð forseti og hann vissi ekkert hvers vegna. Og veistu hvað? Það er eini hluturinn sem ég var sammála honum um.“



Átökin í Kasmír eiga sér langa sögu en bæði Indland og Pakistan gera tilkall til svæðisins. Deilurnar hafa staðið yfir frá því 1947 þegar ríkin tvö urðu sjálfstæð. 


Tengdar fréttir

Sameining eða þjóðarmorð

Forsætisráðherrar Indlands og Pakistans báru hvor út sinn boðskapinn um hina eldfimu stöðu sem er uppi í indverska hluta Kasmírhéraðs. Svæðið hefur verið svipt sjálfstjórn og íbúar búa við útgöngubann, net- og símaleysi.

Spenna í Kasmír

Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs

Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs.

Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan

Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×