Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2019 20:59 Donald Trump (t.v.) og Imran Kahn (t.h.) ræddu málefni Kasmír á blaðamannafundi í New York í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. „[Fyrri stjórnir) hafa komið mjög illa fram við Pakistan. Fólkið sem hefur verið í mínum sporum hefur komið mjög illa fram við Pakistan. Ég myndi heldur ekki segja að Pakistan hafi komið vel fram við okkur heldur en kannski var ástæða fyrir því. Ég held satt best að segja að það hafi verið ástæða fyrir því.“ Þegar hann var spurður hvernig leysa ætti deilurnar sem standa nú yfir í Kasmír ríki sagði hann: „Ég held að ég gæti verið mjög góður gerðardómari. Ég hef gert það áður, hvort sem þú trúir því eða ekki, og mér hefur aldrei mistekist sem gerðardómari. Ég hef verið beðinn um að útkljá deilumál – stór deilumál- af vinum. Ég hef gert það vel, það hefur gengið vel.“Trump during bilateral meeting with Pakistani PM: "I think I would be an extremely good arbitrator. I've done it before, believe it or not. And I've never failed as an arbitrator. I've been asked to arbitrate disputes -- pretty big ones -- from ... friends." pic.twitter.com/t4PuveXd5z — Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2019 Þá lofsöng hann Pakistan og lýsti því hve góðir samningamenn Pakistanar væru: „Ég treysti Pakistan. En fólkið á undan mér gerði það ekki en þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera. Svo þetta er bara eitt af litlu vandamálunum í lífinu.“ „Ég á fullt af pakistönskum vinum sem búa í New York. Þeir eru klárir. Frábærir samningamenn ef þú varst að velta því fyrir þér. Þeir eru með bestu samningamönnum í heiminum.“TRUMP: "I wouldn't say Pakistan has treated us too well either, but maybe there was a reason. In fact I think there was...I trust Pakistan, but people before me didn't, but they didnt know what they were doing...I have a lot of Pakistani friends living in New York. They're smart" pic.twitter.com/EMr3sewlEY — Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2019 Þegar hann var spurður út í mannréttindamál í Kasmír var hann ekki alveg viss um hvað væri átt við: „Áhyggjur af hverju?“ spurði forsetinn. Þegar spurningin var svo endurtekin svaraði hann: „Já já. Ég vil að þetta leysist. Ég vil að það sé mannúðlegt. Ég vil að komið sé vel fram við alla. Þetta eru tvö stór lönd og þau eru ófriðsamleg og hafa átt í deilum.“REPORTER: Are you concerned about the human rights situation in Kashmir? TRUMP: About which? R: The human rights situation. TRUMP: Sure. I want to see it work out. I want it to be humane. pic.twitter.com/zzDQsKIyWf — Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2019 Hann var alveg handviss um að hann ætti Nóbelsverðlaun skilið fyrir komandi sættir en sagði þó að úthlutun þeirra væri ekki sanngjörn. „Ég held ég muni fá Nóbelsverðlaun fyrir ýmsa hluti. Ég held ég muni fá Nóbelsverðlaun fyrir marga hluti, ef þeir myndu úthluta þeim af sanngirni, sem þeir gera ekki. Þeir gáfu Obama Nóbelsverðlaun um leið og hann varð forseti og hann vissi ekkert hvers vegna. Og veistu hvað? Það er eini hluturinn sem ég var sammála honum um.“After a reporter suggests he should win a Nobel Prize, Trump says, "I think I'm going to get a Nobel Prize for a lot of things, if they gave it out fairly, which they don't. They gave one to Obama immediately upon his ascent to the presidency, and he had no idea why he got it." pic.twitter.com/vbFneNC9kw — Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2019 Átökin í Kasmír eiga sér langa sögu en bæði Indland og Pakistan gera tilkall til svæðisins. Deilurnar hafa staðið yfir frá því 1947 þegar ríkin tvö urðu sjálfstæð. Bandaríkin Indland Nóbelsverðlaun Pakistan Tengdar fréttir Sameining eða þjóðarmorð Forsætisráðherrar Indlands og Pakistans báru hvor út sinn boðskapinn um hina eldfimu stöðu sem er uppi í indverska hluta Kasmírhéraðs. Svæðið hefur verið svipt sjálfstjórn og íbúar búa við útgöngubann, net- og símaleysi. 16. ágúst 2019 06:00 Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33 Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. „[Fyrri stjórnir) hafa komið mjög illa fram við Pakistan. Fólkið sem hefur verið í mínum sporum hefur komið mjög illa fram við Pakistan. Ég myndi heldur ekki segja að Pakistan hafi komið vel fram við okkur heldur en kannski var ástæða fyrir því. Ég held satt best að segja að það hafi verið ástæða fyrir því.“ Þegar hann var spurður hvernig leysa ætti deilurnar sem standa nú yfir í Kasmír ríki sagði hann: „Ég held að ég gæti verið mjög góður gerðardómari. Ég hef gert það áður, hvort sem þú trúir því eða ekki, og mér hefur aldrei mistekist sem gerðardómari. Ég hef verið beðinn um að útkljá deilumál – stór deilumál- af vinum. Ég hef gert það vel, það hefur gengið vel.“Trump during bilateral meeting with Pakistani PM: "I think I would be an extremely good arbitrator. I've done it before, believe it or not. And I've never failed as an arbitrator. I've been asked to arbitrate disputes -- pretty big ones -- from ... friends." pic.twitter.com/t4PuveXd5z — Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2019 Þá lofsöng hann Pakistan og lýsti því hve góðir samningamenn Pakistanar væru: „Ég treysti Pakistan. En fólkið á undan mér gerði það ekki en þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera. Svo þetta er bara eitt af litlu vandamálunum í lífinu.“ „Ég á fullt af pakistönskum vinum sem búa í New York. Þeir eru klárir. Frábærir samningamenn ef þú varst að velta því fyrir þér. Þeir eru með bestu samningamönnum í heiminum.“TRUMP: "I wouldn't say Pakistan has treated us too well either, but maybe there was a reason. In fact I think there was...I trust Pakistan, but people before me didn't, but they didnt know what they were doing...I have a lot of Pakistani friends living in New York. They're smart" pic.twitter.com/EMr3sewlEY — Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2019 Þegar hann var spurður út í mannréttindamál í Kasmír var hann ekki alveg viss um hvað væri átt við: „Áhyggjur af hverju?“ spurði forsetinn. Þegar spurningin var svo endurtekin svaraði hann: „Já já. Ég vil að þetta leysist. Ég vil að það sé mannúðlegt. Ég vil að komið sé vel fram við alla. Þetta eru tvö stór lönd og þau eru ófriðsamleg og hafa átt í deilum.“REPORTER: Are you concerned about the human rights situation in Kashmir? TRUMP: About which? R: The human rights situation. TRUMP: Sure. I want to see it work out. I want it to be humane. pic.twitter.com/zzDQsKIyWf — Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2019 Hann var alveg handviss um að hann ætti Nóbelsverðlaun skilið fyrir komandi sættir en sagði þó að úthlutun þeirra væri ekki sanngjörn. „Ég held ég muni fá Nóbelsverðlaun fyrir ýmsa hluti. Ég held ég muni fá Nóbelsverðlaun fyrir marga hluti, ef þeir myndu úthluta þeim af sanngirni, sem þeir gera ekki. Þeir gáfu Obama Nóbelsverðlaun um leið og hann varð forseti og hann vissi ekkert hvers vegna. Og veistu hvað? Það er eini hluturinn sem ég var sammála honum um.“After a reporter suggests he should win a Nobel Prize, Trump says, "I think I'm going to get a Nobel Prize for a lot of things, if they gave it out fairly, which they don't. They gave one to Obama immediately upon his ascent to the presidency, and he had no idea why he got it." pic.twitter.com/vbFneNC9kw — Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2019 Átökin í Kasmír eiga sér langa sögu en bæði Indland og Pakistan gera tilkall til svæðisins. Deilurnar hafa staðið yfir frá því 1947 þegar ríkin tvö urðu sjálfstæð.
Bandaríkin Indland Nóbelsverðlaun Pakistan Tengdar fréttir Sameining eða þjóðarmorð Forsætisráðherrar Indlands og Pakistans báru hvor út sinn boðskapinn um hina eldfimu stöðu sem er uppi í indverska hluta Kasmírhéraðs. Svæðið hefur verið svipt sjálfstjórn og íbúar búa við útgöngubann, net- og símaleysi. 16. ágúst 2019 06:00 Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33 Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sameining eða þjóðarmorð Forsætisráðherrar Indlands og Pakistans báru hvor út sinn boðskapinn um hina eldfimu stöðu sem er uppi í indverska hluta Kasmírhéraðs. Svæðið hefur verið svipt sjálfstjórn og íbúar búa við útgöngubann, net- og símaleysi. 16. ágúst 2019 06:00
Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00
Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33
Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53