Fótbolti

Ísland áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Strákarnir okkar þakka fyrir stuðninginn á Laugardalsvelli eftir 0-3 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni.
Strákarnir okkar þakka fyrir stuðninginn á Laugardalsvelli eftir 0-3 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. Fréttablaðið/Eyþór
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar þrátt fyrir að hafa hafnað í neðsta sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í fyrra.

Þetta varð ljóst í dag þegar tekin var ákvörðun um að fjölga liðum í A-deildinni úr 12 í 16. Framkvæmdastjórn Evrópska knattspyrnsambandsins, UEFA, fundaði í Ljublijana í Slóveníu í dag.

Liðin tólf sem skipuðu A-deildina í fyrra halda öll sæti sínu en Úkraína, Svíþjóð, Danmörk og Bosnía bætast við þar sem þau sigruðu riðla sína í B-deildinni.

Portúgal, Belgía, Króatía, Holland, Frakkland, Pólland, England, Spánn, Þýskaland, Sviss og Ítalía skipa A-deildina ásamt áðurnefndum þjóðum en dregið verður í riðla 3.mars 2020 og hefst Þjóðadeildin svo í september sama ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×