Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2019 13:51 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. vísir/vilhelm Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Segir Þráinn meðal annars að þeir hafi hagað sér gagnvart starfsmönnum eins og verstu atvinnurekendur og „brotið öll mannleg siðalögmál í samskiptum við starfsmenn.“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það veki furðu að maður sem ekki hafi starfað hjá félaginu síðan í maí 2018 komi í dag fram sem heimildarmaður um ýmis innri mál og mál tiltekinna starfsmanna. „Þetta er maður sem kvaddi vinnustaðinn með starfslokasamningi. Maður skilur ekki í fyrsta lagi hvers vegna hann er að tjá sig um málefni síns gamla vinnustaðar á þennan hátt og í öðru lagi á hvaða hátt hann er heimildarmaður um það. Það er kannski ekki síst það sem vekur furðu,“ segir Viðar.Þráinn Hallgrímsson er harðorður í grein sinni.„Enginn varði hagsmuni starfsmannsins á fundinum“ Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag tiltekur Þráinn sérstaklega mál starfmanns sem nýlega var sagt upp störfum hjá Eflingu. Var ástæða uppsagnarinnar skipulagsbreytingar en Þráinn heldur því fram að sú ástæða sé fyrirsláttur hjá forsvarsmönnum félagsins og starfsmanninum hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. „Síðasti brottrekstur á Eflingu var með þeim hætti að starfsmanni var sagt upp störfum fyrirvaralaust. Honum var gert að mæta samstundis hjá framkvæmdastjóra þar sem fyrir var „fulltrúi starfsmanna“ sem framkvæmdastjóri hafði sjálfur valið til setu á fundinum. Ástæða uppsagnar var sögð skipulagsbreytingar. Fljótlega kom í ljós að það var fyrirsláttur enda ráðnir þrír nýir starfsmenn um svipað leyti og engin af verkefnum viðkomandi starfsmanns voru lögð niður. Kunnuglegt bragð stjórnenda fyrirtækja, ekki satt! Áminningarferill var ekki virtur í samræmi við ákvæði kjarasamnings. Í næsta herbergi beið einn lögmanna ASÍ. Þegar starfsmaðurinn neitaði að skrifa undir móttöku uppsagnarbréfs tók lögmaður ASÍ að sér að reyna að sannfæra starfsmanninn um að þessi framkoma framkvæmdastjórans væri í lagi. Enginn varði hagsmuni starfsmannsins á fundinum. Enginn var henni til aðstoðar. Lauk þessu þannig að starfsmanninum var fylgt úr húsi fyrir framan aðra starfsmenn og tekinn af henni lykill og bílakort. Starfsmanninum var síðan meinað að mæta á fyrrverandi vinnustað sinn á skrifstofutíma til að sækja persónulega muni sína,“ segir Þráinn í grein sinni.Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.vísir/vilhelmSkipulagsbreytingarnar raunverulegar Spurður út í málefni þessa starfsmanns segir Viðar að engum hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Þá hefur hann þetta að segja um fullyrðingar þess efnis að skipulagsbreytingar hafi verið fyrirsláttur: „Ef Þráinn hefði verið starfsmaður hér og væri til raunverulegrar frásagnar um málefni skrifstofu Eflingar þá held ég að það hefði ekki farið fram hjá honum, frekar en öðrum starfsmönnum, að hér voru gerðar nokkuð viðamiklar skipulagsbreytingar og kynntar í lok ágúst að undangenginni umræðu í stjórn félagsins og töluvert mikilli undirbúningsvinnu. Ég get fullvissað Þráin og alla aðra um það að þessar breytingar hafa ekki farið fram hjá starfsfólki hér og eru fyllilega raunverulegar.“En er það rétt að það sé enn verið að sinna þeim störfum sem þessi starfsmaður sinnti? „Ég held að ég láti bara duga að segja að þær skipulagsbreytingar sem um ræðir eru raunverulegar og þær hafa falið í sér ýmis konar uppstokkun á verkefnum og verkaskiptingu hér. Afleiðingar þessara breytinga voru þær að þetta tiltekna starf var lagt niður og það áttu sér stað fleiri breytingar og endurskipulagning.“ Í greininni lýsir Þráinn svo þessari skoðun sinni á nýrri forystu Eflingar: „Mín skoðun er sú að hin nýja stétt í forystu Eflingar stefni að því að hreinsa út alla starfsmenn og þekkingu sem kemur úr eldra umhverfi félagsins.“ Spurður út í það hvort hann og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og aðrir í forystu félagsins séu á slíkri vegferð segir Viðar: „Ég kannast ekki við það. Nei, og ég bara hafna þessu.“Þær Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóra Eflingar og Elín Hanna Kjartansdóttir bókari harma málflutning forystu Eflingar gegn sér.Afstöðu stjórnar félagsins verið komið á framfæri Þá sendu þær Kristjana Valgeirsdóttir og Elín Kjartansdóttir frá sér yfirlýsingu í gær vegna fullyrðinga Viðars í fjölmiðlum á mánudag. Þær eru báðar í veikindaleyfi en Kristjana er fjármálastjóri og Elín bókari Eflingar. Í yfirlýsingu Kristjönu og Elínar kemur meðal annars fram að stjórn Eflingar hafi ekki svarað erindum þeirra frá því í apríl og maí um að þær komi á stjórnarfund og skýri sín sjónarmið. Spurður út í þetta segir Viðar: „Þeim er fyllilega ljóst hver afstaða bæði stjórnar félagsins og formannsins sem og mín sem framkvæmdastjóra er og þeirri afstöðu hefur verið komið á framfæri.“ Þá sé það venjan að stjórn fjalli ekki um einstök starfsmannamál heldur sé það yfirleitt hlutverk þeirra sem fara með rekstur skrifstofunnar. Í yfirlýsingunni saka þær Kristjana og Elín Viðar um að brjóta persónuverndarlög með yfirlýsingum um kröfur sem hann segir Kristjönu hafa gert.Rætt var við Kristjönu og Elínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra þegar málið kom upp.„Með þessu útspili brýtur framkvæmdastjóri Eflingar allar reglur um persónuvernd“ „Framkvæmdastjóri Eflingar endurtekur ítrekað að fjármálastjóri hafi gert kröfur um starfslokapakka sem nemi tugum milljóna. Sannleikurinn er sá að slíkar kröfur hafa aldrei komið fram. Eina tilboð framkvæmdastjórans er að við eigum að stefna félaginu, vinnustaðnum okkar og stéttarfélagi. Með þessu útspili brýtur framkvæmdastjóri Eflingar allar reglur um persónuvernd sem honum ber að virða,“ sagði í yfirlýsingu kvennanna. Aðspurður hverju hann svari þessu segir Viðar að kröfurnar hafi svo sannarlega verið settar fram með fulltingi lögmanns Kristjönu. Það hafi verið gert á fundi í vitna viðurvist. „Ég hef að sjálfsögðu í gegnum allt þetta mál verið mjög meðvitaður um persónuverndarsjónarmið og trúnað. Það er algjörlega í minni óþökk að það sé verið að útkljá málefni einstakra starfsmanna í fjölmiðlum. En þegar svo er komið að þeir starfsmenn að eigin frumkvæði eru farnir að úthrópa starfsmenn félagsins, saka þá um spillingu, ofbeldi og uppnefna þá skúrka fyrir þá sök að hafa ekki gengið að kröfum þessara starfsmanna þá er það ekki bara réttur minn að greina frá þeim kröfum sem um ræðir heldur beinlínis skylda mín. Ef að fólk er að setja fram kröfur sem eru það siðlausar að það sjálft treysti sér ekki til þess að þær komi fram í dagsljósið þá tel ég að þeir sömu einstaklingar ættu mögulega að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara fram með margra mánaða fjölmiðlaherferð til þess að draga athygli þjóðarinnar að sínum málefnum,“ segir Viðar en bætir við að Kristjönu og Elínu sé að sjálfsögðu frjálst að leita réttar síns fyrir dómstólum varðandi meint persónuverndarlagabrot.En telur Viðar að forysta Eflingar hafi komið fram af virðingu við þessa þrjá starfsmenn og í samræmi við þau vinnubrögð sem Efling talar fyrir að eigi að viðhafa á hinum almenna vinnumarkaði? „Ég myndi náttúrulega í fyrsta lagi vilja benda á það að Þráinn Hallgrímsson og Kristjana Valgeirsdóttir voru ekki og eru ekki almennir starfmenn hjá Eflingu heldur háttsettir stjórnendur. Um stjórnendur í félögum þar sem verða leiðtogaskipti í gegnum kosningar og lýðræðislega ákvörðun félagsmanna þá er það skylda þeirra að virða þá ákvörðun. En varðandi virðingu, já, ég tel að þessu fólki hafi verið sýnd full virðing og ég tel enn fremur að öll þeirra réttindi hafi verið virt,“ segir Viðar. Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Segir Þráinn meðal annars að þeir hafi hagað sér gagnvart starfsmönnum eins og verstu atvinnurekendur og „brotið öll mannleg siðalögmál í samskiptum við starfsmenn.“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það veki furðu að maður sem ekki hafi starfað hjá félaginu síðan í maí 2018 komi í dag fram sem heimildarmaður um ýmis innri mál og mál tiltekinna starfsmanna. „Þetta er maður sem kvaddi vinnustaðinn með starfslokasamningi. Maður skilur ekki í fyrsta lagi hvers vegna hann er að tjá sig um málefni síns gamla vinnustaðar á þennan hátt og í öðru lagi á hvaða hátt hann er heimildarmaður um það. Það er kannski ekki síst það sem vekur furðu,“ segir Viðar.Þráinn Hallgrímsson er harðorður í grein sinni.„Enginn varði hagsmuni starfsmannsins á fundinum“ Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag tiltekur Þráinn sérstaklega mál starfmanns sem nýlega var sagt upp störfum hjá Eflingu. Var ástæða uppsagnarinnar skipulagsbreytingar en Þráinn heldur því fram að sú ástæða sé fyrirsláttur hjá forsvarsmönnum félagsins og starfsmanninum hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. „Síðasti brottrekstur á Eflingu var með þeim hætti að starfsmanni var sagt upp störfum fyrirvaralaust. Honum var gert að mæta samstundis hjá framkvæmdastjóra þar sem fyrir var „fulltrúi starfsmanna“ sem framkvæmdastjóri hafði sjálfur valið til setu á fundinum. Ástæða uppsagnar var sögð skipulagsbreytingar. Fljótlega kom í ljós að það var fyrirsláttur enda ráðnir þrír nýir starfsmenn um svipað leyti og engin af verkefnum viðkomandi starfsmanns voru lögð niður. Kunnuglegt bragð stjórnenda fyrirtækja, ekki satt! Áminningarferill var ekki virtur í samræmi við ákvæði kjarasamnings. Í næsta herbergi beið einn lögmanna ASÍ. Þegar starfsmaðurinn neitaði að skrifa undir móttöku uppsagnarbréfs tók lögmaður ASÍ að sér að reyna að sannfæra starfsmanninn um að þessi framkoma framkvæmdastjórans væri í lagi. Enginn varði hagsmuni starfsmannsins á fundinum. Enginn var henni til aðstoðar. Lauk þessu þannig að starfsmanninum var fylgt úr húsi fyrir framan aðra starfsmenn og tekinn af henni lykill og bílakort. Starfsmanninum var síðan meinað að mæta á fyrrverandi vinnustað sinn á skrifstofutíma til að sækja persónulega muni sína,“ segir Þráinn í grein sinni.Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.vísir/vilhelmSkipulagsbreytingarnar raunverulegar Spurður út í málefni þessa starfsmanns segir Viðar að engum hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Þá hefur hann þetta að segja um fullyrðingar þess efnis að skipulagsbreytingar hafi verið fyrirsláttur: „Ef Þráinn hefði verið starfsmaður hér og væri til raunverulegrar frásagnar um málefni skrifstofu Eflingar þá held ég að það hefði ekki farið fram hjá honum, frekar en öðrum starfsmönnum, að hér voru gerðar nokkuð viðamiklar skipulagsbreytingar og kynntar í lok ágúst að undangenginni umræðu í stjórn félagsins og töluvert mikilli undirbúningsvinnu. Ég get fullvissað Þráin og alla aðra um það að þessar breytingar hafa ekki farið fram hjá starfsfólki hér og eru fyllilega raunverulegar.“En er það rétt að það sé enn verið að sinna þeim störfum sem þessi starfsmaður sinnti? „Ég held að ég láti bara duga að segja að þær skipulagsbreytingar sem um ræðir eru raunverulegar og þær hafa falið í sér ýmis konar uppstokkun á verkefnum og verkaskiptingu hér. Afleiðingar þessara breytinga voru þær að þetta tiltekna starf var lagt niður og það áttu sér stað fleiri breytingar og endurskipulagning.“ Í greininni lýsir Þráinn svo þessari skoðun sinni á nýrri forystu Eflingar: „Mín skoðun er sú að hin nýja stétt í forystu Eflingar stefni að því að hreinsa út alla starfsmenn og þekkingu sem kemur úr eldra umhverfi félagsins.“ Spurður út í það hvort hann og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og aðrir í forystu félagsins séu á slíkri vegferð segir Viðar: „Ég kannast ekki við það. Nei, og ég bara hafna þessu.“Þær Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóra Eflingar og Elín Hanna Kjartansdóttir bókari harma málflutning forystu Eflingar gegn sér.Afstöðu stjórnar félagsins verið komið á framfæri Þá sendu þær Kristjana Valgeirsdóttir og Elín Kjartansdóttir frá sér yfirlýsingu í gær vegna fullyrðinga Viðars í fjölmiðlum á mánudag. Þær eru báðar í veikindaleyfi en Kristjana er fjármálastjóri og Elín bókari Eflingar. Í yfirlýsingu Kristjönu og Elínar kemur meðal annars fram að stjórn Eflingar hafi ekki svarað erindum þeirra frá því í apríl og maí um að þær komi á stjórnarfund og skýri sín sjónarmið. Spurður út í þetta segir Viðar: „Þeim er fyllilega ljóst hver afstaða bæði stjórnar félagsins og formannsins sem og mín sem framkvæmdastjóra er og þeirri afstöðu hefur verið komið á framfæri.“ Þá sé það venjan að stjórn fjalli ekki um einstök starfsmannamál heldur sé það yfirleitt hlutverk þeirra sem fara með rekstur skrifstofunnar. Í yfirlýsingunni saka þær Kristjana og Elín Viðar um að brjóta persónuverndarlög með yfirlýsingum um kröfur sem hann segir Kristjönu hafa gert.Rætt var við Kristjönu og Elínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra þegar málið kom upp.„Með þessu útspili brýtur framkvæmdastjóri Eflingar allar reglur um persónuvernd“ „Framkvæmdastjóri Eflingar endurtekur ítrekað að fjármálastjóri hafi gert kröfur um starfslokapakka sem nemi tugum milljóna. Sannleikurinn er sá að slíkar kröfur hafa aldrei komið fram. Eina tilboð framkvæmdastjórans er að við eigum að stefna félaginu, vinnustaðnum okkar og stéttarfélagi. Með þessu útspili brýtur framkvæmdastjóri Eflingar allar reglur um persónuvernd sem honum ber að virða,“ sagði í yfirlýsingu kvennanna. Aðspurður hverju hann svari þessu segir Viðar að kröfurnar hafi svo sannarlega verið settar fram með fulltingi lögmanns Kristjönu. Það hafi verið gert á fundi í vitna viðurvist. „Ég hef að sjálfsögðu í gegnum allt þetta mál verið mjög meðvitaður um persónuverndarsjónarmið og trúnað. Það er algjörlega í minni óþökk að það sé verið að útkljá málefni einstakra starfsmanna í fjölmiðlum. En þegar svo er komið að þeir starfsmenn að eigin frumkvæði eru farnir að úthrópa starfsmenn félagsins, saka þá um spillingu, ofbeldi og uppnefna þá skúrka fyrir þá sök að hafa ekki gengið að kröfum þessara starfsmanna þá er það ekki bara réttur minn að greina frá þeim kröfum sem um ræðir heldur beinlínis skylda mín. Ef að fólk er að setja fram kröfur sem eru það siðlausar að það sjálft treysti sér ekki til þess að þær komi fram í dagsljósið þá tel ég að þeir sömu einstaklingar ættu mögulega að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara fram með margra mánaða fjölmiðlaherferð til þess að draga athygli þjóðarinnar að sínum málefnum,“ segir Viðar en bætir við að Kristjönu og Elínu sé að sjálfsögðu frjálst að leita réttar síns fyrir dómstólum varðandi meint persónuverndarlagabrot.En telur Viðar að forysta Eflingar hafi komið fram af virðingu við þessa þrjá starfsmenn og í samræmi við þau vinnubrögð sem Efling talar fyrir að eigi að viðhafa á hinum almenna vinnumarkaði? „Ég myndi náttúrulega í fyrsta lagi vilja benda á það að Þráinn Hallgrímsson og Kristjana Valgeirsdóttir voru ekki og eru ekki almennir starfmenn hjá Eflingu heldur háttsettir stjórnendur. Um stjórnendur í félögum þar sem verða leiðtogaskipti í gegnum kosningar og lýðræðislega ákvörðun félagsmanna þá er það skylda þeirra að virða þá ákvörðun. En varðandi virðingu, já, ég tel að þessu fólki hafi verið sýnd full virðing og ég tel enn fremur að öll þeirra réttindi hafi verið virt,“ segir Viðar.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45
Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00
Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent