Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2019 16:53 Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/J. Scott Applewhite Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. Á blaðamannafundi í dag sagði Schiff ljóst að Zelensky hafi gert sér grein fyrir stöðunni sem hann var í og hverju Trump ætlaðist af honum. „Þetta rit endurspeglar klassíska „mafíu-kúgun“ erlends leiðtoga,“ sagði Schiff, sem er formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ljóst að Zelensky sárvantaði hernaðarstuðning Bandaríkjanna gegn hernaðaraðgerðum Rússa í austurhluta Úkraínu. Schiff bendir á að samkvæmt ritinu bað Trump Zelensky um greiða, eftir að úkraínski forsetinn tjáði þörf sína á herbúnaði eins og and-skriðdrekavopnum. „Forsetinn tilkynnti starfsbróður sínum að Bandaríkin hefðu gert mikið fyrir Úkraínu, hefðu gert mjög mikið fyrir Úkraínu. Meira en Evrópumenn eða nokkrir aðrir hefðu gert fyrir Úkraínu en það væri ekki mikil gagnkvæmni,“ sagði Schiff. „Svona talar mafíósi. Hvað hefur þú gert fyrir okkur? Við höfum gert mikið fyrir þig en það er ekki mikil gagnkvæmni. Ég vil biðja þig um greiða,“ Sagði Schiff. „Hver er greiðinn? Hann er auðvitað að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Að rannsaka Biden-feðgana.“Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenSchiff sagði ljóst að Zelensky hafi áttað sig á því við hverju Trump bjóst við af honum og hafi reynt að koma sér undan því. „Það sem bætir öðru lagi siðspillingar er að forsetinn vísar til Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og einkalögmanns síns, sem sendiboða sína.“SCHIFF: "What those notes reflect is a classic mafia-like shakedown of a foreign leader ... This is how a mafia boss talks. 'What have you done for us? We've done so much for you, but there isn't much reciprocity.'" pic.twitter.com/7rWC0TX2Je — Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2019 Seinna á blaðamannafundinum var Schiff spurður út í yfirlýsingu Hvíta hússins um að uppritið sýni að hvorugur forsetinn hafi minnst á hundruð milljóna hernaðaraðstoð sem Trump hafði skömmu áður komið í veg fyrir að bærist til Úkraínu. Schiff vísar aftur til þess að Trump hafi beðið Zelensky um greiðan eftir að sá úkraínski nefndi þörf Úkraínu á hernaðaraðstoð. „Það voru aðeins ein skilaboð sem forseti Úkraínu fékk frá þessum fundi. Það var: „Þetta er það sem ég þarf. Ég veit hvað þú þarft.“ Eins og hver annar mafíósi, þá þurfti forsetinn [Trump] ekki að segja: „Þetta er flott land sem þú átt. Það væri skömm ef eitthvað kæmi fyrir það.“ Það var ljóst frá samtali þeirra.“ „Það þarf ekki endilega greiða fyrir greiða til að svíkja þjóð þína eða embættiseið þinn. Jafnvel þó margir lesi þetta þannig,“ sagði Schiff og bætti við að Trump hefði gert það augljóst til hvers hann ætlaðist og sendimenn hans hefðu gert það sömuleiðis. „Úkraínumenn vissu hvað þeir þurftu að gera til að fá hernaðaraðstoð og það var að hjálpa forseta Bandaríkjanna að brjóta embættiseið sinn.“JOURNO: The WH says this proves there was no quid pro quo b/c withheld military aid never came upSCHIFF: The president of Ukraine brought up his country's need for military assistance & immediately after POTUS said, 'I have a favor I want to ask of you' & would not let it go pic.twitter.com/GNZVW3BdWe— Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2019 Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24. september 2019 21:43 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. Á blaðamannafundi í dag sagði Schiff ljóst að Zelensky hafi gert sér grein fyrir stöðunni sem hann var í og hverju Trump ætlaðist af honum. „Þetta rit endurspeglar klassíska „mafíu-kúgun“ erlends leiðtoga,“ sagði Schiff, sem er formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ljóst að Zelensky sárvantaði hernaðarstuðning Bandaríkjanna gegn hernaðaraðgerðum Rússa í austurhluta Úkraínu. Schiff bendir á að samkvæmt ritinu bað Trump Zelensky um greiða, eftir að úkraínski forsetinn tjáði þörf sína á herbúnaði eins og and-skriðdrekavopnum. „Forsetinn tilkynnti starfsbróður sínum að Bandaríkin hefðu gert mikið fyrir Úkraínu, hefðu gert mjög mikið fyrir Úkraínu. Meira en Evrópumenn eða nokkrir aðrir hefðu gert fyrir Úkraínu en það væri ekki mikil gagnkvæmni,“ sagði Schiff. „Svona talar mafíósi. Hvað hefur þú gert fyrir okkur? Við höfum gert mikið fyrir þig en það er ekki mikil gagnkvæmni. Ég vil biðja þig um greiða,“ Sagði Schiff. „Hver er greiðinn? Hann er auðvitað að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Að rannsaka Biden-feðgana.“Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenSchiff sagði ljóst að Zelensky hafi áttað sig á því við hverju Trump bjóst við af honum og hafi reynt að koma sér undan því. „Það sem bætir öðru lagi siðspillingar er að forsetinn vísar til Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og einkalögmanns síns, sem sendiboða sína.“SCHIFF: "What those notes reflect is a classic mafia-like shakedown of a foreign leader ... This is how a mafia boss talks. 'What have you done for us? We've done so much for you, but there isn't much reciprocity.'" pic.twitter.com/7rWC0TX2Je — Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2019 Seinna á blaðamannafundinum var Schiff spurður út í yfirlýsingu Hvíta hússins um að uppritið sýni að hvorugur forsetinn hafi minnst á hundruð milljóna hernaðaraðstoð sem Trump hafði skömmu áður komið í veg fyrir að bærist til Úkraínu. Schiff vísar aftur til þess að Trump hafi beðið Zelensky um greiðan eftir að sá úkraínski nefndi þörf Úkraínu á hernaðaraðstoð. „Það voru aðeins ein skilaboð sem forseti Úkraínu fékk frá þessum fundi. Það var: „Þetta er það sem ég þarf. Ég veit hvað þú þarft.“ Eins og hver annar mafíósi, þá þurfti forsetinn [Trump] ekki að segja: „Þetta er flott land sem þú átt. Það væri skömm ef eitthvað kæmi fyrir það.“ Það var ljóst frá samtali þeirra.“ „Það þarf ekki endilega greiða fyrir greiða til að svíkja þjóð þína eða embættiseið þinn. Jafnvel þó margir lesi þetta þannig,“ sagði Schiff og bætti við að Trump hefði gert það augljóst til hvers hann ætlaðist og sendimenn hans hefðu gert það sömuleiðis. „Úkraínumenn vissu hvað þeir þurftu að gera til að fá hernaðaraðstoð og það var að hjálpa forseta Bandaríkjanna að brjóta embættiseið sinn.“JOURNO: The WH says this proves there was no quid pro quo b/c withheld military aid never came upSCHIFF: The president of Ukraine brought up his country's need for military assistance & immediately after POTUS said, 'I have a favor I want to ask of you' & would not let it go pic.twitter.com/GNZVW3BdWe— Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2019
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24. september 2019 21:43 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35
Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24. september 2019 21:43
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06