Fótbolti

Fyrsta deildartap PSG á heimavelli í eitt og hálft ár

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Neymar og félagar áttu engin svör við þéttum varnarmúr Reims í kvöld.
Neymar og félagar áttu engin svör við þéttum varnarmúr Reims í kvöld. vísir/getty
Undur og stórmerki áttu sér stað í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar Frakklandsmeistarar PSG fengu Reims í heimsókn.

PSG hefur haft algjöra yfirburði í frönskum fótbolta undanfarin ár og hafa verið sérstaklega öflugir á heimavelli þar sem þeir voru til dæmis taplausir á síðustu leiktíð.

Reims gerði sér hins vegar lítið fyrir og sigraði á Parc des Princes í kvöld með mörkum Hassane Kamara og Boulaye Dia. Lokatölur 0-2.

Fyrsta tap PSG á heimavelli í Ligue 1 síðan í maí 2018 en PSG er þrátt fyrir það á toppi deildarinnar með 15 stig eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×