Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2019 11:55 Bandaríski lyfsölurisinn CVS hefur bæst í hóp fyrirtækja sem selur ekki lengur brjóstsviðalyfið Zantac. Rannsókn stendur yfir mögulega krabbameinsvaldandi efni sem fannst í lyfinu og öðrum með sama virka efni. Zantac verið innkallað í Kanada og Frakklandi. Heilbrigðis- og matvælayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tilkynntu um miðjan mánuðinn að þau væru að skoða nitrósamín, mögulega krabbameinsvaldandi efni, sem væri að finna í lyfjum sem innihalda virka efnið ranitidín, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Zantac hefur meðal annars verið selt á Íslandi. Samkvæmt lyfjaskrá inniheldur lyfið Asýran einnig ranitidín. Lyfin eiga að draga úr framleiðslu magasýru í sjúklingum með brjóstsviða og magasár. Yfirvöld hafa sagt að engin bráð hætta sé á ferðum. Sjúklingar ættu ekki að hætta að taka lyfið strax heldur ráðfæra sig við lækni til að skrifa upp á lyf með öðru virku efni en ranitidín. CVS tilkynnti engu að síður í gær að fyrirtækið ætla að hætta sölu á Zantac í verslunum sínum til að gæta fyllstu varkárni þrátt fyrir að lyfin hafi ekki verið innkölluð. Áður hafa aðrar stórar keðjur eins og Walgreens, Walmart og Rite Aid hætt sölu á lyfinu í Bandaríkjunum. Í tilkynningu Lyfjastofnunar á föstudag sagði að evrópsk lyfjayfirvöld hafi farið fram á við markaðsleyfishafa að þeir endurmeti ferli alla lyfja sem innihalda efnasmíðuð virk efni til að meta áhættu á myndun svonefndra nítrósamína. Rannsóknir benda til þess að þau geti valdið krabbameini í mönnum. Áhættan á að þeir sem taka lyf sem nítrósamín hefur fundist í fái krabbamein sé talin lítil. Nítrósamín fannst í allmörgum blóðþrýstingslyfjum í fyrra. Það leiddi til þess að mörg þeirra voru innkölluð. Bandaríkin Lyf Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Bandaríski lyfsölurisinn CVS hefur bæst í hóp fyrirtækja sem selur ekki lengur brjóstsviðalyfið Zantac. Rannsókn stendur yfir mögulega krabbameinsvaldandi efni sem fannst í lyfinu og öðrum með sama virka efni. Zantac verið innkallað í Kanada og Frakklandi. Heilbrigðis- og matvælayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tilkynntu um miðjan mánuðinn að þau væru að skoða nitrósamín, mögulega krabbameinsvaldandi efni, sem væri að finna í lyfjum sem innihalda virka efnið ranitidín, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Zantac hefur meðal annars verið selt á Íslandi. Samkvæmt lyfjaskrá inniheldur lyfið Asýran einnig ranitidín. Lyfin eiga að draga úr framleiðslu magasýru í sjúklingum með brjóstsviða og magasár. Yfirvöld hafa sagt að engin bráð hætta sé á ferðum. Sjúklingar ættu ekki að hætta að taka lyfið strax heldur ráðfæra sig við lækni til að skrifa upp á lyf með öðru virku efni en ranitidín. CVS tilkynnti engu að síður í gær að fyrirtækið ætla að hætta sölu á Zantac í verslunum sínum til að gæta fyllstu varkárni þrátt fyrir að lyfin hafi ekki verið innkölluð. Áður hafa aðrar stórar keðjur eins og Walgreens, Walmart og Rite Aid hætt sölu á lyfinu í Bandaríkjunum. Í tilkynningu Lyfjastofnunar á föstudag sagði að evrópsk lyfjayfirvöld hafi farið fram á við markaðsleyfishafa að þeir endurmeti ferli alla lyfja sem innihalda efnasmíðuð virk efni til að meta áhættu á myndun svonefndra nítrósamína. Rannsóknir benda til þess að þau geti valdið krabbameini í mönnum. Áhættan á að þeir sem taka lyf sem nítrósamín hefur fundist í fái krabbamein sé talin lítil. Nítrósamín fannst í allmörgum blóðþrýstingslyfjum í fyrra. Það leiddi til þess að mörg þeirra voru innkölluð.
Bandaríkin Lyf Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira