Innlent

Áfengi mælist dýrast á Íslandi

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Sopinn er dýrastur á Íslandi.
Sopinn er dýrastur á Íslandi. Fréttablaðið/Ernir
Í nýrri rannsókn Euro­stat á áfengisverði í Evrópu kemur í ljós að Ísland er dýrasti staðurinn. Rannsóknin næri bæði til Evrópusambandsins og EFTA-landanna. Er áfengisverð á Íslandi meira en tvöfalt meðalverð í Evrópu. Meðaltalið er reiknað sem 100 prósent en verðið á Íslandi er 267,6.

Eina landið sem kemst nálægt Íslandi er Noregur, þar sem hlutfallið er 252,2. Líkt og í Noregi eru skattar á áfengi háir á Íslandi. Vel yfir helmingur á bjór og léttvíni og enn hærri á sterku víni. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi munu áfengisskattar hækkar um 2,5 prósent um áramót.

Til samanburðar má nefna að áfengisverð í Svíþjóð er 152 prósent af meðaltali, Í Danmörku 124, í Bretlandi 129, Þýskalandi 88,5 og Spáni 84. Ódýrast er áfengi í Norður-Makedóníu og Bosníu, eða um 72 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×