Fótbolti

Stytta af Zlatan í Malmö: „Flestir fá þetta þegar þeir eru fallnir frá en ég fæ hana þegar ég er enn á lífi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan fagnar marki í MLS-deildinni.
Zlatan fagnar marki í MLS-deildinni. vísir/getty

Stytta verður reist af Zlatan Ibrahimovic í heimabæ hans, Malmö, til minngar um frábæran feril hjá þessum magnaða Svía.

Styttan verður reist á torgi milli nýja og gamla leikvangs Malmö en þessi 37 ára gamli Svíi hefur skorað meira en 400 mörk á sínum atvinnumannaferli.

Hann hefur meðal annars spilað fyrir Barcelona, PSG og Manchester United en hann leikur nú með LA Galaxy í MLS-deildinni þar sem hann hefur raðað inn mörkum.

„Ég er mjög ánægður með ákvörðunina að styttan verði reist í Malmö og það var mín ósk frá byrjun. Þar byrjaði ég og hjarta mitt slær þar,“ sagði Zlatan.



 





„Þú færð þetta yfirleitt eftir að þú fellur frá en ég fæ þetta þegar ég er enn lifandi. Þegar ég dey þá mun þetta lifa að eilífu.“

Styttan verður 2,7 metrar að hæð og 500 kíló en styttan er gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu. Hann skoraði 62 mörk í 116 landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×