Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2019 22:45 Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó. AP/John Locher Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius, játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Flestir þeirra sem létu lífið voru spænskættaðir. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó.Samkvæmt Reuters er talið að hann hafi birt yfirlýsingu á vefnum 8chan, sem er mikið notaður af öfgafólki, þar sem hann sagði árásina vera svar við „innrás spænskættaðra í Texas“. Hann gafst upp þegar lögregluþjónar komu að vettvangi.Patrick Crusius.AP/FBIÁkæran gegn honum verður líklega ekki opinberuð fyrr en í næstu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögmen Crusius hafa sagt að þeir muni gera sitt besta til að reyna að koma í veg fyrir að hann verði tekinn af lífi.Innan við sólarhring eftir fjöldamorð Crusius hóf annar maður, sem hét Connor Betts, skothríð í Dayton í Ohio. Sá skaut níu til bana og særði 27 áður en hann var skotinn til bana af lögregluþjónum. Frá því hann hóf skothríð sína og þar til hann var skotinn til bana, leið tæp mínúta. Seinna í ágúst skaut Seth Aaron sjö manns til bana og særði 22 í bæjunum Odessa og Midland í Texas. Allir árásarmennirnir notuðust við hálfsjálfvirka riffla og hefur umræða um herta byssulöggjöf orðið umfangsmikil í enn eitt skiptið í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórar 145 stórra bandarískra fyrirtækja hafa sent öldungadeild Bandaríkjaþings bréf, þar sem kallað er eftir aðgerðum vegna skotárása. Meðal annars er lagt til að umfang bakgrunnskoðana við byssukaup verði aukið og að dómstólum verði gert kleift að leggja hald á byssur aðila sem talið er að gætu skaðað sig eða aðra.Þá hafa forsvarsmenn verslanakeðja eins og Publix, Kroger, CVS, Walmart og Walgreens beðið viðskiptavini sína um að bera ekki byssur í verslunum þeirra. Jafnvel þó það sé löglegt. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. 7. september 2019 21:48 Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Morðinginn í El Paso vildi drepa "Mexíkóa“ Maðurinn gekkst fúslega við því að hafa skotið fólk í verslun í El Paso þegar lögreglumenn stöðvuðu hann á laugardag. 9. ágúst 2019 20:06 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius, játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Flestir þeirra sem létu lífið voru spænskættaðir. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó.Samkvæmt Reuters er talið að hann hafi birt yfirlýsingu á vefnum 8chan, sem er mikið notaður af öfgafólki, þar sem hann sagði árásina vera svar við „innrás spænskættaðra í Texas“. Hann gafst upp þegar lögregluþjónar komu að vettvangi.Patrick Crusius.AP/FBIÁkæran gegn honum verður líklega ekki opinberuð fyrr en í næstu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögmen Crusius hafa sagt að þeir muni gera sitt besta til að reyna að koma í veg fyrir að hann verði tekinn af lífi.Innan við sólarhring eftir fjöldamorð Crusius hóf annar maður, sem hét Connor Betts, skothríð í Dayton í Ohio. Sá skaut níu til bana og særði 27 áður en hann var skotinn til bana af lögregluþjónum. Frá því hann hóf skothríð sína og þar til hann var skotinn til bana, leið tæp mínúta. Seinna í ágúst skaut Seth Aaron sjö manns til bana og særði 22 í bæjunum Odessa og Midland í Texas. Allir árásarmennirnir notuðust við hálfsjálfvirka riffla og hefur umræða um herta byssulöggjöf orðið umfangsmikil í enn eitt skiptið í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórar 145 stórra bandarískra fyrirtækja hafa sent öldungadeild Bandaríkjaþings bréf, þar sem kallað er eftir aðgerðum vegna skotárása. Meðal annars er lagt til að umfang bakgrunnskoðana við byssukaup verði aukið og að dómstólum verði gert kleift að leggja hald á byssur aðila sem talið er að gætu skaðað sig eða aðra.Þá hafa forsvarsmenn verslanakeðja eins og Publix, Kroger, CVS, Walmart og Walgreens beðið viðskiptavini sína um að bera ekki byssur í verslunum þeirra. Jafnvel þó það sé löglegt.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. 7. september 2019 21:48 Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Morðinginn í El Paso vildi drepa "Mexíkóa“ Maðurinn gekkst fúslega við því að hafa skotið fólk í verslun í El Paso þegar lögreglumenn stöðvuðu hann á laugardag. 9. ágúst 2019 20:06 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. 7. september 2019 21:48
Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10
Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06
Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13
Morðinginn í El Paso vildi drepa "Mexíkóa“ Maðurinn gekkst fúslega við því að hafa skotið fólk í verslun í El Paso þegar lögreglumenn stöðvuðu hann á laugardag. 9. ágúst 2019 20:06
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33