Myrkir músíkdagar tilnefndir til EFFE-verðlauna Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. september 2019 09:00 Gunnar Karel, listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga. Fréttablaðið/Eyþór Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er tilnefnd til EFFE-verðlaunanna ásamt virtum listahátíðum á borð við BBC Proms og Maggio Musicale Fiorentino. Verðlaunaafhendingin fer fram í Brussel þann 26. september næstkomandi en auk þess verða sérstök áhorfendaverðlaun veitt þeirri hátíð sem hlutskörpust er í opinni vefkosningu á meðal almennings. Myrkir músíkdagar eru meðal 24 evrópskra listahátíða sem hljóta að þessu sinni heiðursnafnbótina „EFFE Laureate“ og tilnefndar eru til EFFE-verðlaunanna 2019-2020. Alþjóðleg dómnefnd valdi þær úr hópi 715 hátíða á úrvalslista EFFE – Europe for festivals, Festivals for Europe. Verðlaunin eru hluti af framtaksverkefni Evrópusambandsins og eru veitt annað hvert ár til listahátíða sem þykja skara fram úr hvað varðar listræn gæði og hafa mikil áhrif á menningarsamstarf í nærumhverfi sínu. „Við hjá Myrkum músíkdögum erum ótrulega ánægð og þakklát fyrir þessa viðurkenningu. Sem ein af elstu tónlistarhátíðum landsins er það mjög mikilvægt fyrir okkur að hugsa til framtíðar og er þessi viðurkenning gott veganesti inn í 40 ára afmælisár hátíðarinnar á næsta ári. Það má með sanni segja að hátíðin sé að þroskast og þróast í rétta átt,“ segir Gunnar Karel Másson, listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga. Myrkir músíkdagar verða næst 25. janúar til 1. febrúar 2020. Hátíðin fagnar þá 40 ára afmæli sínu en hún hóf göngu sína árið 1980 að frumkvæði Tónskáldafélags Íslands. Dagskrá Myrkra músíkdaga verður kynnt á vef hátíðarinnar á næstu vikum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er tilnefnd til EFFE-verðlaunanna ásamt virtum listahátíðum á borð við BBC Proms og Maggio Musicale Fiorentino. Verðlaunaafhendingin fer fram í Brussel þann 26. september næstkomandi en auk þess verða sérstök áhorfendaverðlaun veitt þeirri hátíð sem hlutskörpust er í opinni vefkosningu á meðal almennings. Myrkir músíkdagar eru meðal 24 evrópskra listahátíða sem hljóta að þessu sinni heiðursnafnbótina „EFFE Laureate“ og tilnefndar eru til EFFE-verðlaunanna 2019-2020. Alþjóðleg dómnefnd valdi þær úr hópi 715 hátíða á úrvalslista EFFE – Europe for festivals, Festivals for Europe. Verðlaunin eru hluti af framtaksverkefni Evrópusambandsins og eru veitt annað hvert ár til listahátíða sem þykja skara fram úr hvað varðar listræn gæði og hafa mikil áhrif á menningarsamstarf í nærumhverfi sínu. „Við hjá Myrkum músíkdögum erum ótrulega ánægð og þakklát fyrir þessa viðurkenningu. Sem ein af elstu tónlistarhátíðum landsins er það mjög mikilvægt fyrir okkur að hugsa til framtíðar og er þessi viðurkenning gott veganesti inn í 40 ára afmælisár hátíðarinnar á næsta ári. Það má með sanni segja að hátíðin sé að þroskast og þróast í rétta átt,“ segir Gunnar Karel Másson, listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga. Myrkir músíkdagar verða næst 25. janúar til 1. febrúar 2020. Hátíðin fagnar þá 40 ára afmæli sínu en hún hóf göngu sína árið 1980 að frumkvæði Tónskáldafélags Íslands. Dagskrá Myrkra músíkdaga verður kynnt á vef hátíðarinnar á næstu vikum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira