Áhættuleikkona stefnir framleiðendum Resident Evil vegna hryllilegs slyss á tökustað Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 08:37 Olivia Jackson hefur greint skilmerkilega frá bataferli sínu eftir slysið á Instagram. Skjáskot/@oliviathebandit Áhættuleikkona sem slasaðist lífshættulega í mótorhjólaslysi við tökur á kvikmyndinni Resident Evil: The Final Chapter í Suður-Afríku árið 2015 hefur stefnt framleiðendum myndarinnar vegna slyssins. Áverkar konunnar munu há henni um aldur og ævi en hún missti m.a. handlegg og var í dái í sautján daga eftir slysið. Í stefnu Oliviu Jackson, sem lék áhættuatriði fyrir Millu Jovovich, aðalleikkonu myndarinnar, segir að framleiðendur hafi tjáð henni að greitt yrði fyrir sjúkrahúsvist og læknismeðferðir með sjúkratryggingum. Hún kveðst hins vegar aðeins hafa fengið um 33 þúsund dali, eða um fjórar milljónir íslenskra króna, borgaða. Um sé að ræða örlítinn hluta kostnaðarins en Jackson mun þurfa að greiða himinháar fjárhæðir í sjúkrahúskostnað það sem eftir er ævi sinnar. Þá varð hún einnig fyrir gríðarlegu tekjutapi vegna slyssins en Jackson hafði á sínum tíma verið ráðin sem áhættuleikkona í stórmyndinni Wonder Woman. Jackson heldur því jafnframt fram að gáleysi framleiðenda hafi orsakað slysið, sem varð þegar hún ók mótórhjóli á miklum hraða og hafnaði á myndavélakrana. Við áreksturinn „gjöreyðilagðist“ bein í framhandlegg hennar, svo taka þurfti handlegginn af við öxl, og þá flettist hold af andliti hennar með þeim afleiðingum að tennur hennar sáust í gegnum kinnina. Jackson hlaut einnig alvarlega áverka á hrygg og lungum, auk frekari beinbrota. Hún lýsir því í stefnunni að hún sé öll „snúin og afskræmd“ eftir slysið. Hér að neðan má sjá röntgenmynd sem sýnir umfang áverkanna. View this post on InstagramYup that’s a battery pack implanted in my left bum cheek. It powers electric currents to the neuro-pain-transmitter implanted on to my spinal cord (behind my teeth in the X-ray), to help with phantom arm pain. My left shoulder is raised due to paralysis of the left core & the the arm amputation. Hardest part of my days is to hold my head up (literally & figuratively). Paralysis of the left side of my neck, the skew spine & the fused neck make it really difficult to hold my own head up straight. The constant pain is unexplainable. I can’t actually remember what it feels like to be in a normal , pain free body It’s so tempting to hate the people that did this to me I try, rather, to use that energy to focus on getting better and staying positive A post shared by Olivia Jackson (@oliviathebandit) on Oct 20, 2018 at 4:23am PDT Jackson stefndi framleiðendunum fyrst í Suður-Afríku, þar sem tökur á myndinni fóru fram, en málinu var vísað frá. Málið er nú komið fyrir í rétt í Los Angeles, þar sem Jackson hefur stefnt framleiðslufyrirtækinu, sem og Jeremy Bolt og Paul Anderson, handritshöfundi og leikstjóra myndarinnar, fyrir samningsbrot. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Áhættuleikkona sem slasaðist lífshættulega í mótorhjólaslysi við tökur á kvikmyndinni Resident Evil: The Final Chapter í Suður-Afríku árið 2015 hefur stefnt framleiðendum myndarinnar vegna slyssins. Áverkar konunnar munu há henni um aldur og ævi en hún missti m.a. handlegg og var í dái í sautján daga eftir slysið. Í stefnu Oliviu Jackson, sem lék áhættuatriði fyrir Millu Jovovich, aðalleikkonu myndarinnar, segir að framleiðendur hafi tjáð henni að greitt yrði fyrir sjúkrahúsvist og læknismeðferðir með sjúkratryggingum. Hún kveðst hins vegar aðeins hafa fengið um 33 þúsund dali, eða um fjórar milljónir íslenskra króna, borgaða. Um sé að ræða örlítinn hluta kostnaðarins en Jackson mun þurfa að greiða himinháar fjárhæðir í sjúkrahúskostnað það sem eftir er ævi sinnar. Þá varð hún einnig fyrir gríðarlegu tekjutapi vegna slyssins en Jackson hafði á sínum tíma verið ráðin sem áhættuleikkona í stórmyndinni Wonder Woman. Jackson heldur því jafnframt fram að gáleysi framleiðenda hafi orsakað slysið, sem varð þegar hún ók mótórhjóli á miklum hraða og hafnaði á myndavélakrana. Við áreksturinn „gjöreyðilagðist“ bein í framhandlegg hennar, svo taka þurfti handlegginn af við öxl, og þá flettist hold af andliti hennar með þeim afleiðingum að tennur hennar sáust í gegnum kinnina. Jackson hlaut einnig alvarlega áverka á hrygg og lungum, auk frekari beinbrota. Hún lýsir því í stefnunni að hún sé öll „snúin og afskræmd“ eftir slysið. Hér að neðan má sjá röntgenmynd sem sýnir umfang áverkanna. View this post on InstagramYup that’s a battery pack implanted in my left bum cheek. It powers electric currents to the neuro-pain-transmitter implanted on to my spinal cord (behind my teeth in the X-ray), to help with phantom arm pain. My left shoulder is raised due to paralysis of the left core & the the arm amputation. Hardest part of my days is to hold my head up (literally & figuratively). Paralysis of the left side of my neck, the skew spine & the fused neck make it really difficult to hold my own head up straight. The constant pain is unexplainable. I can’t actually remember what it feels like to be in a normal , pain free body It’s so tempting to hate the people that did this to me I try, rather, to use that energy to focus on getting better and staying positive A post shared by Olivia Jackson (@oliviathebandit) on Oct 20, 2018 at 4:23am PDT Jackson stefndi framleiðendunum fyrst í Suður-Afríku, þar sem tökur á myndinni fóru fram, en málinu var vísað frá. Málið er nú komið fyrir í rétt í Los Angeles, þar sem Jackson hefur stefnt framleiðslufyrirtækinu, sem og Jeremy Bolt og Paul Anderson, handritshöfundi og leikstjóra myndarinnar, fyrir samningsbrot.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira