Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Sylvía Hall skrifar 14. september 2019 08:48 Beto O'Rourke. Vísir/Getty Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. Þar sagðist hann ætla að gera öll sjálfvirk skotvopn upptæk og ítrekaði jafnframt þá skoðun á Twitter-síðu sinni. „Já, ef þetta er skotvopn sem var hannað til þess að drepa fólk í bardaga,“ svaraði O‘Rourke aðspurður hvort hann ætlaði að gera fólki skylt að selja ríkinu slík skotvopn.Last night, I was asked if I’d buy back AR-15s and AK-47s. I said, “Hell yes.” If you’re with me, RT. pic.twitter.com/Z29m8i1Orn — Beto O'Rourke (@BetoORourke) September 14, 2019 Skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum hefur löngum verið hitamál og hafa endurbætur á skotvopnalöggjöf mætt harðri gagnrýni frá þeim Bandaríkjamönnum sem trúa því að réttur þeirra til skotvopnaeignar sé eitthvað sem stjórnmálamenn eiga ekki að skipta sér af. Á það sérstaklega við í Texasríki, sem er heimaríki O'Rourke. Á meðal þeirra sem voru ósáttir við ummæli frambjóðandans var þingmaðurinn og repúblikaninn Briscoe Cain frá Texas sem birti færslu til O‘Rourke á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði riffillinn sinn vera „tilbúinn“ fyrir frambjóðandann. „AR riffillinn minn er tilbúinn fyrir þig Robert Francis,“ skrifaði Cain til O‘Rourke, sem heitir fullu nafni Robert Francis. O‘Rourke svaraði færslunni með þeim orðum að þetta væri einfaldlega líflátshótun og Cain væri ekki hæfur til þess að eiga skotvopn. Færslunni var eytt af Twitter eftir að hún var tilkynnt til stjórnenda síðunnar og var hún sögð brjóta gegn reglum sem kveða á um bann við ofbeldishótunum. Cain var ósáttur og kallaði frambjóðandann barn í kjölfarið, en færslan var tilkynnt til alríkislögreglunnar, FBI, í Bandaríkjunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. Þar sagðist hann ætla að gera öll sjálfvirk skotvopn upptæk og ítrekaði jafnframt þá skoðun á Twitter-síðu sinni. „Já, ef þetta er skotvopn sem var hannað til þess að drepa fólk í bardaga,“ svaraði O‘Rourke aðspurður hvort hann ætlaði að gera fólki skylt að selja ríkinu slík skotvopn.Last night, I was asked if I’d buy back AR-15s and AK-47s. I said, “Hell yes.” If you’re with me, RT. pic.twitter.com/Z29m8i1Orn — Beto O'Rourke (@BetoORourke) September 14, 2019 Skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum hefur löngum verið hitamál og hafa endurbætur á skotvopnalöggjöf mætt harðri gagnrýni frá þeim Bandaríkjamönnum sem trúa því að réttur þeirra til skotvopnaeignar sé eitthvað sem stjórnmálamenn eiga ekki að skipta sér af. Á það sérstaklega við í Texasríki, sem er heimaríki O'Rourke. Á meðal þeirra sem voru ósáttir við ummæli frambjóðandans var þingmaðurinn og repúblikaninn Briscoe Cain frá Texas sem birti færslu til O‘Rourke á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði riffillinn sinn vera „tilbúinn“ fyrir frambjóðandann. „AR riffillinn minn er tilbúinn fyrir þig Robert Francis,“ skrifaði Cain til O‘Rourke, sem heitir fullu nafni Robert Francis. O‘Rourke svaraði færslunni með þeim orðum að þetta væri einfaldlega líflátshótun og Cain væri ekki hæfur til þess að eiga skotvopn. Færslunni var eytt af Twitter eftir að hún var tilkynnt til stjórnenda síðunnar og var hún sögð brjóta gegn reglum sem kveða á um bann við ofbeldishótunum. Cain var ósáttur og kallaði frambjóðandann barn í kjölfarið, en færslan var tilkynnt til alríkislögreglunnar, FBI, í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42
Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00
Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21