Demókratar pressa á Trump vegna skotvopnalöggjafar Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 20:43 Chuck Schumer og Nancy Pelosi vilja tryggja að bakgrunnsathuganir nái um alla skotvopnakaupendur. Vísir/Getty Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna frumvarps um breytingar á skotvopnalöggjöf. Þau segja breytingar á lögum um skotvopnaeign aðeins fullnægjandi ef þær feli í sér allsherjar bakgrunnsathugun á kaupanda. Tvö hundruð dagar eru liðnir frá því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að bakgrunnsathuganir skyldu ná til allra skotvopnakaupenda. Öldungadeild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og vilja leiðtogar Demókrataflokksins, þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer tryggja að frumvarpið hafi í för með sér alvöru breytingar. Þau ræddu við forsetann símleiðis í dag þar sem þau áréttuðu að allar þær breytingar á skotvopnalöggjöfinni væru ófullnægjandi ef slíkar athuganir væru ekki tryggðar. Enn væru hættulegar glufur í kerfinu sem gerðu einstaklingum kleift að kaupa byssur, þó það væri ekki ákjósanlegt að þeir hefðu aðgang að slíkum vopnum.Sjá einnig: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Í frétt Reuters um málið kemur fram að leiðtogarnir lofuðu forsetanum „sögulegri undirskriftarathöfn“ í rósagarði Hvíta hússins ef samkomulag næðist. Þau segjast treysta á að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarþingsins og leiðtogi Repúblikana, muni koma frumvarpinu í gegn og þar með „bjarga eins mörgum lífum og mögulegt er“. Skotvopnalöggjöf hefur verið mikil hitamál í Bandaríkjunum undanfarin ár í kjölfar skotárása sem hafa kostað þúsundir lífið undanfarin ár. Eftir tvær skotárásir með stuttu millibili í ágústmánuði hefur umræðan enn á ný farið hátt og sagði Trump meðal annars að hann hygðist fara fram á að þeir sem fremdu fjöldamorð og hatursglæpi fengju dauðarefsingu „hratt og örugglega“. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48 Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna frumvarps um breytingar á skotvopnalöggjöf. Þau segja breytingar á lögum um skotvopnaeign aðeins fullnægjandi ef þær feli í sér allsherjar bakgrunnsathugun á kaupanda. Tvö hundruð dagar eru liðnir frá því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að bakgrunnsathuganir skyldu ná til allra skotvopnakaupenda. Öldungadeild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og vilja leiðtogar Demókrataflokksins, þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer tryggja að frumvarpið hafi í för með sér alvöru breytingar. Þau ræddu við forsetann símleiðis í dag þar sem þau áréttuðu að allar þær breytingar á skotvopnalöggjöfinni væru ófullnægjandi ef slíkar athuganir væru ekki tryggðar. Enn væru hættulegar glufur í kerfinu sem gerðu einstaklingum kleift að kaupa byssur, þó það væri ekki ákjósanlegt að þeir hefðu aðgang að slíkum vopnum.Sjá einnig: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Í frétt Reuters um málið kemur fram að leiðtogarnir lofuðu forsetanum „sögulegri undirskriftarathöfn“ í rósagarði Hvíta hússins ef samkomulag næðist. Þau segjast treysta á að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarþingsins og leiðtogi Repúblikana, muni koma frumvarpinu í gegn og þar með „bjarga eins mörgum lífum og mögulegt er“. Skotvopnalöggjöf hefur verið mikil hitamál í Bandaríkjunum undanfarin ár í kjölfar skotárása sem hafa kostað þúsundir lífið undanfarin ár. Eftir tvær skotárásir með stuttu millibili í ágústmánuði hefur umræðan enn á ný farið hátt og sagði Trump meðal annars að hann hygðist fara fram á að þeir sem fremdu fjöldamorð og hatursglæpi fengju dauðarefsingu „hratt og örugglega“.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48 Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48
Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33