Innlent

Hlaupið í Skaftá nú mjög lítið

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Frá Skaftárhlaupi í ágúst í fyrra.
Frá Skaftárhlaupi í ágúst í fyrra. Vísir/Jóhann K.

Líkt og Veðurstofa Íslands greindi frá fyrr í dag er hlaup hafið í Skaftá. Rennsli hefur aukist lítillega frá því fyrir helgi og jafnframt hefur rafleiðni hækkað.

Í tilkynningu veðurstofunnar segir að hlaupið komi úr Vestari-Skaftárkatli, sem síðast hljóp úr um verslunarmannahelgina í fyrra. Því gerir Veðurstofan ekki ráð fyrir stóru hlaupi.

Gamlabrúin yfir Eldvatn. Myndin er tekin áður en Skaftárhlaup náði hámarki sínu í fyrra. Nýja brúin er litlu neðar.Vísir/Jóhann K.

Hlaupið í fyrra það næststærsta í sögunni

Skaftárhlaupið í fyrra var margt ólíkt þeim fyrri sem hafa orðið enda hljóp úr báðum kötlum Skaftárjökuls samtímis. Hlaupið var það næststærsta í sögunni að sögn fræðimanna.

Í hlaupinu 2015 skemmdist brúin yfir Eldvatn mikið. Síðan þá hefur umferð um brúna meira eða minna verið takmörkuð en tekin var ákvörðun um að smíða nýja brú yfir Eldvatn. Sú smíði er á lokametrunum en umferð verður hleypt á brúna, sem er litlu neðan er gamla brúin, í október. Heildar kostnaður er um 600 milljónir.

Sjá einnig: Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn

Mikill leir kom með Skaftá í hlaupinu í fyrraVísir/Jóhann K.

Hlaupið núna er mjög lítið

Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hlaupið nú sé mjög lítið og geti varla talist hlaup hvað vatnsmagn varðar. Sú staðfesting sem menn hafi er hvað rafleiðni, hefur hækkað í ánni. Böðvar segir að mikill brennisteinsfnykur sé við ána og því þurfi fólk að vera á varðbergi.

Sjá einnig: Ferðamenn fengu nokkar mínútur til þess að forða sér

Alls ómögulegt er að segja hvenær hlaupið nái að Þjóðvegi 1, um Eldhraun. Hækkunin á vatnsyfirborði hafi hækkað mjög lítið, en sé þó enn að hækka. Yfirleitt þegar Skaftárkatlar hafi hlaupið hafi það gerst með meiri ofsa en það sé ekki til staðar í dag.

Náttúrvársérfræðingar skoðuðu aðstæður á vettvangi í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×