Krefst þess að alþjóðasamfélagið hafni aðgerðum Bandaríkjanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2019 19:00 Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, á fundinum í Vín í dag. AP/Ronald Zak Orkumálaráðherrar Írans og Bandaríkjanna mættust á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í dag og þrátt fyrir vettvanginn var olían til umræðu. Bandaríkjamenn fullyrða að Íranar beri ábyrgð á árásinni á olíuframleiðslustöð Aramco enda hefur ítrekað verið fjallað um stuðning þeirra við uppreisnarhreyfingu Húta, sem berjast við hernaðarbandalag undir forystu Sádi-Araba í Jemen. „Ég vil ítreka það að Bandaríkin fordæma árás Írans á Sádi-Arabíu,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, á fundinum. Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, var á öðru máli. „Gjöreyðileggjandi aðgerðir Bandaríkjastjórnar og efnahagsleg hryðjuverk hennar ættu að sæta fordæmingu og höfnun alþjóðasamfélagsins.“ Bandaríkjastjórn birti í nótt gervihnattarmyndir af stöðinni og sagðist búa yfir upplýsingum um að Íranar hefðu staðið að árásinni. Donald Trump forseti sagði svar Bandaríkjamanna, sem eru bandamenn Sádi-Araba, velta á því hvað þarlend stjórnvöld vilja gera. Turki al-Maliki, upplýsingafulltrúi sádiarabíska hersins, kallaði árásina hryðjuverk í dag. „Allt bendir til þess að árásin hafi ekki komið frá Jemen, líkt og Hútar halda fram. Þessar sveitir eru einungis verkfæri írönsku byltingavarðasveitarinnar.“ Olíuverð hefur hækkað vegna árásarinnar, enda renna um fimm prósent hráolíu heimsins í gegnum stöðina. Óvíst er hver langtímaáhrif árásarinnar verða enda óljóst hversu lengi framleiðslustöðin verður óstarfhæf. Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Orkumálaráðherrar Írans og Bandaríkjanna mættust á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í dag og þrátt fyrir vettvanginn var olían til umræðu. Bandaríkjamenn fullyrða að Íranar beri ábyrgð á árásinni á olíuframleiðslustöð Aramco enda hefur ítrekað verið fjallað um stuðning þeirra við uppreisnarhreyfingu Húta, sem berjast við hernaðarbandalag undir forystu Sádi-Araba í Jemen. „Ég vil ítreka það að Bandaríkin fordæma árás Írans á Sádi-Arabíu,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, á fundinum. Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, var á öðru máli. „Gjöreyðileggjandi aðgerðir Bandaríkjastjórnar og efnahagsleg hryðjuverk hennar ættu að sæta fordæmingu og höfnun alþjóðasamfélagsins.“ Bandaríkjastjórn birti í nótt gervihnattarmyndir af stöðinni og sagðist búa yfir upplýsingum um að Íranar hefðu staðið að árásinni. Donald Trump forseti sagði svar Bandaríkjamanna, sem eru bandamenn Sádi-Araba, velta á því hvað þarlend stjórnvöld vilja gera. Turki al-Maliki, upplýsingafulltrúi sádiarabíska hersins, kallaði árásina hryðjuverk í dag. „Allt bendir til þess að árásin hafi ekki komið frá Jemen, líkt og Hútar halda fram. Þessar sveitir eru einungis verkfæri írönsku byltingavarðasveitarinnar.“ Olíuverð hefur hækkað vegna árásarinnar, enda renna um fimm prósent hráolíu heimsins í gegnum stöðina. Óvíst er hver langtímaáhrif árásarinnar verða enda óljóst hversu lengi framleiðslustöðin verður óstarfhæf.
Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25