Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. september 2019 09:00 Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. VÍSIR/SKJÁSKOT Íslenska ættleiðingarmódelið hefur vakið athygli víða um heim segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir að fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við ættleidd börn og foreldra þeirra sé mikilvæg og að ríkin sem ættleiða börn til sín eigi að kappkosta við að standa vörð um málaflokkin. Farið verður yfir þessi mál á sameiginlegri ráðstefnu ættleiðingarfélaga á norðurlöndunum í Reykjavík í vikunni. Síðustu ár hefur ættleiðingum fækkað hér á landi en starfsemi félagsins er samt tryggð, því að með þjónustusamningi við Dómsmálaráðuneytið er rekstur félagsins óháður fjölda barnanna sem ættleidd eru til Íslands. „Ættleiðingum til Íslands hefur fækkað talsvert síðastu ár, eins og annars staðar í heiminum. Árið 2015 voru ættleidd tuttugu börn til Íslands, en ári síðar voru þau fimm, þá sex, og svo fimm börn ættleidd í fyrra. Á þessu ári er búið að ættleiða fjögur börn, þrjú frá Tékklandi og eitt frá Tógó.“ Nokkrum mínútum eftir að þetta viðtal var tekið fékk Kristinn það skemmtilega verkefni að færa íslensku pari þær gleðifréttir að þau eigi von á barni. Börn sem ættleidd verða til Íslands á þessu ári verða því að minnsta kosti fimm talsins.Umsóknum um ættleiðingu hefur fækkað Kristinn segir að þessar tölur á Íslandi séu ekki einsdæmi, heldur sé ættleiðingum að fækka í heildina í heiminum öllum. „Börnin sem eru ættleiðanleg alþjóðlega eru að eldast og einnig eru fleiri börn með skilgreindar þarfir. Þetta eru áskoranir sem færri umsækjendur treysta sér í.“ Ástæðurnar eru margþættar fyrir því að ættleiðingar á milli landa eru færri í dag en á árum áður. „Það eru margir samverkandi þættir sem hafa haft áhrif á fækkun ættleiðinga. Ekki bara á Íslandi heldur er það sama uppi á teningnum hjá ættleiðingafélögum í Evrópu. Meiri kröfur eru gerðar til umsækjenda, biðtíminn getur verð lengri, börnin sem eru laus til ættleiðingar eru eldri og fleiri börn sem þurfa á alþjóðlegri ættleiðingu að halda til að eignast foreldra eru með skilgreindar þarfir.“ Þetta fari ekki alltaf saman við væntingar þeirra sem langar til að ættleiða. „Það er eins með fjölda umsókna um ættleiðingu, þeim hefur einnig fækkað á heimsvísu og þá af sömu ástæðum. Hluti af fræðslu Íslenskrar ættleiðingar til umsækjenda er að upplýsa þá um þær aðstæður sem munaðarlaus börn búa við og hvaða áskorannir geta fylgt þeim í gegnum lífið. Þessi fræðsla er veitt áður en að umsókn er skilað inn og er alltaf eitthvað brottfall hjá þeim sem sækja námskeiðin hjá okkur. Þrátt fyrir allt er heimurinn líka betri en hann var þannig að það eru fleiri innanlandsættleiðingar í þessum löndum sem við erum í samvinnu við. Fjölskylduúrræði fyrir þessi börn eru því fleiri og betri en þau voru fyrir tíu, tuttugu árum síðan,“ útskýrir Kristinn. Almennt er ættleiðingum í heiminum að fækka. Meðal annars þar sem færri vilja ættleiða eldri börn og börn með sérþarfir.Vísir/RakelÖll flóran Margir sem leita til Íslenskrar ættleiðingar hafa lesið allt efnið sem finna má á heimasíðu félagsins og hafa kynnt sér ættleiðingarferlið mjög vel á meðan aðrir eru alveg á byrjunarreit þegar þeir mæta á fyrsta fund. „Umsækjendurnir og fólkið sem leitar til okkar eru í raun allt litrófið. Við erum með fólk sem hefur verið að glíma við barnleysi og við erum með fólk sem að á börn og jafnvel mörg börn en hefur dreymt um að ættleiða. Við erum með fólk sem að er búið að fara í meðferðir hjá Livio en við höfum líka fólk sem að hefur ekki gert það. Við erum með fólk á öllum aldri, íslenskir ríkisborgarar og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Það er bara öll flóran.“ Nú eru fyrstu samkynhneigðu umsækjendurnir í umsóknarferli hjá Íslenskri ættleiðingu. „Það gerðist eftir að opnaðist á ættleiðingar samkynja hjóna í Kólumbíu. Þeir eru að vinna að umsókn, eru komnir með forsamþykki hér og eru að hefja umsóknarferli til upprunalandsins. Þetta er ótrúlega spennandi. Við vitum að það er raunverulegur möguleiki því við þekkjum til ættleiðinga frá Kólumbíu til samkynja hjóna bæði í Svíþjóð og Danmörku,“ segir Kristinn.Norræn ættleiðingarráðstefna á Íslandi Dagana 19. – 21. september er ættleiðingarráðstefna hér á landi á vegum Nordic Adoption Council en það er Íslensk ættleiðing sem skipuleggur ráðstefnuna í þetta skiptið. Öll ættleiðingarfélög á norðurlöndunum standa að regnhlífasamtökunum NAC, ásamt tveimur foreldrafélögum ættleiddra barna. „Þessi samtök, NAC, standa fyrir ráðstefnunni og hún flakkar á milli norðurlandanna. Þarna erum við að safna saman ættleiðingarfélögunum sem eru starfandi á norðurlöndunum, ættleiðingaryfirvöldum,, samtökum ættleiddra, foreldrafélögum og svo auðvitað fræðimenn og áhugafólk um ættleiðingar,“ segir Kristinn.Eitt samkynja par er á biðlista Íslenskrar ættleiðingar eftir barni.vísir/vilhelmHugarheimur mæðra sem gefa frá sér barn Dagskráin hefst á vinnustofu með Dr. David Brodzinsky sem nefnist Clinical and Developmental issues in Adoption og fer hún fram á fimmtudag á milli 14 og 17 í Veröld, húsi Vigdísar. „Hann er einn virtasti fræðimaður á sviði ættleiðinga og fósturmála. Hann hefur gert mikið af rannsóknum og er þungavigtarmaður í þessum málaflokki, það er mikill hvalreki að fá sérfræðing eins og hann til að vinna með okkur“ útskýrir Kristinn. Um kvöldið verður svo sérstök sýning á finnsku heimildarmyndinni Moonchild / Kuutyttö eftir leikstjórann Önnu Korhonen en hún verður viðstödd sýninguna og verður boðið upp á umræður á eftir. „Þetta er mjög spennandi heimildarmynd þar sem er verið að segja sögu líffræðilegra mæðra, sem að heyrist allt of sjaldan. Fókusinn er yfirleitt á barnið og foreldrana sem ættleiða en það er lítið verið að velta fyrir sér tilfinningumi líffræðilegra foreldra,“ segir Kristinn. Myndin er sögð gefa innsýn inn í hugarheim taílenskra mæðra sem hafa gefið frá sér barn til ættleiðingar.Íslenska ættleiðingarmódelið vekur athygli Á ráðstefnunni á föstudag koma fram erlendir og innlendir fyrirlesarar með sérþekkingu á sviði ættleiðinga og er ráðstefnan opin öllum þeim sem hafa áhuga á þessum málaflokki. Fyrirlesarar verða Dr. David Brodzinsky, doktor í sálfræði, Päivi Pietarila, félagsráðgjafi hjá Save the Children Finland og doktorsnemi, Ondřej Bouša, yfirsálfræðingur hjá miðstjórnvaldi Tékklands, Irene Parssinen-Hentula, formaður NAC, Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri Dómsmálaráðuneytisins og Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Eitt af þeim erindum sem verða á ráðstefnunni er samvinnuverkefni Kristins og Ondřej Bouša, yfirsálfræðings hjá ættleiðingaryfirföldum í Tékklandi. „Við erum að segja frá því hvernig íslenska ættleiðingarmódelið og það tékkneska eru í takti, þegar kemur að þjónustu við ættleiðendur. Fræðslan sem Íslensk ættleiðing býður upp á, pörunin í Tékklandi, stuðningurinn á meðan fjölskyldan er að taka fyrstu skrefin og eftirfylgd við fjölskyldurnar, hafa vakið athygli og hefur komið fram að þar sé Ísland til fyrirmyndar.“ Flest börn sem eru ættleidd til Íslands í augnablikinu koma frá Tékklandi.Kristinn segir að engar rannsóknir sýni að efnað fólk sé betri foreldrar en aðrir. Vísir/VilhelmStarfsemin tryggð óháð fjölda Kristinn segir að árið 2010 hafi orðið talsverðar sviptingar í þessum málaflokki á Íslandi og að í kjölfarið hafi miklar áherslubreytingar orðið á starfi ættleiðingafélagsins, en Íslensk ættleiðing er eina ættleiðingarfélagið á Íslandi og hefur löggildingu frá Dómsmálaráðuneytinu til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. „Niðurstaða félagsins á þeim tíma var sú að ættleiðingar til landsins gætu ekki haldið áfram á þeim forsendum sem félaginu voru gefnar í upphafi. Í viðræðum við yfirvöld var skilningur á því að fjármagnið dygði ekki til og var vísað í að félagið ætti að fylgja fordæmi annara ættleiðingafélaga á Norðurlöndunum og hækka gjöld. Því var félagið mótfallið og benti á að engar rannsóknir bentu til þess að efnaðir foreldar væru betri foreldarar en aðrir. “ „Árið 2012 var gerður þjónustusamningur á milli innanríkisráðuneytisins, nú dómsmálaráðuneytið, um grunnþjónustu félagsins. Grunnfjármagnið okkar kemur í gegnum þennan þjónustusamning sem endurgjald fyrir þá þjónustu sem félaginu er falið í lögum og reglugerðum. Þetta gerir Íslenska ættleiðingu eina félagið í heiminum sem er ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda umsækjanda eða fjölda ættleiðinga.“Nánar má lesa um ráðstefnuna Best Practises in Adoption á vef Íslenskrar ættleiðingar. Fjölskyldumál Viðtal Tengdar fréttir „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00 Ættleiðingum fer fækkandi Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. 28. nóvember 2017 07:00 Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. 16. mars 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Íslenska ættleiðingarmódelið hefur vakið athygli víða um heim segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir að fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við ættleidd börn og foreldra þeirra sé mikilvæg og að ríkin sem ættleiða börn til sín eigi að kappkosta við að standa vörð um málaflokkin. Farið verður yfir þessi mál á sameiginlegri ráðstefnu ættleiðingarfélaga á norðurlöndunum í Reykjavík í vikunni. Síðustu ár hefur ættleiðingum fækkað hér á landi en starfsemi félagsins er samt tryggð, því að með þjónustusamningi við Dómsmálaráðuneytið er rekstur félagsins óháður fjölda barnanna sem ættleidd eru til Íslands. „Ættleiðingum til Íslands hefur fækkað talsvert síðastu ár, eins og annars staðar í heiminum. Árið 2015 voru ættleidd tuttugu börn til Íslands, en ári síðar voru þau fimm, þá sex, og svo fimm börn ættleidd í fyrra. Á þessu ári er búið að ættleiða fjögur börn, þrjú frá Tékklandi og eitt frá Tógó.“ Nokkrum mínútum eftir að þetta viðtal var tekið fékk Kristinn það skemmtilega verkefni að færa íslensku pari þær gleðifréttir að þau eigi von á barni. Börn sem ættleidd verða til Íslands á þessu ári verða því að minnsta kosti fimm talsins.Umsóknum um ættleiðingu hefur fækkað Kristinn segir að þessar tölur á Íslandi séu ekki einsdæmi, heldur sé ættleiðingum að fækka í heildina í heiminum öllum. „Börnin sem eru ættleiðanleg alþjóðlega eru að eldast og einnig eru fleiri börn með skilgreindar þarfir. Þetta eru áskoranir sem færri umsækjendur treysta sér í.“ Ástæðurnar eru margþættar fyrir því að ættleiðingar á milli landa eru færri í dag en á árum áður. „Það eru margir samverkandi þættir sem hafa haft áhrif á fækkun ættleiðinga. Ekki bara á Íslandi heldur er það sama uppi á teningnum hjá ættleiðingafélögum í Evrópu. Meiri kröfur eru gerðar til umsækjenda, biðtíminn getur verð lengri, börnin sem eru laus til ættleiðingar eru eldri og fleiri börn sem þurfa á alþjóðlegri ættleiðingu að halda til að eignast foreldra eru með skilgreindar þarfir.“ Þetta fari ekki alltaf saman við væntingar þeirra sem langar til að ættleiða. „Það er eins með fjölda umsókna um ættleiðingu, þeim hefur einnig fækkað á heimsvísu og þá af sömu ástæðum. Hluti af fræðslu Íslenskrar ættleiðingar til umsækjenda er að upplýsa þá um þær aðstæður sem munaðarlaus börn búa við og hvaða áskorannir geta fylgt þeim í gegnum lífið. Þessi fræðsla er veitt áður en að umsókn er skilað inn og er alltaf eitthvað brottfall hjá þeim sem sækja námskeiðin hjá okkur. Þrátt fyrir allt er heimurinn líka betri en hann var þannig að það eru fleiri innanlandsættleiðingar í þessum löndum sem við erum í samvinnu við. Fjölskylduúrræði fyrir þessi börn eru því fleiri og betri en þau voru fyrir tíu, tuttugu árum síðan,“ útskýrir Kristinn. Almennt er ættleiðingum í heiminum að fækka. Meðal annars þar sem færri vilja ættleiða eldri börn og börn með sérþarfir.Vísir/RakelÖll flóran Margir sem leita til Íslenskrar ættleiðingar hafa lesið allt efnið sem finna má á heimasíðu félagsins og hafa kynnt sér ættleiðingarferlið mjög vel á meðan aðrir eru alveg á byrjunarreit þegar þeir mæta á fyrsta fund. „Umsækjendurnir og fólkið sem leitar til okkar eru í raun allt litrófið. Við erum með fólk sem hefur verið að glíma við barnleysi og við erum með fólk sem að á börn og jafnvel mörg börn en hefur dreymt um að ættleiða. Við erum með fólk sem að er búið að fara í meðferðir hjá Livio en við höfum líka fólk sem að hefur ekki gert það. Við erum með fólk á öllum aldri, íslenskir ríkisborgarar og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Það er bara öll flóran.“ Nú eru fyrstu samkynhneigðu umsækjendurnir í umsóknarferli hjá Íslenskri ættleiðingu. „Það gerðist eftir að opnaðist á ættleiðingar samkynja hjóna í Kólumbíu. Þeir eru að vinna að umsókn, eru komnir með forsamþykki hér og eru að hefja umsóknarferli til upprunalandsins. Þetta er ótrúlega spennandi. Við vitum að það er raunverulegur möguleiki því við þekkjum til ættleiðinga frá Kólumbíu til samkynja hjóna bæði í Svíþjóð og Danmörku,“ segir Kristinn.Norræn ættleiðingarráðstefna á Íslandi Dagana 19. – 21. september er ættleiðingarráðstefna hér á landi á vegum Nordic Adoption Council en það er Íslensk ættleiðing sem skipuleggur ráðstefnuna í þetta skiptið. Öll ættleiðingarfélög á norðurlöndunum standa að regnhlífasamtökunum NAC, ásamt tveimur foreldrafélögum ættleiddra barna. „Þessi samtök, NAC, standa fyrir ráðstefnunni og hún flakkar á milli norðurlandanna. Þarna erum við að safna saman ættleiðingarfélögunum sem eru starfandi á norðurlöndunum, ættleiðingaryfirvöldum,, samtökum ættleiddra, foreldrafélögum og svo auðvitað fræðimenn og áhugafólk um ættleiðingar,“ segir Kristinn.Eitt samkynja par er á biðlista Íslenskrar ættleiðingar eftir barni.vísir/vilhelmHugarheimur mæðra sem gefa frá sér barn Dagskráin hefst á vinnustofu með Dr. David Brodzinsky sem nefnist Clinical and Developmental issues in Adoption og fer hún fram á fimmtudag á milli 14 og 17 í Veröld, húsi Vigdísar. „Hann er einn virtasti fræðimaður á sviði ættleiðinga og fósturmála. Hann hefur gert mikið af rannsóknum og er þungavigtarmaður í þessum málaflokki, það er mikill hvalreki að fá sérfræðing eins og hann til að vinna með okkur“ útskýrir Kristinn. Um kvöldið verður svo sérstök sýning á finnsku heimildarmyndinni Moonchild / Kuutyttö eftir leikstjórann Önnu Korhonen en hún verður viðstödd sýninguna og verður boðið upp á umræður á eftir. „Þetta er mjög spennandi heimildarmynd þar sem er verið að segja sögu líffræðilegra mæðra, sem að heyrist allt of sjaldan. Fókusinn er yfirleitt á barnið og foreldrana sem ættleiða en það er lítið verið að velta fyrir sér tilfinningumi líffræðilegra foreldra,“ segir Kristinn. Myndin er sögð gefa innsýn inn í hugarheim taílenskra mæðra sem hafa gefið frá sér barn til ættleiðingar.Íslenska ættleiðingarmódelið vekur athygli Á ráðstefnunni á föstudag koma fram erlendir og innlendir fyrirlesarar með sérþekkingu á sviði ættleiðinga og er ráðstefnan opin öllum þeim sem hafa áhuga á þessum málaflokki. Fyrirlesarar verða Dr. David Brodzinsky, doktor í sálfræði, Päivi Pietarila, félagsráðgjafi hjá Save the Children Finland og doktorsnemi, Ondřej Bouša, yfirsálfræðingur hjá miðstjórnvaldi Tékklands, Irene Parssinen-Hentula, formaður NAC, Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri Dómsmálaráðuneytisins og Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Eitt af þeim erindum sem verða á ráðstefnunni er samvinnuverkefni Kristins og Ondřej Bouša, yfirsálfræðings hjá ættleiðingaryfirföldum í Tékklandi. „Við erum að segja frá því hvernig íslenska ættleiðingarmódelið og það tékkneska eru í takti, þegar kemur að þjónustu við ættleiðendur. Fræðslan sem Íslensk ættleiðing býður upp á, pörunin í Tékklandi, stuðningurinn á meðan fjölskyldan er að taka fyrstu skrefin og eftirfylgd við fjölskyldurnar, hafa vakið athygli og hefur komið fram að þar sé Ísland til fyrirmyndar.“ Flest börn sem eru ættleidd til Íslands í augnablikinu koma frá Tékklandi.Kristinn segir að engar rannsóknir sýni að efnað fólk sé betri foreldrar en aðrir. Vísir/VilhelmStarfsemin tryggð óháð fjölda Kristinn segir að árið 2010 hafi orðið talsverðar sviptingar í þessum málaflokki á Íslandi og að í kjölfarið hafi miklar áherslubreytingar orðið á starfi ættleiðingafélagsins, en Íslensk ættleiðing er eina ættleiðingarfélagið á Íslandi og hefur löggildingu frá Dómsmálaráðuneytinu til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. „Niðurstaða félagsins á þeim tíma var sú að ættleiðingar til landsins gætu ekki haldið áfram á þeim forsendum sem félaginu voru gefnar í upphafi. Í viðræðum við yfirvöld var skilningur á því að fjármagnið dygði ekki til og var vísað í að félagið ætti að fylgja fordæmi annara ættleiðingafélaga á Norðurlöndunum og hækka gjöld. Því var félagið mótfallið og benti á að engar rannsóknir bentu til þess að efnaðir foreldar væru betri foreldarar en aðrir. “ „Árið 2012 var gerður þjónustusamningur á milli innanríkisráðuneytisins, nú dómsmálaráðuneytið, um grunnþjónustu félagsins. Grunnfjármagnið okkar kemur í gegnum þennan þjónustusamning sem endurgjald fyrir þá þjónustu sem félaginu er falið í lögum og reglugerðum. Þetta gerir Íslenska ættleiðingu eina félagið í heiminum sem er ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda umsækjanda eða fjölda ættleiðinga.“Nánar má lesa um ráðstefnuna Best Practises in Adoption á vef Íslenskrar ættleiðingar.
Fjölskyldumál Viðtal Tengdar fréttir „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00 Ættleiðingum fer fækkandi Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. 28. nóvember 2017 07:00 Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. 16. mars 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00
Ættleiðingum fer fækkandi Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. 28. nóvember 2017 07:00
Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. 16. mars 2018 20:00