Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 08:55 Spenna á milli Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna annars vegar og Íran hins vegar er mikil og hefur aukist til muna á undanförnum dögum eftir að umfangsmikil árás var gerð á stóra olíuvinnslu í Sádi-Arabíu. AP/Ríkisstjórn BNA/DigitalGlobe Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði ríkisstjórn sinni að Sádar ættu að líta á árásina sem viðvörun um að hætta stríðsrekstri þeirra í Jemen. Hann gaf í skyn að Hútar hefðu framkvæmt árásina og sagði þá ekki gera loftárásir á sjúkrahús eða skóla, eins og Sádar hafa ítrekað verið sakaðir um í Jemen.Spenna á milli Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna annars vegar og Íran hins vegar er mikil og hefur aukist til muna á undanförnum dögum eftir að umfangsmikil árás var gerð á stóra olíuvinnslu í Sádi-Arabíu. Bandaríkjamenn segja vísbendingar um að Íran hafi framkvæmt árásina en Íranar neita því. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað Bandaríkjamenn við því að ferðast til Sádi-Arabíu og að þeir sem geri það sýni aðgát.Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu mun halda blaðamannafund í dag og í tilkynningu segir að þar verði ljósi varpað á aðkomu Íran að árásinni og að hún hafi ekki verið gerð frá Jemen. AP fréttaveitan hefur eftir sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi að Sádar séu sannfærðir um að Íranar hafi komið að árásinni. Þeir vilji hins vegar fara sér hægt því það síðasta sem þeir vilji séu frekari átök á svæðinu. Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent. 17. september 2019 08:02 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði ríkisstjórn sinni að Sádar ættu að líta á árásina sem viðvörun um að hætta stríðsrekstri þeirra í Jemen. Hann gaf í skyn að Hútar hefðu framkvæmt árásina og sagði þá ekki gera loftárásir á sjúkrahús eða skóla, eins og Sádar hafa ítrekað verið sakaðir um í Jemen.Spenna á milli Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna annars vegar og Íran hins vegar er mikil og hefur aukist til muna á undanförnum dögum eftir að umfangsmikil árás var gerð á stóra olíuvinnslu í Sádi-Arabíu. Bandaríkjamenn segja vísbendingar um að Íran hafi framkvæmt árásina en Íranar neita því. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað Bandaríkjamenn við því að ferðast til Sádi-Arabíu og að þeir sem geri það sýni aðgát.Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu mun halda blaðamannafund í dag og í tilkynningu segir að þar verði ljósi varpað á aðkomu Íran að árásinni og að hún hafi ekki verið gerð frá Jemen. AP fréttaveitan hefur eftir sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi að Sádar séu sannfærðir um að Íranar hafi komið að árásinni. Þeir vilji hins vegar fara sér hægt því það síðasta sem þeir vilji séu frekari átök á svæðinu.
Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent. 17. september 2019 08:02 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25
Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42
Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent. 17. september 2019 08:02
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15