Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2019 19:30 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kom saman í dag þar sem gengið var frá kjöri Bergþórs á ný í embætti formanns nefndarinnar. Fréttablaðið/Ernir Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kom saman í dag þar sem gengið var frá kjöri Bergþórs á ný í embætti formanns nefndarinnar en það tókst ekki í gær. Bergþór og Karl Gauti Hjaltason hinn fulltrúi Miðflokksins í nefndinni greiddu Bergþóri atkvæði sitt en þingmenn allra annarra flokka sátu hjá.Hefði ekki veriðskemmtilegra aðvera kjörinníþetta embætti meðfleiri atkvæðum en ykkar tveggja?„Þetta er svona eins og það getur gengið í pólitíkinni. Ég reiknaði frekar með þessu. Það hefur náttúrlega legið fyrir lengi að stjórnarandstaðan er ólík innbyrðis. Það má svo sem reikna með því að það séu til að mynda ekki allir einhuga um formennsku Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur (í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd) svo dæmi sé tekið. En svona gengur þetta þegar ólíkir flokkar þurfa að semja innbyrðis sín í milli,“ segir Bergþór. Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn lagði fram bókun á fundinum þar sem hún ítrekar vanþóknun sína á hegðun Bergþórs og annarra þingmanna á Klaustur barnum. Hún hafi ásamt öðrum óskað eftir aðkomu siðanefndar Alþingis sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór hafi brotið gegn siðareglum Alþingis og þar með sé aðkomu þingsins lokið. Það væri Miðflokkurinn sem kysi að setja Bergþór í þetta embætti. Fulltrúi Samfylkingarinnar tók efnislega undir þessa bókun. Í bókun stjórnarflokkanna er ítrekað að samkomulag sé um skipan nefndarformanna og það sé ekki þeirra að taka afstöðu til þess hvernig stjórnarandstaðan skipi í embættin. Þá lagði Björn Leví Gunnarsson áheyrnarfulltrúi Pírata einnig fram athugasemdir. Bergþór segist enn iðrast fyrir hegðun sína á Klaustur barnum. „Þegar maður kemur sér í stöðu eins og þessa reynir maður að læra af því. Ég hef reynt að gera það og mun vonandi halda áfram að þróast og bæta mig sem einstakling hér eftir sem hingað til."Er iðrun og afsökun orðin næg? „Það er alltaf spurning hvenær það er nægjanlegt,“ segir Bergþór. Sumir virðist hins vegar ekki heyra afsökunarbeiðnirnar. „En ég hef reynt að ganga hreint til verks hvað það varðar að biðja þá fyrirgefningar sem ég særði þetta kvöld þarna forðum og geri það hér enn einu sinni á þessum tímamótum,“ sagði Bergþór Ólason nokkrum mínútum eftir að hann var endurkjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag.Hér má sjá bókanir fulltrúa flokkanna í nefndinniBókun Hönnu Katrínar Friðriksson, fulltrúa Viðreisnar: Undirrituð var meðal þeirra þingmanna sem óskuðu eftir því að siðanefnd Alþingis fjallaði um mál Bergþórs Ólasonar og fleiri þingmanna frá Klausturbarnum í lok nóvember sl. Í sumar kom niðurstaða siðanefndar; Bergþór Ólason var brotlegur við siðareglur. Með niðurstöðunni er lokið formlegri aðkomu Alþingis að málinu.Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd féll í hlut Miðflokksins samkvæmt samkomulagi þingflokka sem gengið var frá í upphafi kjörtímabilsins. Bergþór Ólason er áfram formannsefni þingflokks Miðflokksins. Það er þeirra val.Ég hef ítrekað lýst vanþóknun minni á framgöngu Bergþórs og félaga á Klaustri og sú afstaða mín hefur ekki breyst. Ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu.Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:Við upphaf þessa kjörtímabils var gengið frá heildarsamkomulagi milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna um skiptingu embætta í nefndum þingsins í samræmi við ákvæði þingskapa. Í því fólst meðal annars að tiltekin formannsembætti kæmu í hlut stjórnarandstöðunnar og skiptust þau svo milli flokkanna innbyrðis samkvæmt þeirra samkomulagi.Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lítur svo á að í ljósi heildarsamkomulagsins sé það ekki þeirra hlutverk að taka afstöðu til þess hvernig stjórnarandstaðan hagar þessari skiptingu eða hvaða þingmenn tilnefndir eru af hálfu einstakra flokka.Bókun Ara Trausta Guðmundssonar, fulltrúa Vinstri grænna:Að gefnu tilefni ítreka ég bókun mína frá síðastliðnu vori um óhæfi Bergþórs Ólasonar til að gegna formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nú, þegar siðanefnd Alþingis hefur fellt úrskurð um brot Bergþórs Ólasonar er, að mínu mati, óhæfi hans í sæti nefndarformanns staðfest sem aldrei fyrr.Bókun Björns Leví Gunnarssonar, fulltrúa Pírata:Í kjölfar #metoo var haldin sérstök umræða á Alþingi, haldin rakarastofuráðstefna og breytingar samþykktar á siðareglum þingmanna.Í greinargerð þingsályktunar um breytingu á siðareglum kemur fram að ræðumenn í sérstöku umræðunum fordæmdu einróma ríkjandi ástand og áréttuðu mikilvægi þess að karlmenn hefðu frumkvæði að bættu hugarfari meðal karla og stuðluðu þannig að betra samfélagi. Var rík samstaða meðal ræðumanna um að hafna hvers konar ofríki og ofbeldi í garð kvenna.Einnig kemur fram í greinargerð ályktunar Alþingis um breytingu á siðareglum að haldin var ráðstefna þann 8. febrúar 2018 í samstarfi við UN Women á Íslandi og utanríkisráðuneytið. Í lok ráðstefnunnar lýsti forseti Alþingis yfir vilja þingsins til að vinna áfram að aðgerðum til úrbóta á þessu sviði og greindi frá því að starfshópur á vegum skrifstofu Alþingis hefði skilað forsætisnefnd skýrslu, 18. janúar 2018, með tillögum að breytingum á siðareglum fyrir alþingismenn svo að þar komi fram að óviðeigandi hegðun og framferði verði ekki liðið. Jafnframt að til standi að útbúa viðbragðsáætlun til að Alþingi geti tekið á málum sem komið geta upp.Enn fremur að það sé því eðlilegt og réttmætt, í ljósi þeirra krafna sem fram hafa komið, að í siðareglum fyrir alþingismenn komi fram sú meginregla að þingmenn skuldbindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kynbundna og kynferðislega áreitni, einelti og aðra ótilhlýðilega framkomu. Jafnframt að það sé skylda hvers og eins þingmanns að hafna slíku hátterni og að þingmenn skuli ekki sýna öðrum þingmönnum, starfsmönnum þingsins eða gestum kynferðislega áreitni eða ofbeldi af neinu tagi, eða aðra vanvirðandi framkomu.Ég minni á orð forsætisráðherra í viðtali við fjölmiðla í kjölfar niðurstöðu siðanefndar: „Það sem kemur mér kannski fyrst og fremst á óvart eru viðbrögð þessara þingmanna sem um ræðir. Að þeir virðast ekki enn skilja alvarleika sinna orða sem um var talað, skilja ekki að orð hafa afleiðingar og jafnvel reynt að snúa málinu upp í pólitískan spuna um að hér sé um aðför að þeim að ræða.” og „að það sé fremur haldið áfram að grafa sig ofan í holuna frekar en að líta upp úr henni og axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Því það voru engir aðrir en þessir aðilar sem sátu þetta kvöld og höfðu þessi orð uppi um nafngreindar, einkum, konur.”Það er okkar hlutverk að fólk standist reikningsskil. Hverjar svo sem afleiðingarnar af því kunni að vera. Við getum staðið okkur í því hlutverki og endurtekið orð okkar í þeirri ályktun sem við samþykktum þann 5. júní á síðasta ári, einungis um hálfu ári áður en upp komst að sumir meintu ekkert með atkvæði sínu eða við getum sýnt í verki að við hin meintum heldur ekki neitt með atkvæðum okkar þann dag þar þingmenn sögðust: “leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu”Að lokum, þögn er ekki sama og samþykki. Alþingi Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kom saman í dag þar sem gengið var frá kjöri Bergþórs á ný í embætti formanns nefndarinnar en það tókst ekki í gær. Bergþór og Karl Gauti Hjaltason hinn fulltrúi Miðflokksins í nefndinni greiddu Bergþóri atkvæði sitt en þingmenn allra annarra flokka sátu hjá.Hefði ekki veriðskemmtilegra aðvera kjörinníþetta embætti meðfleiri atkvæðum en ykkar tveggja?„Þetta er svona eins og það getur gengið í pólitíkinni. Ég reiknaði frekar með þessu. Það hefur náttúrlega legið fyrir lengi að stjórnarandstaðan er ólík innbyrðis. Það má svo sem reikna með því að það séu til að mynda ekki allir einhuga um formennsku Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur (í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd) svo dæmi sé tekið. En svona gengur þetta þegar ólíkir flokkar þurfa að semja innbyrðis sín í milli,“ segir Bergþór. Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn lagði fram bókun á fundinum þar sem hún ítrekar vanþóknun sína á hegðun Bergþórs og annarra þingmanna á Klaustur barnum. Hún hafi ásamt öðrum óskað eftir aðkomu siðanefndar Alþingis sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór hafi brotið gegn siðareglum Alþingis og þar með sé aðkomu þingsins lokið. Það væri Miðflokkurinn sem kysi að setja Bergþór í þetta embætti. Fulltrúi Samfylkingarinnar tók efnislega undir þessa bókun. Í bókun stjórnarflokkanna er ítrekað að samkomulag sé um skipan nefndarformanna og það sé ekki þeirra að taka afstöðu til þess hvernig stjórnarandstaðan skipi í embættin. Þá lagði Björn Leví Gunnarsson áheyrnarfulltrúi Pírata einnig fram athugasemdir. Bergþór segist enn iðrast fyrir hegðun sína á Klaustur barnum. „Þegar maður kemur sér í stöðu eins og þessa reynir maður að læra af því. Ég hef reynt að gera það og mun vonandi halda áfram að þróast og bæta mig sem einstakling hér eftir sem hingað til."Er iðrun og afsökun orðin næg? „Það er alltaf spurning hvenær það er nægjanlegt,“ segir Bergþór. Sumir virðist hins vegar ekki heyra afsökunarbeiðnirnar. „En ég hef reynt að ganga hreint til verks hvað það varðar að biðja þá fyrirgefningar sem ég særði þetta kvöld þarna forðum og geri það hér enn einu sinni á þessum tímamótum,“ sagði Bergþór Ólason nokkrum mínútum eftir að hann var endurkjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag.Hér má sjá bókanir fulltrúa flokkanna í nefndinniBókun Hönnu Katrínar Friðriksson, fulltrúa Viðreisnar: Undirrituð var meðal þeirra þingmanna sem óskuðu eftir því að siðanefnd Alþingis fjallaði um mál Bergþórs Ólasonar og fleiri þingmanna frá Klausturbarnum í lok nóvember sl. Í sumar kom niðurstaða siðanefndar; Bergþór Ólason var brotlegur við siðareglur. Með niðurstöðunni er lokið formlegri aðkomu Alþingis að málinu.Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd féll í hlut Miðflokksins samkvæmt samkomulagi þingflokka sem gengið var frá í upphafi kjörtímabilsins. Bergþór Ólason er áfram formannsefni þingflokks Miðflokksins. Það er þeirra val.Ég hef ítrekað lýst vanþóknun minni á framgöngu Bergþórs og félaga á Klaustri og sú afstaða mín hefur ekki breyst. Ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu.Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:Við upphaf þessa kjörtímabils var gengið frá heildarsamkomulagi milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna um skiptingu embætta í nefndum þingsins í samræmi við ákvæði þingskapa. Í því fólst meðal annars að tiltekin formannsembætti kæmu í hlut stjórnarandstöðunnar og skiptust þau svo milli flokkanna innbyrðis samkvæmt þeirra samkomulagi.Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lítur svo á að í ljósi heildarsamkomulagsins sé það ekki þeirra hlutverk að taka afstöðu til þess hvernig stjórnarandstaðan hagar þessari skiptingu eða hvaða þingmenn tilnefndir eru af hálfu einstakra flokka.Bókun Ara Trausta Guðmundssonar, fulltrúa Vinstri grænna:Að gefnu tilefni ítreka ég bókun mína frá síðastliðnu vori um óhæfi Bergþórs Ólasonar til að gegna formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nú, þegar siðanefnd Alþingis hefur fellt úrskurð um brot Bergþórs Ólasonar er, að mínu mati, óhæfi hans í sæti nefndarformanns staðfest sem aldrei fyrr.Bókun Björns Leví Gunnarssonar, fulltrúa Pírata:Í kjölfar #metoo var haldin sérstök umræða á Alþingi, haldin rakarastofuráðstefna og breytingar samþykktar á siðareglum þingmanna.Í greinargerð þingsályktunar um breytingu á siðareglum kemur fram að ræðumenn í sérstöku umræðunum fordæmdu einróma ríkjandi ástand og áréttuðu mikilvægi þess að karlmenn hefðu frumkvæði að bættu hugarfari meðal karla og stuðluðu þannig að betra samfélagi. Var rík samstaða meðal ræðumanna um að hafna hvers konar ofríki og ofbeldi í garð kvenna.Einnig kemur fram í greinargerð ályktunar Alþingis um breytingu á siðareglum að haldin var ráðstefna þann 8. febrúar 2018 í samstarfi við UN Women á Íslandi og utanríkisráðuneytið. Í lok ráðstefnunnar lýsti forseti Alþingis yfir vilja þingsins til að vinna áfram að aðgerðum til úrbóta á þessu sviði og greindi frá því að starfshópur á vegum skrifstofu Alþingis hefði skilað forsætisnefnd skýrslu, 18. janúar 2018, með tillögum að breytingum á siðareglum fyrir alþingismenn svo að þar komi fram að óviðeigandi hegðun og framferði verði ekki liðið. Jafnframt að til standi að útbúa viðbragðsáætlun til að Alþingi geti tekið á málum sem komið geta upp.Enn fremur að það sé því eðlilegt og réttmætt, í ljósi þeirra krafna sem fram hafa komið, að í siðareglum fyrir alþingismenn komi fram sú meginregla að þingmenn skuldbindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kynbundna og kynferðislega áreitni, einelti og aðra ótilhlýðilega framkomu. Jafnframt að það sé skylda hvers og eins þingmanns að hafna slíku hátterni og að þingmenn skuli ekki sýna öðrum þingmönnum, starfsmönnum þingsins eða gestum kynferðislega áreitni eða ofbeldi af neinu tagi, eða aðra vanvirðandi framkomu.Ég minni á orð forsætisráðherra í viðtali við fjölmiðla í kjölfar niðurstöðu siðanefndar: „Það sem kemur mér kannski fyrst og fremst á óvart eru viðbrögð þessara þingmanna sem um ræðir. Að þeir virðast ekki enn skilja alvarleika sinna orða sem um var talað, skilja ekki að orð hafa afleiðingar og jafnvel reynt að snúa málinu upp í pólitískan spuna um að hér sé um aðför að þeim að ræða.” og „að það sé fremur haldið áfram að grafa sig ofan í holuna frekar en að líta upp úr henni og axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Því það voru engir aðrir en þessir aðilar sem sátu þetta kvöld og höfðu þessi orð uppi um nafngreindar, einkum, konur.”Það er okkar hlutverk að fólk standist reikningsskil. Hverjar svo sem afleiðingarnar af því kunni að vera. Við getum staðið okkur í því hlutverki og endurtekið orð okkar í þeirri ályktun sem við samþykktum þann 5. júní á síðasta ári, einungis um hálfu ári áður en upp komst að sumir meintu ekkert með atkvæði sínu eða við getum sýnt í verki að við hin meintum heldur ekki neitt með atkvæðum okkar þann dag þar þingmenn sögðust: “leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu”Að lokum, þögn er ekki sama og samþykki.
Alþingi Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41