Hverfur úr bæjarstjórn eftir „persónulega árás úr ræðustól“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2019 16:30 Skjáskot af fundi bæjarstjórnar Akranes í liðinni viku þar sem Gerður sést í pontu. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi, hefur óskað eftir ótímabundnu leyfi frá starfi sínu sem bæjarfulltrúi. Í tilkynningu á vef bæjarins frá því fyrir helgi segir að beiðni Gerðar verði formlega afgreidd á bæjarstjórnarfundi þann 10. september næstkomandi. Samfylkingin og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta en Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta. Beiðni Gerðar um að fara í leyfi kom í kjölfar fyrsta fundar bæjarstjórnar Akraness eftir sumarleyfi sem fram fór síðastliðinn þriðjudag. Á fundinum þurfti Gerður að biðjast afsökunar á orðum sínum í garð Rakelar Óskarsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna, í bæjarstjórn. Gerður tók til máls undir dagskrárlið tvö þar sem verið var að ræða um skýrslu Sævars Freys Þráinssonar, bæjarstjóra, um störf hans síðustu mánuði. Undir þeim lið kom fram gagnrýni af hálfu minnihlutans á meirihlutann fyrir að láta minnihlutann hvorki vita né boða hann til óformlegs fundar með Ásmundi Einar Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, í júlí síðastliðnum. Elsa Lára Arnardóttir, oddviti Framsóknar og frjálsra og formaður bæjarráðs, baðst afsökunar á því að minnihlutinn hefði ekki verið látinn vita af fundinum og sagði það klaufaleg yfirsjón. Fundurinn hafi vissulega komið öllum bæjarfulltrúum við. Tveir fulltrúar minnihlutans tóku til máls á eftir Elsu Láru, þar á meðal Rakel, sem tók afsökunarbeiðni Elsu Láru. Síðan tóku tveir aðrir bæjarfulltrúar til máls áður en Gerður kom upp í pontu og beindi orðum sínum að Rakel.Fundurinn var í beinni útsendingu á vefnum og má sjá ræðu Gerðar í spilaranum hér fyrir neðan.„Samstarfið gengur alls ekki vel við bæjarfulltrúa Rakel Óskarsdóttur“ Sagði Gerður að samstarfið við minnihlutann hefði gengið vel, sérstaklega í þeim ráðum bæjarins þar sem hún starfar. Það var hins vegar „stórt en“ sem fylgdi: „En samstarfið gengur alls ekki vel við bæjarfulltrúa Rakel Óskarsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna. Af hverju skyldi það vera? Samstarf og samvinna byggir á trausti. Ég treysti ekki bæjarfulltrúa Rakel Óskarsdóttur. Af hverju ekki? Með framkomu sinni frá því ég byrjaði hér í pólitík hefur hún valdið, ekki bara mér, heldur fleirum öðrum hér inni ýmsum áhyggjum verð ég að segja og kvíða og valdið því hreinlega að starfsumhverfið hér inni hefur verið oft á tíðum ansi spennuþrungið,“ sagði Gerður. Hún kvaðst alin upp í pólitík og vissi alveg hvað það væri að vera í pólitík og pólitísku umhverfi. „Og það tekur á ýmsu og að vera vænd um það að ég sé bara hörundsár og eitthvað annað hér inni er afskaplega sérkennilegt. En ég ætla að vona að núna þegar við ætlum að ræða þessi mál um samstarf og samstarfsvilja að bæjarfulltrúi Rakel Óskarsdóttir velji það að vera í samstarfi við okkur hin. Því það er val. Hingað til hefur mér þótt þetta bara vera á hennar forsendum en ég held við séum komin hingað í dag á þennan punkt einungis vegna þess, eða allavega ég fyrir mitt leyti, á bara mjög erfitt að mæta á bæjarráðsfund með bæjarfulltrúa Rakel Óskarsdóttur. Af hverju? Af því að ég er svo smeyk um að hún ætli að bregða fyrir mig fæti í pólitískum tilgangi einum saman,“ sagði Gerður. Þá sagðist hún vona að Rakel sæi sér fært að hefja uppbyggingu á trausti. Traust á milli allra væri nauðsynlegt fyrir samvinnu og þar yrðu allir að líta í eigin barm og sjá hvar þeir gætu gert betur. „Mér hefur fundist afskaplega gott að vinna með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í þeim ráðum sem ég sit í venjulega en ég mun koma aftur upp síðar og ræða ákveðin atriði sem gerðust hér í sumar. Ég er að læra, ég geri mistök, ég er mannleg og ég ætla að vona að við getum haft mennskuna hérna inni að leiðarljósi og fyrirgefið fólki og sýnt smá umburðarlyndi. En þannig byggjum við upp gott samstarf, með umburðarlyndi fyrir öðru fólki og því að geta talað saman og það byggist á trausti,“ sagði Gerður í lok ræðu sinnar.Samfylkingin og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta.vísir„Þetta var persónuleg árás í ræðustól“ Ólafur Adolfsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn, kom upp í kjölfarið og bað um fundarhlé. Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness og oddviti Samfylkingarinnar, varð við þeirri beiðni. Að fundarhléi loknu kom Gerður í pontu og baðst afsökunar: „Ég vil byrja á því að biðja ykkur öll innilegrar afsökunar á framúrhlaupi mínu hérna áðan. En átti að vita betur og ætla að biðja sérstaklega bæjarfulltrúa Rakel Óskarsdóttur afsökunar á því hvernig ég hagaði máli mínu gagnvart henni.“ Rakel tók svo til máls. Sagði hún stór orð hafa fallið í sinn garð og ætlaði hún ekki að endurtaka þau. Þau væru öll til á upptöku. „Þetta var persónuleg árás í ræðustól. Ég tel mig hafa unnið að málefnum, ég hef farið í boltann, ég hef aldrei farið í manninn hér í ræðustól og gert slíkt eins og gert var hér áðan. Ég tek við afsökunarbeiðninni og mun svara fyrir mig á öðrum vettvangi,“ sagði Rakel.Bæjarfulltrúar á Akranesi. Gerður hefur nú óskað eftir leyfi.vísir/gvendurHarma uppákomuna og treysta Rakel Valgarður og Elsa Lára segja í samtali við Vísi það alfarið ákvörðun Gerðar að óska eftir leyfi frá starfi sínu sem bæjarfulltrúi. Þau geta ekki sagt til um ástæður þess að Gerður óskar eftir leyfinu. Þau harma uppákomuna sem varð á bæjarstjórnarfundinum og að þessi orð skyldu hafa fallið. Þá hafi það hafi komið á óvart að umræðurnar á fundinum hafi þróast í þá átt sem þær gerðu. „Já, það kom á óvart, einfaldlega vegna þess að við erum vön því í bæjarstjórn á Akranesi að vinna vel saman og vera málefnaleg í öllum okkar umræðum. Við erum óvön því að fólk sé nafngreint svona í ræðustól þannig að þetta kom á óvart. Við gerðum þarna fundarhlé til þess að ná að tala saman og ljúka málinu. Því var síðan lokið með þessum hætti, að Gerður ákvað að fara upp og biðjast afsökunar og Rakel tók afsökunarbeiðninni,“ segir Valgarður. Elsa Lára segir þau ekki taka undir þau orð sem féllu í garð Rakelar. „Og við sem oddvitar treystum Rakel og við treystum henni áfram í okkar samstarfi í bæjarstjórn.“ Í samtali við Vísi segir Rakel, með vísan í orð Elsu Láru og Valgarðs hér fyrir ofan, að hún líti á þetta mál sem upphlaup eins bæjarfulltrúa. Málinu sé því lokið af hennar hálfu og beri ekki neinn skugga á annars ágætt samstarf í bæjarstjórn. „Hún hefur líka valið að taka ábyrgð á sínum orðum og að stíga til hliðar og ég virði það mikils,“ segir Rakel. Gerður vildi ekki tjá sig um málið og ástæður þess að hún fór í leyfi en vísaði á ræðu sína undir dagskrárlið fimm á fundi bæjarstjórnar þar sem fundargerðir bæjarráðs voru til umfjöllunar. Þá ræðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Las upp það sem hún hafði hugsað sér að bóka Í ræðunni kom Gerður inn á bókun Rakelar á fundi bæjarráðs í júlí síðastliðnum í tengslum við þjónustuþörf grunnskólanna á skólaárinu sem nú er nýhafið. Las Gerður upp úr bókun Rakelar og sagði svo að hún hefði látið til leiðast að bóka til baka. „Ég margspurði á fundinum hvort ég væri að gera þetta rétt við afgreiðslu málsins. En það fór sem fór og afgreiðslan var ófullnægjandi. Ég hefði átt að vita betur. Ég hef haft góðan tíma til þess að hugsa frá liðnum fundi og það er eitt atriði sem ég vil koma inn á. Ég hafði hugsað mér að bóka en ég ætla að sleppa því. Ég ætla hins vegar að lesa upp það sem ég hafði fyrir þennan fund hugsað mér að bóka,“ sagði Gerður og hélt áfram: „Við afgreiðslu málsins, þjónustuþörf grunnskóla 2019 til 2020, dagskrárliður fjögur á bæjarráðsfundi númer 3379, margspurði undirrituð, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, hvort afgreiðsla málsins væri með réttum hætti. Undirrituð var að sitja sína fyrstu bæjarráðsfundi og ekki öllum hnútum kunnug. Ljóst er að svo er ekki og afgreiðsla málsins ófullnægjandi. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins en þegar það var tekið upp að nýju á næsta fundi ráðsins gerir hann alvarlegar athugasemdir við fyrri afgreiðslu í formlegri bókun. Ef bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefði verið með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi hefði hann séð til þess að málið hefði verið farsællega afgreitt strax í upphafi því það kemur ljóst fram í bókun sem ég las upp úr áðan hvernig málið átti að afgreiðast. Hver er þá tilgangur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með bókuninni þar sem augljóst er að afgreiðslan var ófullnægjandi?“ spurði Rakel. Akranes Samfylkingin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi, hefur óskað eftir ótímabundnu leyfi frá starfi sínu sem bæjarfulltrúi. Í tilkynningu á vef bæjarins frá því fyrir helgi segir að beiðni Gerðar verði formlega afgreidd á bæjarstjórnarfundi þann 10. september næstkomandi. Samfylkingin og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta en Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta. Beiðni Gerðar um að fara í leyfi kom í kjölfar fyrsta fundar bæjarstjórnar Akraness eftir sumarleyfi sem fram fór síðastliðinn þriðjudag. Á fundinum þurfti Gerður að biðjast afsökunar á orðum sínum í garð Rakelar Óskarsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna, í bæjarstjórn. Gerður tók til máls undir dagskrárlið tvö þar sem verið var að ræða um skýrslu Sævars Freys Þráinssonar, bæjarstjóra, um störf hans síðustu mánuði. Undir þeim lið kom fram gagnrýni af hálfu minnihlutans á meirihlutann fyrir að láta minnihlutann hvorki vita né boða hann til óformlegs fundar með Ásmundi Einar Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, í júlí síðastliðnum. Elsa Lára Arnardóttir, oddviti Framsóknar og frjálsra og formaður bæjarráðs, baðst afsökunar á því að minnihlutinn hefði ekki verið látinn vita af fundinum og sagði það klaufaleg yfirsjón. Fundurinn hafi vissulega komið öllum bæjarfulltrúum við. Tveir fulltrúar minnihlutans tóku til máls á eftir Elsu Láru, þar á meðal Rakel, sem tók afsökunarbeiðni Elsu Láru. Síðan tóku tveir aðrir bæjarfulltrúar til máls áður en Gerður kom upp í pontu og beindi orðum sínum að Rakel.Fundurinn var í beinni útsendingu á vefnum og má sjá ræðu Gerðar í spilaranum hér fyrir neðan.„Samstarfið gengur alls ekki vel við bæjarfulltrúa Rakel Óskarsdóttur“ Sagði Gerður að samstarfið við minnihlutann hefði gengið vel, sérstaklega í þeim ráðum bæjarins þar sem hún starfar. Það var hins vegar „stórt en“ sem fylgdi: „En samstarfið gengur alls ekki vel við bæjarfulltrúa Rakel Óskarsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna. Af hverju skyldi það vera? Samstarf og samvinna byggir á trausti. Ég treysti ekki bæjarfulltrúa Rakel Óskarsdóttur. Af hverju ekki? Með framkomu sinni frá því ég byrjaði hér í pólitík hefur hún valdið, ekki bara mér, heldur fleirum öðrum hér inni ýmsum áhyggjum verð ég að segja og kvíða og valdið því hreinlega að starfsumhverfið hér inni hefur verið oft á tíðum ansi spennuþrungið,“ sagði Gerður. Hún kvaðst alin upp í pólitík og vissi alveg hvað það væri að vera í pólitík og pólitísku umhverfi. „Og það tekur á ýmsu og að vera vænd um það að ég sé bara hörundsár og eitthvað annað hér inni er afskaplega sérkennilegt. En ég ætla að vona að núna þegar við ætlum að ræða þessi mál um samstarf og samstarfsvilja að bæjarfulltrúi Rakel Óskarsdóttir velji það að vera í samstarfi við okkur hin. Því það er val. Hingað til hefur mér þótt þetta bara vera á hennar forsendum en ég held við séum komin hingað í dag á þennan punkt einungis vegna þess, eða allavega ég fyrir mitt leyti, á bara mjög erfitt að mæta á bæjarráðsfund með bæjarfulltrúa Rakel Óskarsdóttur. Af hverju? Af því að ég er svo smeyk um að hún ætli að bregða fyrir mig fæti í pólitískum tilgangi einum saman,“ sagði Gerður. Þá sagðist hún vona að Rakel sæi sér fært að hefja uppbyggingu á trausti. Traust á milli allra væri nauðsynlegt fyrir samvinnu og þar yrðu allir að líta í eigin barm og sjá hvar þeir gætu gert betur. „Mér hefur fundist afskaplega gott að vinna með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í þeim ráðum sem ég sit í venjulega en ég mun koma aftur upp síðar og ræða ákveðin atriði sem gerðust hér í sumar. Ég er að læra, ég geri mistök, ég er mannleg og ég ætla að vona að við getum haft mennskuna hérna inni að leiðarljósi og fyrirgefið fólki og sýnt smá umburðarlyndi. En þannig byggjum við upp gott samstarf, með umburðarlyndi fyrir öðru fólki og því að geta talað saman og það byggist á trausti,“ sagði Gerður í lok ræðu sinnar.Samfylkingin og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta.vísir„Þetta var persónuleg árás í ræðustól“ Ólafur Adolfsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn, kom upp í kjölfarið og bað um fundarhlé. Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness og oddviti Samfylkingarinnar, varð við þeirri beiðni. Að fundarhléi loknu kom Gerður í pontu og baðst afsökunar: „Ég vil byrja á því að biðja ykkur öll innilegrar afsökunar á framúrhlaupi mínu hérna áðan. En átti að vita betur og ætla að biðja sérstaklega bæjarfulltrúa Rakel Óskarsdóttur afsökunar á því hvernig ég hagaði máli mínu gagnvart henni.“ Rakel tók svo til máls. Sagði hún stór orð hafa fallið í sinn garð og ætlaði hún ekki að endurtaka þau. Þau væru öll til á upptöku. „Þetta var persónuleg árás í ræðustól. Ég tel mig hafa unnið að málefnum, ég hef farið í boltann, ég hef aldrei farið í manninn hér í ræðustól og gert slíkt eins og gert var hér áðan. Ég tek við afsökunarbeiðninni og mun svara fyrir mig á öðrum vettvangi,“ sagði Rakel.Bæjarfulltrúar á Akranesi. Gerður hefur nú óskað eftir leyfi.vísir/gvendurHarma uppákomuna og treysta Rakel Valgarður og Elsa Lára segja í samtali við Vísi það alfarið ákvörðun Gerðar að óska eftir leyfi frá starfi sínu sem bæjarfulltrúi. Þau geta ekki sagt til um ástæður þess að Gerður óskar eftir leyfinu. Þau harma uppákomuna sem varð á bæjarstjórnarfundinum og að þessi orð skyldu hafa fallið. Þá hafi það hafi komið á óvart að umræðurnar á fundinum hafi þróast í þá átt sem þær gerðu. „Já, það kom á óvart, einfaldlega vegna þess að við erum vön því í bæjarstjórn á Akranesi að vinna vel saman og vera málefnaleg í öllum okkar umræðum. Við erum óvön því að fólk sé nafngreint svona í ræðustól þannig að þetta kom á óvart. Við gerðum þarna fundarhlé til þess að ná að tala saman og ljúka málinu. Því var síðan lokið með þessum hætti, að Gerður ákvað að fara upp og biðjast afsökunar og Rakel tók afsökunarbeiðninni,“ segir Valgarður. Elsa Lára segir þau ekki taka undir þau orð sem féllu í garð Rakelar. „Og við sem oddvitar treystum Rakel og við treystum henni áfram í okkar samstarfi í bæjarstjórn.“ Í samtali við Vísi segir Rakel, með vísan í orð Elsu Láru og Valgarðs hér fyrir ofan, að hún líti á þetta mál sem upphlaup eins bæjarfulltrúa. Málinu sé því lokið af hennar hálfu og beri ekki neinn skugga á annars ágætt samstarf í bæjarstjórn. „Hún hefur líka valið að taka ábyrgð á sínum orðum og að stíga til hliðar og ég virði það mikils,“ segir Rakel. Gerður vildi ekki tjá sig um málið og ástæður þess að hún fór í leyfi en vísaði á ræðu sína undir dagskrárlið fimm á fundi bæjarstjórnar þar sem fundargerðir bæjarráðs voru til umfjöllunar. Þá ræðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Las upp það sem hún hafði hugsað sér að bóka Í ræðunni kom Gerður inn á bókun Rakelar á fundi bæjarráðs í júlí síðastliðnum í tengslum við þjónustuþörf grunnskólanna á skólaárinu sem nú er nýhafið. Las Gerður upp úr bókun Rakelar og sagði svo að hún hefði látið til leiðast að bóka til baka. „Ég margspurði á fundinum hvort ég væri að gera þetta rétt við afgreiðslu málsins. En það fór sem fór og afgreiðslan var ófullnægjandi. Ég hefði átt að vita betur. Ég hef haft góðan tíma til þess að hugsa frá liðnum fundi og það er eitt atriði sem ég vil koma inn á. Ég hafði hugsað mér að bóka en ég ætla að sleppa því. Ég ætla hins vegar að lesa upp það sem ég hafði fyrir þennan fund hugsað mér að bóka,“ sagði Gerður og hélt áfram: „Við afgreiðslu málsins, þjónustuþörf grunnskóla 2019 til 2020, dagskrárliður fjögur á bæjarráðsfundi númer 3379, margspurði undirrituð, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, hvort afgreiðsla málsins væri með réttum hætti. Undirrituð var að sitja sína fyrstu bæjarráðsfundi og ekki öllum hnútum kunnug. Ljóst er að svo er ekki og afgreiðsla málsins ófullnægjandi. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins en þegar það var tekið upp að nýju á næsta fundi ráðsins gerir hann alvarlegar athugasemdir við fyrri afgreiðslu í formlegri bókun. Ef bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefði verið með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi hefði hann séð til þess að málið hefði verið farsællega afgreitt strax í upphafi því það kemur ljóst fram í bókun sem ég las upp úr áðan hvernig málið átti að afgreiðast. Hver er þá tilgangur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með bókuninni þar sem augljóst er að afgreiðslan var ófullnægjandi?“ spurði Rakel.
Akranes Samfylkingin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira