Fótbolti

Myndaveisla frá æfingu landsliðsins í blíðunni í Laugardalnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil Hallfreðsson og Aron Einar Gunnarsson gantast.
Emil Hallfreðsson og Aron Einar Gunnarsson gantast. vísir/vilhelm
Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020 hófst formlega í morgun. Íslenska liðið æfði þá í blíðunni á Laugardalsvelli.

Leikirnir sem framundan eru skipta miklu máli fyrir íslenska liðið í undankeppninni. Ísland er með níu stig í H-riðli, líkt og heimsmeistarar Frakklands og Tyrkland.

Ísland mætir Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Eftir viku mæta Íslendingar svo Albönum ytra.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á æfingunni á Laugardalsvellinum í dag og tók meðfylgjandi myndir.

Guðlaugur Victor Pálsson hjálpar Hannesi Þór Halldórssyni að breyta síðbuxum í stuttbuxum.vísir/vilhelm
Gylfi Þór Sigurðsson var að sjálfsögðu mættur.vísir/vilhelm
Kolbeinn Sigþórsson mætir fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað mikið með AIK að undanförnu.vísir/vilhelm
Markvarðaþjálfarinn Lars Eriksson ræðir við markvarðatríó íslenska liðsins.vísir/vilhelm
Strákarnir hita upp.vísir/vilhelm
Erik Hamrén fylgist með.vísir/vilhelm
Hannes Þór ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ.vísir/vilhelm
Veðrið lék við landsliðsmennina í dag.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×