Hef á tilfinningunni að hverfisverslunum fjölgi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2019 07:45 Sigríður kveðst hafa gefið sér góðan tíma til að kynnast bæði búðareigendum og viðskiptavinum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Á ljósmyndasýningu Sigríðar Marrow, kennara í Salaskóla, Kaupmaðurinn á horninu, birtist sá hlýi og mannlegi andblær sem hverfisverslunum fylgir. Hún lét sér ekki nægja að mynda slíkar búðir á höfuðborgarsvæðinu, heldur ferðaðist um landið og fangaði stemningu lítilla matvöruverslana. Sýningin er í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 6. hæð. Myndirnar tók Sigríður árið 2016 í tengslum við meistaraverkefni sitt í menningarmiðlun. „Upphaflegu hugmyndina fékk ég þegar ég fór inn í Kjötborg á Ásvallagötunni og skynjaði andann þar, hann var svo gerólíkur stórmörkuðunum að mér fannst ég vera komin í annan heim. Ég held að eignir í því hverfi muni hríðlækka í verði ef kaupmennirnir loka versluninni. Þeir þekkja alla og veita svo mikla þjónustu, geyma jafnvel húslykla fyrir foreldra ef krakkar skyldu læsast úti,“ lýsir hún. Sigríður kveðst hafa farið í þriggja vikna ferð um landið og myndað 34 búðir, sumar hafa þegar lagt upp laupana. „Þetta er bara sýnishorn. Ef ég fæ einhvern tíma stærra sýningarrými get ég haft alla með og þetta er enn verk í vinnslu.“ Búðirnar eru ekki allar á netinu og Sigríður kveðst hafa frétt af þeim hjá hinum og þessum þegar hún var í ferðinni. Hún hafi að sjálfsögðu alltaf hringt á undan sér og allir hafi tekið henni vel. „Mér fannst bara allir yndislegir og hlýir. Fólk þarf líka að vera mannvinir til að veita svona þjónustu.“ Þrír kaupmenn lögðu á sig ferð til að mæta á opnun sýningarinnar hjá Sigríði. „Einar Ólafsson, sem er 82 ára, kom frá Akranesi og spjallaði heillengi, annar bróðirinn í Kjöthöllinni kom og líka konan sem rekur búðina á Raufarhöfn,“ lýsir hún og kveðst ala þá von í brjósti að svona litlum búðum vaxi fiskur um hrygg. „Ég hef á tilfinningunni að hverfisverslunum fjölgi aftur, kannski í annarri mynd. Það væri alger draumur.“ View this post on InstagramOpening 6pm on culture night A post shared by Sigga Marrow (new) (@sigridurmarrow) on Aug 22, 2019 at 11:29am PDT Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Á ljósmyndasýningu Sigríðar Marrow, kennara í Salaskóla, Kaupmaðurinn á horninu, birtist sá hlýi og mannlegi andblær sem hverfisverslunum fylgir. Hún lét sér ekki nægja að mynda slíkar búðir á höfuðborgarsvæðinu, heldur ferðaðist um landið og fangaði stemningu lítilla matvöruverslana. Sýningin er í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 6. hæð. Myndirnar tók Sigríður árið 2016 í tengslum við meistaraverkefni sitt í menningarmiðlun. „Upphaflegu hugmyndina fékk ég þegar ég fór inn í Kjötborg á Ásvallagötunni og skynjaði andann þar, hann var svo gerólíkur stórmörkuðunum að mér fannst ég vera komin í annan heim. Ég held að eignir í því hverfi muni hríðlækka í verði ef kaupmennirnir loka versluninni. Þeir þekkja alla og veita svo mikla þjónustu, geyma jafnvel húslykla fyrir foreldra ef krakkar skyldu læsast úti,“ lýsir hún. Sigríður kveðst hafa farið í þriggja vikna ferð um landið og myndað 34 búðir, sumar hafa þegar lagt upp laupana. „Þetta er bara sýnishorn. Ef ég fæ einhvern tíma stærra sýningarrými get ég haft alla með og þetta er enn verk í vinnslu.“ Búðirnar eru ekki allar á netinu og Sigríður kveðst hafa frétt af þeim hjá hinum og þessum þegar hún var í ferðinni. Hún hafi að sjálfsögðu alltaf hringt á undan sér og allir hafi tekið henni vel. „Mér fannst bara allir yndislegir og hlýir. Fólk þarf líka að vera mannvinir til að veita svona þjónustu.“ Þrír kaupmenn lögðu á sig ferð til að mæta á opnun sýningarinnar hjá Sigríði. „Einar Ólafsson, sem er 82 ára, kom frá Akranesi og spjallaði heillengi, annar bróðirinn í Kjöthöllinni kom og líka konan sem rekur búðina á Raufarhöfn,“ lýsir hún og kveðst ala þá von í brjósti að svona litlum búðum vaxi fiskur um hrygg. „Ég hef á tilfinningunni að hverfisverslunum fjölgi aftur, kannski í annarri mynd. Það væri alger draumur.“ View this post on InstagramOpening 6pm on culture night A post shared by Sigga Marrow (new) (@sigridurmarrow) on Aug 22, 2019 at 11:29am PDT
Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira