Óskar eftir því að Katrín og Guðlaugur komi fyrir nefndina sem fyrst: „Vont að upplifa að við vorum ekki tilbúin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2019 17:25 Þorgerður Katrín hefur óskað eftir upplýsingum um stöðuna í öryggis- og varnarmálum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, ætlar að óska eftir því að bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, komi fyrir nefndina sem allra fyrst til að varpa ljósi á stöðu mála eftir heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Tónarnir í varnarmálum af hálfu Íslands séu afar óræðir. Heimsóknin hefði í raun vakið fleiri spurningar en hún svaraði. Það væri um nóg að ræða á fundi utanríkismálanefndar og reyndar líka á Alþingi Íslendinga. Hún óskaði eftir nánari upplýsingum í aðdraganda heimsóknar Pence og ítrekaði þá ósk sína aftur í dag. Þorgerður segir að svo virtist sem íslenskir ráðamenn hefðu komið óundirbúnir til fundarins með Pence. „Það er bara eins og að hafi verið þrír mjög mismunandi aðilar sem sóttu fundinn. Það lá alveg ljóst fyrir að áhersla Pence í þessari heimsókn væri á varnarmál og það var vont að upplifa það að við vorum ekki tilbúin. Við vorum ekki tilbúin með okkar forgangsröðun, okkar áherslur þegar kemur að varnarmálum. Það hefur orðið gjörbreyting á þróuninni með þessi stjórnvöld í Bandaríkjunum og þá þurfum við einfaldlega að endurskoða okkar mál og fara yfir þau. Við verðum sérstaklega að reyna að eyða þessu ójafnvægi sem verið hefur á síðustu misserum í samskiptum okkar, Norðurlandanna og Bandaríkjanna,“ segir Þorgerður Katrín og vísar þannig meðal annars í Grænlandsáhuga Trumps. Henni hugnast ekki sú nálgun að um viðskipti sé rætt í sömu andrá og hernaðarbrölt. Þessum tveimur þáttum megi aldrei blanda saman því þá gæti skapast hætta á að sterkari aðilinn geti hreinlega keypt sér aðgang að landinu. Þorgerður Katrín gagnrýnir hvernig ríkisstjórnin hélt á spilunum og lýsir heimsókninni og aðdraganda hennar sem „fum og fát“ þar sem íslenskir ráðamenn hefðu nálgast málið út frá flokkspólitískum hagsmunum og óróleika í baklandi, sem væri miður. Þorgerður Katrín hefði viljað að forsætisráðherra hefði verið ákveðnari við Pence. „Ég hefði viljað sjá Katrínu stíga fastar til jarðar. Koma með okkar áherslur núna þegar þetta ójafnvægi er við Bandaríkin í gegnum loftslagsmálin, það þýðir ekki að nefna bara loftslagsmálin heldur segja að þau séu órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins,“ segir Þorgerður og bætir við að stefna Trump-stjórnarinnar í loftslagsmálum sé ógn við okkur, Norðurslóðir og Norðurlöndin. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Varnarmál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, ætlar að óska eftir því að bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, komi fyrir nefndina sem allra fyrst til að varpa ljósi á stöðu mála eftir heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Tónarnir í varnarmálum af hálfu Íslands séu afar óræðir. Heimsóknin hefði í raun vakið fleiri spurningar en hún svaraði. Það væri um nóg að ræða á fundi utanríkismálanefndar og reyndar líka á Alþingi Íslendinga. Hún óskaði eftir nánari upplýsingum í aðdraganda heimsóknar Pence og ítrekaði þá ósk sína aftur í dag. Þorgerður segir að svo virtist sem íslenskir ráðamenn hefðu komið óundirbúnir til fundarins með Pence. „Það er bara eins og að hafi verið þrír mjög mismunandi aðilar sem sóttu fundinn. Það lá alveg ljóst fyrir að áhersla Pence í þessari heimsókn væri á varnarmál og það var vont að upplifa það að við vorum ekki tilbúin. Við vorum ekki tilbúin með okkar forgangsröðun, okkar áherslur þegar kemur að varnarmálum. Það hefur orðið gjörbreyting á þróuninni með þessi stjórnvöld í Bandaríkjunum og þá þurfum við einfaldlega að endurskoða okkar mál og fara yfir þau. Við verðum sérstaklega að reyna að eyða þessu ójafnvægi sem verið hefur á síðustu misserum í samskiptum okkar, Norðurlandanna og Bandaríkjanna,“ segir Þorgerður Katrín og vísar þannig meðal annars í Grænlandsáhuga Trumps. Henni hugnast ekki sú nálgun að um viðskipti sé rætt í sömu andrá og hernaðarbrölt. Þessum tveimur þáttum megi aldrei blanda saman því þá gæti skapast hætta á að sterkari aðilinn geti hreinlega keypt sér aðgang að landinu. Þorgerður Katrín gagnrýnir hvernig ríkisstjórnin hélt á spilunum og lýsir heimsókninni og aðdraganda hennar sem „fum og fát“ þar sem íslenskir ráðamenn hefðu nálgast málið út frá flokkspólitískum hagsmunum og óróleika í baklandi, sem væri miður. Þorgerður Katrín hefði viljað að forsætisráðherra hefði verið ákveðnari við Pence. „Ég hefði viljað sjá Katrínu stíga fastar til jarðar. Koma með okkar áherslur núna þegar þetta ójafnvægi er við Bandaríkin í gegnum loftslagsmálin, það þýðir ekki að nefna bara loftslagsmálin heldur segja að þau séu órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins,“ segir Þorgerður og bætir við að stefna Trump-stjórnarinnar í loftslagsmálum sé ógn við okkur, Norðurslóðir og Norðurlöndin.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Varnarmál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07
Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58