Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður næsti dómsmálaráðherra. Hún sést hér með bros á vör fyrir utan Valhöll fyrr í vetur. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verðandi dómsmálaráðherra segist hafa fengið að vita af skipun sinni einni mínútu áður en fundur Sjálfstæðisflokksins, þar sem þingflokknum var tilkynnt um valið, hófst í Valhöll í dag. Hún segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti fjölmiðlum um val á nýjum ráðherra eftir fundinn í Valhöll á sjötta tímanum. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Áslaug er nú stödd í Helsinki í Finnlandi á ráðstefnu og ávarpaði fundinn í Valhöll í gegnum síma. Einnig var rætt við hana símleiðis í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það var bara einni mínútu áður en fundurinn hófst,“ sagði Áslaug þegar hún var innt eftir því hvenær hún hefði fyrst heyrt af skipun sinni í embætti dómsmálaráðherra. Næsta skref sé að panta sér fyrsta flug heim. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga embætti og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu.“Stór og erfið verkefni bíða nýs ráðherra Áslaug hefur klifið metorðastigann hratt innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í forystu flokksins í fjögur ár og gegnt stöðu formanns í tveimur stórum þingnefndum. Áslaug þakkaði dugnaði öra framgöngu sína innan flokksins. „Ég hef alltaf lagt mig mikið fram og mun gera það líka í þessu verkefni. Þetta er auðvitað stórt verkefni sem mér er falið og veit að það er ekki sjálfsagt.“ Þá sagðist Áslaug þekkja málaflokkinn ágætlega en hún er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem lögreglukona. Hún sagðist nú munu kynna sér dómsmálin enn frekar. „Undir þessu ráðuneyti eru margir mikilvægir og stórir málaflokkar sem skipta miklu máli og ég ætla að vanda mig við það.“ Innt eftir því hvort vænta megi áherslubreytinga í dómsmálaráðuneytinu sagði Áslaug of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum síðan.“ Þó sé ljóst að mörg stór verkefni bíði nýs ráðherra, til að mynda Landsréttarmálið og erfiðar áskoranir í útlendingamálum. Áslaug vildi ekki fara út í mögulegar áherslubreytingar í síðarnefnda flokknum. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum og mun setja mig inn í málaflokkinn og koma með áherslur mínar inn í þingið í haust.“Viðtalið við Áslaugu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Alþingi Reykjavík síðdegis Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Fundur í Valhöll sem hefst klukkan 17. 5. september 2019 16:41 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verðandi dómsmálaráðherra segist hafa fengið að vita af skipun sinni einni mínútu áður en fundur Sjálfstæðisflokksins, þar sem þingflokknum var tilkynnt um valið, hófst í Valhöll í dag. Hún segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti fjölmiðlum um val á nýjum ráðherra eftir fundinn í Valhöll á sjötta tímanum. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Áslaug er nú stödd í Helsinki í Finnlandi á ráðstefnu og ávarpaði fundinn í Valhöll í gegnum síma. Einnig var rætt við hana símleiðis í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það var bara einni mínútu áður en fundurinn hófst,“ sagði Áslaug þegar hún var innt eftir því hvenær hún hefði fyrst heyrt af skipun sinni í embætti dómsmálaráðherra. Næsta skref sé að panta sér fyrsta flug heim. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga embætti og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu.“Stór og erfið verkefni bíða nýs ráðherra Áslaug hefur klifið metorðastigann hratt innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í forystu flokksins í fjögur ár og gegnt stöðu formanns í tveimur stórum þingnefndum. Áslaug þakkaði dugnaði öra framgöngu sína innan flokksins. „Ég hef alltaf lagt mig mikið fram og mun gera það líka í þessu verkefni. Þetta er auðvitað stórt verkefni sem mér er falið og veit að það er ekki sjálfsagt.“ Þá sagðist Áslaug þekkja málaflokkinn ágætlega en hún er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem lögreglukona. Hún sagðist nú munu kynna sér dómsmálin enn frekar. „Undir þessu ráðuneyti eru margir mikilvægir og stórir málaflokkar sem skipta miklu máli og ég ætla að vanda mig við það.“ Innt eftir því hvort vænta megi áherslubreytinga í dómsmálaráðuneytinu sagði Áslaug of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum síðan.“ Þó sé ljóst að mörg stór verkefni bíði nýs ráðherra, til að mynda Landsréttarmálið og erfiðar áskoranir í útlendingamálum. Áslaug vildi ekki fara út í mögulegar áherslubreytingar í síðarnefnda flokknum. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum og mun setja mig inn í málaflokkinn og koma með áherslur mínar inn í þingið í haust.“Viðtalið við Áslaugu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Reykjavík síðdegis Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Fundur í Valhöll sem hefst klukkan 17. 5. september 2019 16:41 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent