Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 16:30 Höfuðstöðvar Sýnar standa við Suðurlandsbraut 8. Sýn Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. Hlutabréfverð í félaginu hafði lækkað um rúmlega 8 prósent áður en markaðurinn lokaði, í 126 milljón króna viðskiptum. Ætla má að lækkun dagsins megi rekja beint til breyttra afkomuhorfa Sýnar, sem félagið greindi Kauphöllinni frá á öðrum tímanum. Fyrri horfur voru að sögn forsvarsmanna of bjartsýnar. Þannig hafi tekjur af fjölmiðlum og fjarskiptum verið ofáætlaðar um tæpar 400 milljónir og kostnaður við útsendingar miðla vanáætlaður um 160 milljónir. Áætlanir forsvarsmanna Sýnar benda nú til að EBITDA ársins, framlegð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, verði um 5,6 milljarðar króna - en ekki á bilinu 6 til 6,5 milljarðar eins og fyrri spár gerðu ráð fyrir. „Framkvæmdastjórn er búin að breyta uppgjörum deilda og skerpa á innri ferlum sem mun skila sér í áreiðanlegri spám héðan í frá. Sömuleiðis hafa aðgerðir sem gripið var til í rekstrinum í sumar lækkað kostnaðarstig fyrirtækisins umtalsvert til framtíðar,“ segir í tilkynningu Sýnar til Kauphallarinnar. Þar segir jafnframt að Sýn muni birta uppgjör fyrri hluta ársins þann 28. ágúst næstkomandi og verður það kynnt morguninn eftir.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir botninum hafa verið náð. Nú liggi leiðin aðeins upp á við.Vísir/VilhelmLágpunktinum náð Í pósti til starfsmanna Sýnar skrifar Heiðar Guðjónsson, forstjóri félagsins, að hann telji Sýn hafa náð lágpunkti í rekstri á ársfjórðungnum sem er að ljúka. Það hefur til að mynda birst í uppsögnum að undanförnu; fyrst á fimm millistjórnendum í lok maí og svo á 13 starfsmönnum um miðjan ágúst.Nú liggi leiðin hins vegar upp á við, til að mynda sé kostnaðarsömu sameiningarferli Vodafone og ljósvakamiðla 365 formlega lokið. „Vinna sumarsins við endurskoðun á innri ferlum, spám og uppgjörum, ásamt skipulagsbreytingum mun skila sér í betri rekstri strax í vetur,“ skrifar Heiðar. „Ég horfi því bjartsýnn fram á veturinn því með samstilltu átaki getum við gert gríðarlega vel og haft gaman af um leið - viðskiptavinum okkar til heilla.“ Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tækni Tengdar fréttir Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48 Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. Hlutabréfverð í félaginu hafði lækkað um rúmlega 8 prósent áður en markaðurinn lokaði, í 126 milljón króna viðskiptum. Ætla má að lækkun dagsins megi rekja beint til breyttra afkomuhorfa Sýnar, sem félagið greindi Kauphöllinni frá á öðrum tímanum. Fyrri horfur voru að sögn forsvarsmanna of bjartsýnar. Þannig hafi tekjur af fjölmiðlum og fjarskiptum verið ofáætlaðar um tæpar 400 milljónir og kostnaður við útsendingar miðla vanáætlaður um 160 milljónir. Áætlanir forsvarsmanna Sýnar benda nú til að EBITDA ársins, framlegð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, verði um 5,6 milljarðar króna - en ekki á bilinu 6 til 6,5 milljarðar eins og fyrri spár gerðu ráð fyrir. „Framkvæmdastjórn er búin að breyta uppgjörum deilda og skerpa á innri ferlum sem mun skila sér í áreiðanlegri spám héðan í frá. Sömuleiðis hafa aðgerðir sem gripið var til í rekstrinum í sumar lækkað kostnaðarstig fyrirtækisins umtalsvert til framtíðar,“ segir í tilkynningu Sýnar til Kauphallarinnar. Þar segir jafnframt að Sýn muni birta uppgjör fyrri hluta ársins þann 28. ágúst næstkomandi og verður það kynnt morguninn eftir.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir botninum hafa verið náð. Nú liggi leiðin aðeins upp á við.Vísir/VilhelmLágpunktinum náð Í pósti til starfsmanna Sýnar skrifar Heiðar Guðjónsson, forstjóri félagsins, að hann telji Sýn hafa náð lágpunkti í rekstri á ársfjórðungnum sem er að ljúka. Það hefur til að mynda birst í uppsögnum að undanförnu; fyrst á fimm millistjórnendum í lok maí og svo á 13 starfsmönnum um miðjan ágúst.Nú liggi leiðin hins vegar upp á við, til að mynda sé kostnaðarsömu sameiningarferli Vodafone og ljósvakamiðla 365 formlega lokið. „Vinna sumarsins við endurskoðun á innri ferlum, spám og uppgjörum, ásamt skipulagsbreytingum mun skila sér í betri rekstri strax í vetur,“ skrifar Heiðar. „Ég horfi því bjartsýnn fram á veturinn því með samstilltu átaki getum við gert gríðarlega vel og haft gaman af um leið - viðskiptavinum okkar til heilla.“ Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tækni Tengdar fréttir Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48 Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48
Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08
Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49