Erlent

Barna­níð í Frakk­landi rann­sökuð í tengslum við Ep­stein

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tengsla er nú leitað milli Epsteins og barnaníða í Frakklandi.
Tengsla er nú leitað milli Epsteins og barnaníða í Frakklandi. Vísir/AP

Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. Þetta sagði í tilkynningu sem barst frá skrifstofu Rémy Heitz, saksóknara og var þar bætt við að ákvörðunin um að opna rannsókn hafi verið tekin vegna upplýsinga sem hafi borist skrifstofu hans og í samstarfi við Bandarísk yfirvöld.



„Möguleg brot gegn frönskum þolendum í Frakklandi sem og utan landsteinanna verða rannsökuð auk þess verða franskir borgarar sem eru grunaðir rannsakaðir,“ sagði í tilkynningunni.



Mögulegt að meðal þeirra ákæra sem verða lagðar fram verði nauðgun, kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingum og þar á meðal börnum undir 15 ára aldri sagði saksóknarinn. Embætti saksóknara mun einnig rannsaka ásakanir um að Epstein, ásamt fleirum, hafi verið viðloðin barnaníðshring um árabil.



Í vikunni fundu bandarískir rannsakendur tengsl Epstein við Frakkland en hann átti íbúð í París, nærri Sigurboganum, og var handtekinn í New York þegar hann var nýfloginn heim frá París.



Franski hópurinn Innocence en Danger, sem berst fyrir og styður við fólk sem varð fyrir kynferðisbrotum sem börn, sagði í vikunni að til þeirra hafi borist 10 tilkynningar um kynferðisbrot af hálfu Epstein eða einstaklingum sem tengdust honum gegn börnum í Frakklandi.



Þeir sem hafi sagst vera fórnarlömb hafi ekki allir verið Frakkar en „meint brot gerðust öll á franskri grund og líklegast af hálfu franskra einstaklinga,“ sagði Homayra Sellier, leiðtogi Innocence en Danger.



Einn þeirra sem hefur verið ásakaður að hafa útvegað Epstein ólögráða einstaklingum er Jean-Luc Brunel. Brunel var einn nánasti vinur Epstein og einn valdamesti maðurinn í franska tískuheiminum. Hann hefur neitað allri sök.


Tengdar fréttir

Níddist á brotnum stúlkum

Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér.

Epstein með nokkur beinbrot í hálsi

Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×