Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 12:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að heilmikið hefði gerst í sumar sem þurfi að ræða í umræðum um þriðja orkupakkann sem fara fram í lok mánaðar. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum „þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Þeir ræddu um áætlun þingmanna Miðflokksins nú þegar fyrir liggur að þriðji orkupakkinn verður að öllum líkindum innleiddur á næstu dögum. Þeir ræddu þá einnig um Ísland og alþjóðasamstarf og framtíð EES samningsins. „Hvað okkur varðar þá munum við gera enn eina tilraunina til þess að útskýra hvers vegna málið er, að okkar mati, stórvarasamt og bæta þá við afrakstri sumarsins, ef svo má segja, því það hefur orðið heilmikil umræða í sumar,“ segir Sigmundur Davíð möguleika Miðflokksins til að koma í veg fyrir innleiðinguna. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé líklegastur af stjórnarflokkunum til að skipta um skoðun. „En mér sýnist þetta liggja þannig að ef það eigi að takast að hindra innleiðingu þessa orkupakka þá verði að þar að koma eitthvað frumkvæði frá þingmönnum sjálfstæðsiflokksins held ég kannski sérstaklega, maður hefur helst verið að líta til þeirra því baklandið hjá þeim hefur verið öflugt í því að reyna að fá þingflokkinn sinn til að fylgja stefnu flokksins. Ég bind nú ennþá vonir við að mönnum geti orðið eitthvað ágengt í því þó ekki væri til annars en að málið fengi einhverja aðeins meiri bið, helst að senda beint aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar.“ Sigmundur Davíð telur að einhverjir stjórnarliðar telji ranglega að orkupakkamálið muni falla í gleymskunnar dá innan fárra vikna. „Ég held að því sé öfugt farið því vegna þess að ef þeir einfaldlega setja undir sig hausinn og afgreiða þetta – þá verði málið ekki gleymt heldur þá sé það rétt að byrja og þá sitji menn uppi með þetta til framtíðar. Ef þeir hinsvegar væru reiðubúnir til að endurskoða þetta eitthvað þá myndi ég að minnsta kosti ekki velta þeim upp úr því heldur telja það þeim til tekna og ég efast ekki um að flokksmenn í þessum flokkum myndu gera það líka á heildina litið.“ Aðspurður hvort þingmenn Miðflokksins hafi í hyggju að virða samkomulag um ekkert málþóf í umræðum um þriðja orkupakkann svaraði Sigmundur Davíð játandi. „Það var gert formlegt samkomulag og við gerum ekki samkomulag öðruvísi en að ætla okkur að standa við það“. Ef flokksmenn mótfallnir þriðja orkupakkanum ná að telja flokksforystu Sjálfstæðisflokknum hughvarf telur Sigmundur Davíð að hinir stjórnarflokkarnir tveir muni ekki „vera til vandræða heldur bara fylgja eins og þeir fylgdu eftir að þessi orkupakki var settur af stað og lagður fram í þinginu svoleiðis að nú er að sjá hvað gerist á lokasprettinum innan Sjálfstæðisflokksins. Ég er ekki orðinn alveg úrkula vonar.“Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á opnum flokksfundi í Valhöll fyrr í mánuðinum að málflutningur Miðflokksins stæðist ekki skoðun.Sigmundur segir að margir skráðir Sjálfstæðismenn hefðu reynt að beita sér gegn innleiðingunni í flokknum. „Þingflokkurinn hélt nú fundi um allt land ekki alls fyrir löngu og þar hittu þeir marga af félögum sínum og fengu að heyra töluverða gagnrýni frá þeim, hugsanlega hefur það eitthvað haft áhrif.“ Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins blés til fundar í Valhöll 10. ágúst síðastliðinn þar sem rætt var um þriðja orkupakkann. „Það kom mér svolítið á óvart hvernig hann talaði á þeim fundi. Það fyrsta var að boða til þessa stóra fundar í húsnæði flokksins. Þá hefði maður haldið að hann ætlaði sér að nálgast þetta á einhvern nýjan hátt en í staðinn virtist leiðin áfram eiga að vera sú að setja undir sig hausinn og gera ráð fyrir því að allir flokksmennirnir í sjálfstæðsiflokknum og aðrir muni verða búnir að gleyma þessu eftir tvær vikur.“ Meginþorri fræðimanna telur að engin hætta sé á ferðum með innleiðingu þriðja orkupakkans. Hlustarðu ekkert á þá?„Jú ég hlusta að sjálfsögðu á skýringar þeirra sem eru fylgjandi þessu enda þegar við ræddum málið í hvað var það 130 klukkutíma þá þurftum við nú auðvitað efni í allar þær ræður svo ég held að við séum nú öll í þingflokknum ágætlega vel inn í þessu og rökum bæði stuðningsmanna og andstæðinga. Megingallinn við rök þeirra sem tala fyrir þessu finnst mér vera sá að menn svona reyna að halda því fram að það sé ekkert víst að þetta valdi neinu tjóni og breyti í sjálfu sér litlu en engu að síður er alveg hamast við það á öllum vígstöðvum að reyna að þvinga þetta í gegn og jafnvel eins og ég rakti áðan í andstöðu við eigin flokksmenn á meðan þeir sem vara við þessu útlista nákvæmlega í hverju hætturnar liggja.“ Alþingi Evrópusambandið Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42 Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30 Segir skýrt að engar kvaðir um sæstreng séu í þriðja orkupakkanum Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. 17. ágúst 2019 13:35 Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15 Orkan okkar segist ekki bera ábyrgð á miðadreifingum í Fossvogskirkjugarði "Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu,“ segir talsmaður Orkunnar okkar. 22. ágúst 2019 21:36 Segir fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu Ekki verða haldnir fleiri fundir í utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkann. 19. ágúst 2019 21:30 Líklega hávær umræða um orkupakkann fram undan Fundarhöld um þriðja orkupakkann héldu áfram í utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir áhugavert að sjá hvar víglínan er dregin í málinu. 20. ágúst 2019 06:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum „þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Þeir ræddu um áætlun þingmanna Miðflokksins nú þegar fyrir liggur að þriðji orkupakkinn verður að öllum líkindum innleiddur á næstu dögum. Þeir ræddu þá einnig um Ísland og alþjóðasamstarf og framtíð EES samningsins. „Hvað okkur varðar þá munum við gera enn eina tilraunina til þess að útskýra hvers vegna málið er, að okkar mati, stórvarasamt og bæta þá við afrakstri sumarsins, ef svo má segja, því það hefur orðið heilmikil umræða í sumar,“ segir Sigmundur Davíð möguleika Miðflokksins til að koma í veg fyrir innleiðinguna. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé líklegastur af stjórnarflokkunum til að skipta um skoðun. „En mér sýnist þetta liggja þannig að ef það eigi að takast að hindra innleiðingu þessa orkupakka þá verði að þar að koma eitthvað frumkvæði frá þingmönnum sjálfstæðsiflokksins held ég kannski sérstaklega, maður hefur helst verið að líta til þeirra því baklandið hjá þeim hefur verið öflugt í því að reyna að fá þingflokkinn sinn til að fylgja stefnu flokksins. Ég bind nú ennþá vonir við að mönnum geti orðið eitthvað ágengt í því þó ekki væri til annars en að málið fengi einhverja aðeins meiri bið, helst að senda beint aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar.“ Sigmundur Davíð telur að einhverjir stjórnarliðar telji ranglega að orkupakkamálið muni falla í gleymskunnar dá innan fárra vikna. „Ég held að því sé öfugt farið því vegna þess að ef þeir einfaldlega setja undir sig hausinn og afgreiða þetta – þá verði málið ekki gleymt heldur þá sé það rétt að byrja og þá sitji menn uppi með þetta til framtíðar. Ef þeir hinsvegar væru reiðubúnir til að endurskoða þetta eitthvað þá myndi ég að minnsta kosti ekki velta þeim upp úr því heldur telja það þeim til tekna og ég efast ekki um að flokksmenn í þessum flokkum myndu gera það líka á heildina litið.“ Aðspurður hvort þingmenn Miðflokksins hafi í hyggju að virða samkomulag um ekkert málþóf í umræðum um þriðja orkupakkann svaraði Sigmundur Davíð játandi. „Það var gert formlegt samkomulag og við gerum ekki samkomulag öðruvísi en að ætla okkur að standa við það“. Ef flokksmenn mótfallnir þriðja orkupakkanum ná að telja flokksforystu Sjálfstæðisflokknum hughvarf telur Sigmundur Davíð að hinir stjórnarflokkarnir tveir muni ekki „vera til vandræða heldur bara fylgja eins og þeir fylgdu eftir að þessi orkupakki var settur af stað og lagður fram í þinginu svoleiðis að nú er að sjá hvað gerist á lokasprettinum innan Sjálfstæðisflokksins. Ég er ekki orðinn alveg úrkula vonar.“Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á opnum flokksfundi í Valhöll fyrr í mánuðinum að málflutningur Miðflokksins stæðist ekki skoðun.Sigmundur segir að margir skráðir Sjálfstæðismenn hefðu reynt að beita sér gegn innleiðingunni í flokknum. „Þingflokkurinn hélt nú fundi um allt land ekki alls fyrir löngu og þar hittu þeir marga af félögum sínum og fengu að heyra töluverða gagnrýni frá þeim, hugsanlega hefur það eitthvað haft áhrif.“ Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins blés til fundar í Valhöll 10. ágúst síðastliðinn þar sem rætt var um þriðja orkupakkann. „Það kom mér svolítið á óvart hvernig hann talaði á þeim fundi. Það fyrsta var að boða til þessa stóra fundar í húsnæði flokksins. Þá hefði maður haldið að hann ætlaði sér að nálgast þetta á einhvern nýjan hátt en í staðinn virtist leiðin áfram eiga að vera sú að setja undir sig hausinn og gera ráð fyrir því að allir flokksmennirnir í sjálfstæðsiflokknum og aðrir muni verða búnir að gleyma þessu eftir tvær vikur.“ Meginþorri fræðimanna telur að engin hætta sé á ferðum með innleiðingu þriðja orkupakkans. Hlustarðu ekkert á þá?„Jú ég hlusta að sjálfsögðu á skýringar þeirra sem eru fylgjandi þessu enda þegar við ræddum málið í hvað var það 130 klukkutíma þá þurftum við nú auðvitað efni í allar þær ræður svo ég held að við séum nú öll í þingflokknum ágætlega vel inn í þessu og rökum bæði stuðningsmanna og andstæðinga. Megingallinn við rök þeirra sem tala fyrir þessu finnst mér vera sá að menn svona reyna að halda því fram að það sé ekkert víst að þetta valdi neinu tjóni og breyti í sjálfu sér litlu en engu að síður er alveg hamast við það á öllum vígstöðvum að reyna að þvinga þetta í gegn og jafnvel eins og ég rakti áðan í andstöðu við eigin flokksmenn á meðan þeir sem vara við þessu útlista nákvæmlega í hverju hætturnar liggja.“
Alþingi Evrópusambandið Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42 Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30 Segir skýrt að engar kvaðir um sæstreng séu í þriðja orkupakkanum Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. 17. ágúst 2019 13:35 Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15 Orkan okkar segist ekki bera ábyrgð á miðadreifingum í Fossvogskirkjugarði "Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu,“ segir talsmaður Orkunnar okkar. 22. ágúst 2019 21:36 Segir fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu Ekki verða haldnir fleiri fundir í utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkann. 19. ágúst 2019 21:30 Líklega hávær umræða um orkupakkann fram undan Fundarhöld um þriðja orkupakkann héldu áfram í utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir áhugavert að sjá hvar víglínan er dregin í málinu. 20. ágúst 2019 06:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42
Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30
Segir skýrt að engar kvaðir um sæstreng séu í þriðja orkupakkanum Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. 17. ágúst 2019 13:35
Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15
Orkan okkar segist ekki bera ábyrgð á miðadreifingum í Fossvogskirkjugarði "Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu,“ segir talsmaður Orkunnar okkar. 22. ágúst 2019 21:36
Segir fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu Ekki verða haldnir fleiri fundir í utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkann. 19. ágúst 2019 21:30
Líklega hávær umræða um orkupakkann fram undan Fundarhöld um þriðja orkupakkann héldu áfram í utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir áhugavert að sjá hvar víglínan er dregin í málinu. 20. ágúst 2019 06:45