Enski boltinn

Klopp íhugar að fara í frí eftir þrjú ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Enginn stuðningsmaður Liverpool vill sjá Klopp hætta.
Enginn stuðningsmaður Liverpool vill sjá Klopp hætta. vísir/getty
Þjóðverjinn Jürgen Klopp er að gera stórkostlega hluti hjá Liverpool og félagið vill eðlilega framlengja samningi hans. Ekki er þó víst að það takist.

Klopp kom til Liverpool árið 2015 frá Dortmund og er með samning við félagið til ársins 2022. Eigendur Liverpool vilja að hann skrifi undir nýjan og lengri samning en Klopp virðist vera að íhuga að fara í frí er núverandi samningur rennur út.

„Það lítur út fyrir það. Hver getur sagt að hann verði enn í formi að gefa allt sem hann á eftir þrjú ár?“ sagði Klopp aðspurður um hvort hann ætlaði sér í frí.

„Ef mér finnst ég ekki geta haldið áfram þá mun ég fara í frí. Á því ári myndi ég svo ákveða hvort ég hætti alveg að þjálfa eða haldi áfram. Ég hef næga orku en mitt vandamál er að ég þarf að gera allt eða ekkert. Ég get ekki bara gert eitthvað smá.

„Það eru samt líkur á því að ég muni fá meiri orku ef ég tek mér eins árs frí og geti þar með sinnt starfinu eins og ég vil sinna því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×