Innlent

Rúður brotnuðu í bílum og hús­bíll fauk út af

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar sem sýnir veginn um Hvalnesskriður upp úr klukkan hálfátta í kvöld.
Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar sem sýnir veginn um Hvalnesskriður upp úr klukkan hálfátta í kvöld. vegagerðin
Uppfært klukkan 20:05: Vegurinn um Hvalnesskriður hefur verið opnaður á ný en enn er hvasst og vegfarendum bent á að sýna aðgát og kynna sér aðstæður á þessu svæði samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.



Vegagerðin hefur lokað þjóðvegi 1 um Hvalnesskriður vegna sviptivinda og sandfoks á svæðinu. Verður vegurinn lokaður þar til veðrið gengur niður.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi vegna lokunarinnar segir að mikill vindur sé nú á þessum slóðum. Meðal annars hafi rúður brotnað í nokkrum bílum og húsbíll fokið út af veginum.

Þeir sem hyggja á ferðalög þarna um er að bent á ð fylgjast með heimasíðu Vegagerðarinnar og heimasíðu Veðurstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×