Eftirlaunasjóður Boeing með hálft prósent í Arion Hörður Ægisson skrifar 28. ágúst 2019 08:00 Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö prósent frá áramótum. Mynd/Fréttablaðið Eftirlaunasjóður starfsmanna bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing er á meðal þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka með eignarhlut að jafnvirði tæplega 600 milljóna króna. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa bankans á miðvikudag í síðustu viku, sem Markaðurinn hefur séð, en sjóðurinn er með sem nemur rúmlega 0,4 prósenta hlut í Arion. Þá er eftirlaunasjóður starfsmanna í Los Angeles-borg með um 0,36 prósenta hlut í bankanum. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er sá hlutur metinn á um 500 milljónir króna. Fjárfestingarsjóður í stýringu bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Principal Global Investors, sem er með eignir í stýringu að fjárhæð samtals um 450 milljarðar Bandaríkjadala, er tuttugasti stærsti hluthafi Arion banka en sjóðurinn á rúmlega 15,2 milljónir hluta í bankanum, jafnvirði um 1.150 milljóna króna. Sá eignarhlutur skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir alla þá hluthafa sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum en hlutur Principal Global nemur um 0,84 prósentum. Sé litið yfir fimmtíu stærstu hluthafa Arion banka nemur samanlagður eignarhlutur erlendra fjárfesta tæplega 55 prósentum. Stærstu hluthafar bankans eru sem kunnugt er bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital með ríflega 23,5 prósenta hlut og Och-Ziff Capital sem fer fyrir 9,25 prósenta hlut. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir sem má finna á lista yfir alla hluthafa bankans, með á bilinu um 0,23 til 0,62 prósenta hlut, eru sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins 683 Capital Management, sænska eignastýringarfyrirtækisins Lannebo, breska vogunarsjóðsins Toscafund Asset Management, sænska bankans SEB og bandaríska fjárfestingarrisans Blackstone. Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö prósent frá áramótum. Gengi bréfa bankans stóð í 75,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær og er markaðsvirði Arion um 137 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Íslenskir bankar Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Eftirlaunasjóður starfsmanna bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing er á meðal þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka með eignarhlut að jafnvirði tæplega 600 milljóna króna. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa bankans á miðvikudag í síðustu viku, sem Markaðurinn hefur séð, en sjóðurinn er með sem nemur rúmlega 0,4 prósenta hlut í Arion. Þá er eftirlaunasjóður starfsmanna í Los Angeles-borg með um 0,36 prósenta hlut í bankanum. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er sá hlutur metinn á um 500 milljónir króna. Fjárfestingarsjóður í stýringu bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Principal Global Investors, sem er með eignir í stýringu að fjárhæð samtals um 450 milljarðar Bandaríkjadala, er tuttugasti stærsti hluthafi Arion banka en sjóðurinn á rúmlega 15,2 milljónir hluta í bankanum, jafnvirði um 1.150 milljóna króna. Sá eignarhlutur skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir alla þá hluthafa sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum en hlutur Principal Global nemur um 0,84 prósentum. Sé litið yfir fimmtíu stærstu hluthafa Arion banka nemur samanlagður eignarhlutur erlendra fjárfesta tæplega 55 prósentum. Stærstu hluthafar bankans eru sem kunnugt er bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital með ríflega 23,5 prósenta hlut og Och-Ziff Capital sem fer fyrir 9,25 prósenta hlut. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir sem má finna á lista yfir alla hluthafa bankans, með á bilinu um 0,23 til 0,62 prósenta hlut, eru sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins 683 Capital Management, sænska eignastýringarfyrirtækisins Lannebo, breska vogunarsjóðsins Toscafund Asset Management, sænska bankans SEB og bandaríska fjárfestingarrisans Blackstone. Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö prósent frá áramótum. Gengi bréfa bankans stóð í 75,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær og er markaðsvirði Arion um 137 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Íslenskir bankar Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira