Eftirlaunasjóður Boeing með hálft prósent í Arion Hörður Ægisson skrifar 28. ágúst 2019 08:00 Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö prósent frá áramótum. Mynd/Fréttablaðið Eftirlaunasjóður starfsmanna bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing er á meðal þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka með eignarhlut að jafnvirði tæplega 600 milljóna króna. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa bankans á miðvikudag í síðustu viku, sem Markaðurinn hefur séð, en sjóðurinn er með sem nemur rúmlega 0,4 prósenta hlut í Arion. Þá er eftirlaunasjóður starfsmanna í Los Angeles-borg með um 0,36 prósenta hlut í bankanum. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er sá hlutur metinn á um 500 milljónir króna. Fjárfestingarsjóður í stýringu bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Principal Global Investors, sem er með eignir í stýringu að fjárhæð samtals um 450 milljarðar Bandaríkjadala, er tuttugasti stærsti hluthafi Arion banka en sjóðurinn á rúmlega 15,2 milljónir hluta í bankanum, jafnvirði um 1.150 milljóna króna. Sá eignarhlutur skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir alla þá hluthafa sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum en hlutur Principal Global nemur um 0,84 prósentum. Sé litið yfir fimmtíu stærstu hluthafa Arion banka nemur samanlagður eignarhlutur erlendra fjárfesta tæplega 55 prósentum. Stærstu hluthafar bankans eru sem kunnugt er bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital með ríflega 23,5 prósenta hlut og Och-Ziff Capital sem fer fyrir 9,25 prósenta hlut. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir sem má finna á lista yfir alla hluthafa bankans, með á bilinu um 0,23 til 0,62 prósenta hlut, eru sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins 683 Capital Management, sænska eignastýringarfyrirtækisins Lannebo, breska vogunarsjóðsins Toscafund Asset Management, sænska bankans SEB og bandaríska fjárfestingarrisans Blackstone. Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö prósent frá áramótum. Gengi bréfa bankans stóð í 75,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær og er markaðsvirði Arion um 137 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Íslenskir bankar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira
Eftirlaunasjóður starfsmanna bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing er á meðal þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka með eignarhlut að jafnvirði tæplega 600 milljóna króna. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa bankans á miðvikudag í síðustu viku, sem Markaðurinn hefur séð, en sjóðurinn er með sem nemur rúmlega 0,4 prósenta hlut í Arion. Þá er eftirlaunasjóður starfsmanna í Los Angeles-borg með um 0,36 prósenta hlut í bankanum. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er sá hlutur metinn á um 500 milljónir króna. Fjárfestingarsjóður í stýringu bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Principal Global Investors, sem er með eignir í stýringu að fjárhæð samtals um 450 milljarðar Bandaríkjadala, er tuttugasti stærsti hluthafi Arion banka en sjóðurinn á rúmlega 15,2 milljónir hluta í bankanum, jafnvirði um 1.150 milljóna króna. Sá eignarhlutur skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir alla þá hluthafa sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum en hlutur Principal Global nemur um 0,84 prósentum. Sé litið yfir fimmtíu stærstu hluthafa Arion banka nemur samanlagður eignarhlutur erlendra fjárfesta tæplega 55 prósentum. Stærstu hluthafar bankans eru sem kunnugt er bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital með ríflega 23,5 prósenta hlut og Och-Ziff Capital sem fer fyrir 9,25 prósenta hlut. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir sem má finna á lista yfir alla hluthafa bankans, með á bilinu um 0,23 til 0,62 prósenta hlut, eru sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins 683 Capital Management, sænska eignastýringarfyrirtækisins Lannebo, breska vogunarsjóðsins Toscafund Asset Management, sænska bankans SEB og bandaríska fjárfestingarrisans Blackstone. Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um tæplega sjö prósent frá áramótum. Gengi bréfa bankans stóð í 75,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær og er markaðsvirði Arion um 137 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Íslenskir bankar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira